Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 123-6 123 Brynjólfur Jónsson SÝKINGAR í OLNBOGASLÍMSEKK AF VÖLDUM FRÁBRIGÐILEGRA MÝKÓBAKTERÍA ÚTDRÁTTUR Tilefni þessara skrifa eru, að árin 1980-1982 greindust á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þrjú tilfelli frábrigðilegra berkla í oln- bogaslímsekk (bursa olecranii). Við lækningu var beitt skurðaðgerðum og þriggja lyfja meðferð með góðum árangri. Slíkar sýkingar eru sjaldgæfar á íslandi, 34 tilfelli á 14 árum. Hafa ekki greinst í olnbogaslímsekk frábrigðilegar berklasýkingar fyrr, að því höfundi er kunnugt. Lungnasýkingar eru landlægar víða erlendis. Sýkingar í hreyfi- og stoðkerfi greinast nú oftar og víðar um heiminn, sérlega eftir að mönnum hefur tekist að ná tökum á hinum hefðbundnu berklum. Þýðing frábrigðilegra berkla fer því vaxandi. INNGANGUR Sýkingar í hreyfikerfi líkamans af völdum frábrigðilegra berklasýkla eru víðast hvar taldar afar sjaldgæfar (1-6). Einungis hefir verið lýst fáum tilfellum af sinaskeiða- og liðsýkingum og örfáum beinasýkingum til þessa. Flest tilfelli, sem heimildir geta eru frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Lungna- og eitlasýkingar af völdum þessara bakteria eru nokkuð algengari og eru landlægar í suður- hluta Bandaríkjanna, en tilfella er einniggetið í Englandi, Ástralíu, Hollandi, Japan og á Norðurlöndum, þar á meðal íslandi. Ætla sumir að frábrigðilegar berklasýkingar finnist alls staðar, þar sem hinn hefðbundni berklasýkill finnst (7). Langalgengastar eru þó sem fyrr sýkingar af völdum Mycobacte- rium tuberculosis, bovis og leprae, um það bil 70% allra berklasýkinga í Bandaríkjunum (6). Berklasýklum var fyrst lýst af Robert Koch árið 1882 en Max Pinner lýsti árið 1935 svokölluðum frábrigðilegum berklasýklum, Frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Barst ritstjórn 13/01 1985. Samþykkt til birtingar 20/01 1985. sem mynduðu áður óþekktar berklalíkar vefjaskemmdir við sáningu í tilraunadýr (4). Frá árinu 1950 hafa menn þróað aðferðir, sem gera kleift að þekkja og greina sýklafræði- lega um það bil 20 tegundir berklasýkla með góðri nákvæmni (6, 8, 9). Hefur það mikla þýðingu hvað varðar meðferð og sjúkdóms- horfur (9, 10). SJÚKRASAGA 1 Sjúklingurinn er 35 ára gamall iðnaðarmaður, sem hefur verið frískur á alla lund og ekki legið á sjúkrahúsi. Hefur ekki haft sár eða meiðst á olnboga. Á miðju ári 1980 byrjaði bólga og eymsli yfir hægri olnboga og síðar endurtekin vökva- samsöfnun. Leitaði hann heimilislæknis, sem meðhöndlaði þetta sem langvinna slím- sekkjarbólgu (student’s-elbow). Vegna endurtek- inna vökvasamsafnana voru gerðar endur- teknar ástungur og tæmingar og nokkrum sinnum stera- innspýtingar á tímabilinu ágúst til nóvember 1980, en án varanlegs árangurs. Ekki var gerð smásjárskoðun eða ræktun á innihaldinu, enda slíkt yfirleitt ekki venjan hérlendis í slíkum tilvikum. Þar sem sjúkdómurinn ágerðist heldur, var gerð excisio bursa olecranii síðla árs 1980. Skoðun fyrir aðgerðina sýndi 3 x 3 cm stóra vökva- fyllta bursa olecranii með léttum roða og hita í húð. Undir því var hersli og bjúgur í kring. Þá var blóðrauði 15,8%, sökk 3 og aðrar blóðrannsóknir og þvagpróf eðlileg. Rönt- genmyndir af olnboga og lungum voru eðli- legar. Við aðgerðina sást mikil bólga í kringum sekkinn og bandvefshersli, en inni í henni fíbrín-útfellingar og fituþykkildi (corpora orzoidea). Vefjagreining: Granulomatös bólga, ystingssvæði með histiocytum og Langhans-risafrumum í kring. Sýrufastir stafir sáust í sérlitunum. Þegarþessi niðurstaða lá fyrir, var gert Mantouxpróf, sem reyndist greinilega jákvætt, en á árum áður hafði það verið neikvætt. Sjúklingurinn var settur á þriggja lyfja berklameðferð, þegar sjúkdómsgreining lá fyrir. Vökvamyndun og bólga í skurðinum kom fram þrem vikum eftir aðgerðina og í þeim vökva sem þá var tæmdur út, sem og sýnum frá aðgerðinni, uxu einungis sýrufastir stafir, u.þ.b. 50 eyjar (kólóniur) í ársbyrjun 1981. Tegundagreining var gerð við Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn og reyndist hér vera á ferðinni Myco- bacterium kansasii. Bakterían var vel næm fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.