Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 155 greiddu T.R. og S.R. viðtöl ásamt rannsókn, en haustið 1983 var hætt að greiða viðtölin og skömmu síðar algerlega hætt að greiða reikn- inga Hrafns. Af þessum sökum neyddist hann til að loka stofu sinni vorið 1984. Að áliti stjórnar L.R. var hér um gróft samningsbrot að ræða af hálfu TR/SR. Reynt var að ná samkomulagi og leit út á tímabili, sem það væri í sjónmáli. í maí 1984 kom tilboð til Hrafns frá TR/SR, þar sem T.R. bauð endurgreiðslu á 44% af reikningunum, en S.R. 46%. Að sjálfsögðu var ekki hægt að fallast á slík tilboð, og var þess nú óskað, að málið færi í gerðardóm. Ýmissa ástæðna vegna dróst úr hömlu, að dómurinn tæki til starfa, en úrskurðar mun skammt að bíða nú. Ágreiningur um túlkun númerasamnings. í samningi um heimilislæknishjálp frá 1982 er kveðið á um, að þegar verulegur heimilis- læknaskortur sé, geti stjórnir S.R. og L.R. sameiginlega ákveðið að úthluta nýjum lækni, sem tekur upp heimilislækningar sem aðalstarf, allt að 900 læknislausum sam- lagsmönnum. Hefð hafði myndast um fram- kvæmd, en í byrjun síðasta árs færðist stjórn S.R. undan því að uppfylla þetta atriði gagnvart Halldóri Jónssyni, sem þá hóf störf sem heimilislæknir í borginni. Taldi stjórn S.R., að ekki væri um heimilislæknaskort að ræða í Reykjavík. Tryggingaráð fór þess á bréflega við stjórn S.R., að hún endurskoðaði afstöðu sína í þessu máli. Eftir talsvert þóf náðust loks sættir í málinu milli stjórna S.R. og L.R. í nóvember 1984. Örorkumatsnefnd. Að beiðni trygginga- yfirlæknis hefur stjórn L.R. kynnt sér frum- varp til laga um breytingu á almannatrygg- ingalögum, þar sem gert er ráð fyrir málskots- aðila varðandi örorkumat. Beðið var um umsögn stjórnar L.R., sem hér fer á eftir: »Mat á örorku hlýtur ávallt að vera læknisfræðilegt og ekki á færi annarra en lækna að framkvæma slíkt mat. Stjórn L.R. telur þess vegna eðlilegt, að örorkumatsnefnd sé skipuð læknum að meiri hluta. Fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis yrði þannig að veralæknir. Hins vegar er sjálfsagt, að heildarsamtök öryrkja hafi tilnefning- arrétt í örorkumatsnefnd. Stjórn félagsins er hlynnt því, að málskotsaðila eins og frum- varpið gerir ráð fyrir sé komið upp, enda verði meiri hluti skipaður læknum eins og að framan greinir.« Frumvarpið náði ekki afgreiðslu á seinasta þingi, en mun væntanlegt í vetur. Skólaskoðanir íKópavogi. Um langt skeið hefur verið greitt samkvæmt samningi um skoðanir á skólabörnum um allt land. Vorið 1984 voru niður felldar greiðslur fyrir þessar skoðanir í Kópavogi einum staða. Yfirvöld menntamála telja skólaskoðanir vera í verka- hring heilsugæzlulækna og eigi ekki að greiðast sérstaklega. Þetta stangast á við hefð og umsamda gjaldskrá og gildandi samning L.f. og fjármálaráðherra. Greiðslur hafa verið tryggðar fyrir yfirstandandi skólaár, en málið er að öðru leyti hjá L.Í., sem ritaði ýtarlegt bréf til ráðuneyta um þetta mál, án þess að formleg svör hafi borist. Mál Keflavíkur/ækna. Eftir að ný heilsu- gæzlustöð tók til starfa í Keflavík vorið 1984, voru felldar niður þær greiðslur, sem tíðkast höfðu fyrir vaktir, svipað og í Reykjavik og greitt fyrir eins og í héruðum út um land. Læknar vildu ekki una þessu, og töldu þeir, að um samningsrof væri að ræða og vísuðu til 9. gr. samnings um heimilislæknishjálp. Þar stendur: »Vaktafyrirkomulagi í Reykjavík og nágrenni skal hagað með sama hætti og verið hefur, þar til samningsaðilar hafa samið um annað.« Læknar í Keflavík lögðu niður vaktina 18.- 19. september, en frestuðu síðan frekari aðgerðum, meðan samningar voru reyndir. Framkvæmdastjóri læknafélaganna og for- menn L.Í., L.R. og F.Í.H. sátu marga fundi með fulltrúum T.R. og fjármálaráðuneytis. Samkomulag náðist við T.R. um að greiða læknum í Keflavík héraðsvaktir á sama hátt og áður tíðkaðist til 1. desember 1984. Eftir 1. desember skyldi greitt samkvæmt samningi, sem læknafélögin gerðu við fjármálaráðu- neyti. Lofað hefur verið óbreyttri greiðslu fyrir desember, en nýr samningur hefur ekki verið gerður. Byggingamál Domus Medica. Stjórn Domus Medica hefur á prjónunum áform um að byggja frekar á lóðinni við Egilsgötu 3 og þá i samvinnu við L.í. og L.R. Einnig eru uppi áform um nýtingu lóðarinnar á horni Egilsgötu og Snorrabrautar, en þeirri lóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.