Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 34
20
LÆK.NABLADID
föstum tökum vegna vaxandi erfiðleika á
aðalvinnumörkuðum okkar erlendis, sem
stafa af auknum fjölda þarlendra lækna.
2. Sérnámið mun brúa það bil, sem nú er á
milli sérfræðinga og aðstoðarlækna, fag-
legur metnaður eykst milli deilda og það
ýtir undir vísindavinnu.
3. Sumar sérgreinar eru þess eðlis (t.d. heim-
ilislækningar), að heppilegt er að stunda
þær í heimalandinu!
4. Sérnámið eykur á sjálfstæði símennt-
unar lækna hér heima og gerir hana ekki
eins háða öðrum löndum og nú er.
5. Læknir, sem lokið hefur hér hluta
sérnáms, bætir með því samkeppn-
isaðstöðu sína við stöðuumsóknir ytra.
6. Sérnámið hérlendis mun draga úr þeirri
félagslegu röskun, sem fylgir framhalds-
námi erlendis. Á meðal yngri lækna af
báðum kynjum er aukinn áhugi á að
stunda hluta sérnáms hér heima, þar sem
því fylgir minni fjölskylduröskun en ella.
Að mati nefndarinnar eru helztu ókostir við
að taka upp sérnám hérlendis eftirfarandi:
1. Aðalstyrkur íslenzkrar læknastéttar hefur
verið, hversu víða læknarnir eru mennt-
aðir og koma heim með ólíkan bakgrunn
og mismunandi aðferðir. Sérnám hér mun
að einhverjum hluta draga úr þessu.
2. Sú hætta er fyrir hendi, að of mikið verði
blínt á nám í aðalgreinum hér á landi, en
erfiðara að fá tíma í hliðargreinum.
3. Sérnámi fylgir óhjákvæmilega kostnað-
arauki fyrir heilbrigðiskerfið, sem þó
verður óverulegur skv. áliti nefndarinnar,
þar sem allar forsendur séu þegar fyrir
hendi, þ.e. námsstöður og kennslukraf-
tar.
Nefndin Ieggur ríka áherzlu á, að samningar
náist við erlendar heilbrigðisstofnanir um
framhald á sérnámi.
Nefndin gerir að tillögu sinni, að stefnt
skuli að sérnámi í eftirtöldum greinum: 1.
Heimilislækningum. 2. Lyflæknisfræði. 3.
Skurðlæknisfræði. 4. Geðlæknisfræði.
Einn kafli álitsins fjallar um skipulagningu,
stjórnun og eftirlit með sérnámi: Lagt er til,
að heilbrigðisráðuneytið skipi þriggja manna
nefnd -SÉRNÁMSNEFND LÆKNA.
Ráðherra skipi formann án tilnefningar, einn
sé tilnefndur af læknadeild og einn af L.í
Hlutverk sérnámsnefndar verði yfirstjórn,
samhæfing og eftirlit með sérnámi hérlendis.
Sérnámsnefndin á að veita deildum og
heilsugæzlustöðvum í hverju tilviki leyfi til að
auglýsa stöður sem sérnámsstöður eða
námsstöður á viðurkenndum stofnunum.
Þær stöður einar, sem auglýstar eru með leyfi
sérnámsnefndar, má viðurkenna til sérnáms.
Gert er ráð fyrir, að ráðinn verði kennslustjóri
sérnáms í hlutastarf, að stofnaður verði
sérgreinahópur í hverri sérgrein, sem kennd
verður með nánari ákvæðum um, hvernig
hann skuli samansettur. Nefndin telur, að
engar breytingar þurfi að gera á gildandi
lögum eða reglugerðum, til að sérnámið geti
hafist.
í áliti nefndarinnar er síðan nánari úfærsla
á fyrirkomulagi sérnáms í hverri grein fyrir
sig, og ætla ég ekki að rekja það hér. Nefndin
telur, að skipan sérgreinahóps innan heimilis-
lækninga ætti að hafa forgöngu. Gert er ráð
fyrir, að námi í heimilislækningum verði
lokið að fullu hér heima og felist það í 1 ári á
heilsugæzlustöð (sem uppfylli ákveðin skil-
yrði), 1 ár á lyfjalæknisdeild, 6 mánuði á
geðdeild og 6 mánuði á kvensjúkdómadeild, 1
ár á barnadeild og 6 mánuði á skurðdeild.
Ég held, að það fari ekki á milli mála, að
þessi greinargerð fimmmenninganna er
áhugamönnum um sérnám á í slandi fagnaðar-
efni og ákaflega mikilvægur áfangi í fram-
haldsmenntunarmálinu.
Vafalaust koma fram einhverjar athuga-
semdir við miðurstöður nefndarinnar, og er
ég viss um, að þeir nefndarmanna, sem hér eru
á fundinum, munu fúsir að veita frekari
skýringar, sé þess óskað.
Nefndin leggur til, að stefnt skuli að
sérnámi í 4 greinum, þ.e. heimilislækningum,
lyflæknisfræði, skurðlæknisfræði og geðlæ-
kningum. í þessari upptalningu sakna ég
kvenlægninga, en alkunnugt er, að kvenna-
deild Landspítalans hefur á síðustu árum lagt
áherzlu á að undirbúa aðstoðarlækna sína
sem bezt undir áframhaldandi sérnám er-
lendis. Aðstoðarlæknar á augndeild Landa-
kotsspítala fá 1-2 ár þar viðurkennd í sérnámi
í augnlækningum. Á undanförnum árum
hafa aðstoðarlæknar á röntgendeild Borgar-
spítalans aflað sér mikilsverðrar undirb-
úningsmenntunar þar fyrir frekara sérnám
ytra, og e.t.v. má nefna fleiri dæmi.
Ég vil undirstrika þá áherzlu, sem nefndin