Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 24
16
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:16-17
VIÐ ÞURFUM VERÐSKYN Á HEILBRIGÐISMÁL
Á Vesturlöndum tekur heilbrigðisþjónustan
sífellt stærri skerf af þjóðartekjum.
Til þess liggja margar eðlilegar ástæður svo
sem hærri meðalaldur og fleira. Þó er enginn
vafi, að þar sem heilbrigðisþjónusta er »ókeyp-
is«, sem þýðir að hún er greidd úr sameiginleg-
um sjóðum borgaranna að öllu leyti fremur en
af einstökum neytendum, þar verður kostn-
aðarauknungin hraðari en jafnframt versnar
þjónustan við einstaklingana og þeir hafa
sífellt minna val um það hvað fáanlegt er. í
mörgum Iöndum hafa komið upp tvöföld
heilbrigðiskerfi, hið opinbera og almenna sem
kostað er af ríkinu og sagt er að eigi að tryggja
öryggi allra, og hins vegar einkaþjónusta
svipað og nú er í Englandi, sem er dýrari,
fljótvirkari og sumir segja miklu öruggari.
Einkaþjónustan er eðlileg Ieið framhjá opin-
beru kerfi sem er lamað af fjárskorti og
seinagangi. Stundum skortir einnig á að
neytandinn finni, að hann sé virtur eins og
venjulegur viðskiptavinur — traustið getur
stundum farið forgörðum í hinu opinbera
kerfi.
Eftirfarandi hugmyndir eru settar hér fram
sem tillögur til úrbóta á því ástandi, sem ríkir
á íslandi, og jafnframt tillögur til að gera
verðmætamatið i heilbrigðisþjónustunni mun
skýrara og auka ábyrgð einstaklingsins án
þess að taka frá honum mikilvægustu trygg-
ingar. Von mín er að slíkt gæti komið í veg fyr-
ir óþarflega dýrt heilbrigðiskerfi, sem kannski
er jafnframt ófullnægjandi.
1. Neytendur almennrar heilbrigðisþjónustu
utan sjúkrahúsa skulu greiða þekkt hlut-
fall af þeirri þjónustu sem þeir fá, hvort
sem um er að ræða lyf, læknaviðtöl,
rannsóknir, hjúkrun eða annað. Kæmi
þetta í stað hinna föstu gjalda sem nú eru.
Neytandi fengi þá skýra hugmynd um
raunverulegan kostnað. Þetta hlutfall
yrðu stjórnvöld á hverjum tfma að ákveða
t.d. milli 10 og 50%. Aldrað fólk, öryrkjar
og umfram allt börn ættu að greiða minna
gjald t.d. hálft eða þaðan af minna.
2. Sjúklingur sem útskrifast af sjúkrahúsi
færsundurliðaðanreikningyfirallankostn-
að við sjúkrahusdvöl sina. Um það hef-
ur verið deilt, hvort fólk eigi að greiða mat
sinn eða eitthvað meira dveljist það á
sjúkrahúsum.
Ef greiðslurkoma til greina ættu þær að
vera lágar, að minnsta kosti til reynslu, í
byrjun t.d. 5% fyrir venjulegt fullorðið
fólk, 3% fyrir aldraða, 2% fyrir öryrkja,
1% fyrir börn. Er þá jafnframt sann-
girnismál að öryrkjar og aldraðir missi
ekki tryggingabætur sínar eftir þriðja
mánuð á sjúkrastofnun eins og nú er. í dag
eru þessir tveir hópar þeir einu sem verða
að sjá af tekjum sínum til að greiða
sjúkrahúsdvöl.
3. Um áramót skal hver samlagsmaður fá
yfirlit frá Tryggingastofnun/Sjúkrasam-
lagi yfir kostnað við heilsugæslu sina eða
barna sinna yfir árið. Þar þarf að sundur-
liða annars vegar óhjákvæmilegan kostn-
að við heilsugæslu hvers borgara án tillits
til þess hvort hann hefur notað heilsugæsl-
una eða ekki og hins vegar það sem hann
kann að hafa notað sjálfur með þvi að leita
lækna, nota lyf og svo framvegis. Á þessu
yfirliti skal einnig koma fram hversu mikið
samlagsmaður hefur greitt í heilbrigðis-
trygginguna með sköttum sínum eða öðru
móti.
4. Áfast ofangreindum reikningi fá þeir sam-
lagsmenn nokkra fjárupphæð sem ekkert
hafa notað heilsugæsluna síðasta ár. Sú
upphæð mætti vera á bilinu 2-5 þúsund
krónur. Þeir sem hafa notað innan við t.d.
10 þúsund krónur úr hinum sameiginlega
sjóði fái fálfu minna. Aðrir fái ekkert
annað en reikning sinn greiddan og kvitt-
aðan og fá þeir greinilega mest.
Þessi upphæð má ékki vera svo mikil að