Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 60
154 LÆKNABLAÐIÐ uppákomum, þar sem læknar fluttu tónlist, samda af læknum og sungu lög eftir lækna. Tónlistarstjóri var Magnús Jóhannsson og söngstjóri Hallgrímur Magnússon. Að kvöldi 20. október bauð heilbrigð- isráðherra til kokdillis að Borgartúni 6 í samkomusal ráðuneytisins. Þar var síðan haldið afmælishóf L.R. og stóð það frameftir nóttu. Veizlustjóri var Örn Smári Arnalds- son. Ávörp fluttu formaður L.R., Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra, Davíð Odds- son, borgarstjóri, formaður L.Í., Þorvaldur Veigar Guðmundsson, sem færði að gjöf frá L.í. málverk eftir lækna, annað eftir Guðmund Bjarnason, en hitt eftir Nikulás Sigfússon. Sigursteinn Guðmundsson, færði blóm frá Læknafélagi Norðvesturlands, Úlfur Ragnarsson flutti kvæði fyrir minni kvenna og Brynleifur H. Steingrímsson færði L.R. málverk frá Læknafélagi Suðurlands. Ýmsar fleiri gjafir og kveðjur bárust, sem ekki verða raktar hér. Páll Ásmundsson söng snjallan afmælis- brag. Gunnar Herbertsson og Hrafnkell Óskarsson fluttu læknabrag í »kántrístíl«. Að loknu borðhaldi var stiginn dans. Hófið sóttu um 230 manns. Alla afmælishátíðina var húsfyllir. Listaverkasýningin í Domus Medica var opin almenningi sunnudaginn 21. október og var vel sótt, þrátt fyrir að verkföll hömluðu kynningu. Páll Kolka tók að sér á sínum tíma að skrifa sögu L.R. og var kominn í nokkurn gang með gagnasöfnun, þegar hann lézt. Fjölskylda Páls hefur tekið því vel, að reynt verði að hafa upp áþessumgögnum. Örn Smári Arnaldsson hefur tekið að sér ritstjórn á sögu félagsins, sem reynt verður að gefa út á árinu 1985. Árshátíð L.R. Árshátíð L.R. var haldin að Hótel Sögu, Lækjarhvammi, þann 19. janúar 1985, og var húsfyllir. Heiðursgestir voru heiðursfélagar L.R. og kandidatar frá 1940, þeir Ólafur Bjarnason, Þórarinn Guðnason og Þórður Oddsson. Veizlustjóri var Örn Bjarnason. Gjaldkeri L.R., Guðmundur I. Eyjólfsson flutti ávarp. Ræðumaður kvölds- ins var Þórarinn Guðnason. Læknar af Borgarspítala, þeir Ásgeir Böðvarsson, Einar Thoroddsen og Gestur Þorgeirsson sungu. Að lokum var stiginn dans. Þótti þetta hin ágætasta skemmtun. Móttaka fyrir lœknakandidata. Móttaka fyrirlæknakandidata var haldin30. maí 1984. Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum, að stjórnir L.í. og L.R. hafa efnt til móttöku fyrir nýútskrifaða læknakandidata frá Háskóla íslands. Formenn L.Í., L.R. og F.U.L. og framkvæmdastjóri hafa kynnt starfsemi félaganna og sjóða á þeirra vegum. Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna L.R. og Lyfjafræðingafélags íslands var haldin 27. desember og tókst hið bezta. Önnur mál Heilsugœziustöðvar í Reykjavík. Tvívegis hefur verið ákveðinn svonefndur D-dagur, þegar breytt skyldi yfir í kerfi heilsugæzlu- stöðva í Reykjavík í samræmi við heil- brigðislög. Seinast var D-dagur ákveðinn 1. janúar 1984, en jafnframt skyldi þeim heimil- islæknum, sem þess óskuðu, gert kleift að starfa á eigin stofum. í samningi um heimilislæknishjálp utan heilsugæzlustöðva, frá 10. apríl 1984 var númerakerfið fellt niður. Læknar fengu fast- ar greiðslur svipaðar launum heilsugæzlu- lækna og styrk til að reka stofu, en skyldu nota taxta heilsugæzlulækna. Mikil óvissa ríkir um framtíð heimilislækna i Reykjavík. Breyttir pólitískir vindar blása, og mikil umræða er um að skapa læknum tækifæri til að reka eigin stofur. Heilsugæzlulæknar eru mjög óánægðir með kjör sín, og hafa 90% þeir sagt lausum stöðum sínum. Um 60% heimilislækna utan heilsugæzlustöðva hafa sagt upp störfum sínum fyrir sjúkratryggingar. Heimilislæknislausir eru 20 þúsund íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins. Nánast engin nýliðun hefur orðið í heimilislækningum í Reykjavík á undanförnum árum, og talar það sínu máli. Fáist ekki skjót og róttæk bót á kjörum og aðstöðu þeirra, sem heimilis- lækningar stunda, stefnir í algert óefni. Það er siðferðileg skylda allra lækna styðja baráttu heimilislækna á allan hátt. Þetta er barátta okkar allra. Cerðardómsmál. Vorið 1983 opnaði Hrafn V. Friðriksson lækningarannsóknastofu í sérgrein sinni, meinalífeðlisfræði (klinisk fy- siologi). Meðal annarra rannsókna voru gerðar lungna-, hjarta- og blóðrásar- rannsóknir við stigvaxandi áreynslu. í fyrstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.