Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 50
146 LÆKNABLAÐIÐ Einn er sá þáttur í fari nútímamanna, sem öðrum fremur býður heim hættunni á sið- blindu. Hanner fólginn í þeirri tilhneigingu að miða sem flesta hluti við sjálfa sig. Það er margt í nútímasamfélagi, sem ýtir undir þessa tilhneigingu og hún tekur á sig margar myndir. Ein jákvæðasta hlið hennar birtist í baráttu fólks fyrir auknu frelsi og réttindum. Fólk vill fá að ráða sér sjálft, ákveða sjálft hvað það gerir úr lífi sínu, ekki láta segja sér fyrir verkum, ekki láta aðra taka ákvarðanir fyrir sig. Það vill ráða sjálft hvaða verð- mætum það sækist eftir, hvaða reglum það fylgir í breytni sinni. Það hafnar öllum siða- postulum sem vilja kenna því, í hverju dygðugt líferni er fólgið, hvernig það fái best varið lífi sínu. Það hafnar kennivaldi klerka og kirkju, kennara og kennimanna, hverju nafni sem þeir nefnast. Fólk vill sem sagt ekki, að aðrir segi því, hvernig það eigi að haga sér. Það vill ákveða það sjálft. Ég endurtek, að þessi frelsis- og réttinda- barátta er í eðli sínu jákvæð, a.m.k. að svo miklu leyti sem hún er barátta gegn þeirri kúgun eða valdbeitingu sem viðgengist hefur. En þessi áhersla á frelsi og réttindi er hins vegar tvíbent vegna þess að hún eykur hættuna á því sem ég hef nefnt siðblindu: Hættan er fólgin í að hrapa að þeirri ályktun, að mannlegt frelsi sé fólgið í því, að geta ákvarðað hvað sé rétt og hvað sé rangt, að það sé á valdi einstaklingsins að ákvarða hvað skipti máli í lífinu og hvað ekki, jafnvel hvort lífið skipti yfirhöfuð máli, hvort heldur eigið eða annarra. Þessi hugsunarháttur ógnar siðferðinu eða réttara sagt ýtir undir sundrungu þess. Ef mælikvarðar á rétt og rangt í siðferðilegum efnum eru ákvörðunaratriði hvers og eins, þá erum við bersýnilega í sífelldri lífshættu hvert fyrir öðru. Við getum að sjálfsögðu reynt, að komast að samkomulagi um það, að halda friðinn, en við höfum aldrei neina tryggingu fyrir því, að hann verði haldinn. Er rétt eða rangt að halda frið, sem menn hafa samið um að halda? Hver segir að það sé rétt að halda samninga? Er slíkt ekki einfalt ákvörðunar- atriði hvers og eins? Það blasir við af þessu dæmi, að annaðhvort eru til reglur, sem segja okkur hvað sé rétt í samskiptum manna og breytni — og þá erum við háð þessum reglum, hvað svo sem við höldum eða ákvörðum sjálf — eða engar slíkar reglur eru til og jafnvel þó að við byggjum þær til, þá gætum við ekki reitt okkur á þær. Annaðhvort erum við siðferðis- verur eða við erum það ekki. Hér erum við komin að upphafsstað siðfræðinnar: Siðferðið er veruleiki sem við erum háð og heyrum til, rétt eins og náttúran er veruleiki, sem við erum háð og heyrum til. Nú hafa menn vissulega lagt stund á siðfræði jafnlengi og menn hafa lagt stund á náttúrufræði. Þó er eins og menn eigi ævinlega í meiri erfiðleikum með að átta sig á þessum veruleika, sem siðferðið er. Þetta stafar af því, að siðferðið nemum við ekki með sama hætti og við nemum náttúruna. Siðferðið er veruleiki í mjög svipuðum skilningi og tungumálið. Við vitum að tungumál er, til vegna þess að við tölum saman og við vitum að siðferðið er til vegna þess að við breytum hvert gagnvart öðru. Reglur tungumáls og reglur siðferðis eru líka að ýmsu leyti hliðstæðar. í fyrsta lagi þá brýtur fólk iðulega þessar reglur af slysni, vanþekkingu, ásettu ráði eða kæruleysi. Reglur eða lögmál náttúrunnar getum við ekki brotið með sama hætti, þó að við höfum margvísleg áhrif á náttúruna. í öðru lagi kunnum við reglur tungumáls og siðferðis og hlítum þeim, löngu áður en við gerum okkur það ljóst; sannleikurinn er sá að þær eru okkur aldrei nema að hluta ljósar og langt nám í siðfræði eða málfræði dugar ekki til að skýra þær til fullnustu. í þriðja lagi taka þessar reglur hægfara breytingum, ef þær eru þá ekki óbreytanlegar. í fjórða og síðasta lagi virðast reglur siðferðis og tungumáls ólíkar frá einu samfélagi til annars, a.m.k. á ytra borði. Breytileiki tungumála virðist raunar miklu meiri en siðferðisins: Hvarvetna rekumst við á sömu megindygðir og lesti: Heiðarleiki, hóf- semi og hugprýði, eru t.a.m. alls staðar viðurkenndar dygðir. Ég vona að mér hafi nú tekist að varpa örlitlu ljósi á þann veruleika sem siðferðið er og siðfræðin fjallar um. Til hægðarauka má greina þennan veruleika í fjóra meginhluta: 1) Verðmæti sem talin eru eftirsóknarverð í sjálfu sér. Dæmi: lífið sjálft, vinátta, skilningur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.