Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 46
144 LÆKNABLAÐIÐ tönn rúma öld. Ekki er þó pilocarpin laust við alla ókosti. Samdráttur sjónstillingarvöðva veldur yngra fólkinu oft sjóntruflun og jafnvel verkjum og þrenging ljósops dregur úr ljósmagni er til sjónu berst, sérstaklega hjá fólki með byrjandi ellidrer. Þess vegna var tilkomu timolols vel fagnað þegar það kom á markað sem augndropar enda í mörgum tilvikum áhrifamikið og að Iangmestu Ieyti laust við staðbundnar aukaverkanir. Ekki er timolol þó augnþrýstingslækkandi hjá öllum glákusjúklingum og í sumum tilfellum þar sem verkun er góð í upphafi virðast áhrif hverfa eftir nokkurn tíma. Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með þessum sjúklingum fyrstu mánuði lyfjanotkunar. Langtíma áhrif timo- lols á þróun gláku eru auk þess ekki þekkt. Það er einnig margfalt dýraraenpilocarpin. Þriðja mest notaða glákulyfið er acetazolamid, 13.4% af heildar glákulyfjanotkun sam- kvæmt könnuninni. Yfirleitt er acetazolamid notað með öðrum glákulyfjum. Það er illa fallið til langtímanotkunar vegna mikilla aukaverkana. Notkun acetazolamids er minnkandi á íslandi (sjá 3. mynd), en er samt hlutfallslega mest hér á Norðurlöndum. Þegar borin er saman notkun glákulyfja á Norðurlöndum, samkvæmt söluskýrslum (sjá 2. mynd) kemur í ljós æðimikill munur á heildarnotkun. Minnst notkun er í Danmörku og Finnlandi um 5 DDD/1.000 íbúa/dag og stendur nánast í stað, en mest i Noregi og Svíþjóð um 12-15 DDD/1.000 íbúa/dag og vaxandi. Glákulyfjanotkun á íslandi er nálægt miðju um 8 DDD/1.000 íbúa/dag og heldur vaxandi vegna aukinnar notkunar pilocarpins og timolols, þótt dregið hafi úr notkun acetazolamids (sjá 3. mynd). Ekki kunnum við neina einhlíta skýringu á þessum mikla mun á milli landa þar sem algengi gláku er nánast það sama á Norðurlöndum (4). Vist er þó að mismunindi aldursdreifing í þjóðfé- laginu skýrir hann að hluta. Einnig má vera Svíar og Norðmenn fylgi betur fyrirmælum um lyfjanotkun en íslendingar eða fleygi e.t.v. fleiri hálfnotuðum dropaglösum en aðrir. Víst er að tíðni glákuaðgerða hefur mikið að segja í þessu sambandi. Ekki var byrjað að meðhöndla gláku með leysigeislum (Argon Laser Trabeculoplastic) á þeim tíma sem uppgjörið er frá. Töflur III-VI þurfa lítilla skýringa við. Rétt er þó að leggja áherzlu á að ekki er í öllum tilvikum auðvelt að ákvarða hvert aðallyf sjúklings er þegar um samsetta lyfjameðferð er að ræða. Hér var sú leið farin að telja timolol aðallyf þegar pilocarpin og timolol voru notuð samtímis enda nota flestir, sem aðeins eitt Iyf nota, timolol. Timolol og/eða pilocarpin eingöngu nota 837 sjúklingar (myndir 6-10). Einnig má sjá að samsetning Iyfjameðferðar er ekki óeðlileg miðað verk- unarhátt lyfjanna. Sem þriðja lyf í samsettri lyfjameðferð er acetazolamid mest notað. Að lokum viljum við leggja á það áherzlu að lyfjameðferð hægfara gláku á íslandi sé bundin fáum lyfjum samanborið við nágrannaþjóðir en það er ótvíræður kostur. SUMMARY Glaucoma in Iceland The use of glaucoma drugs In order to ascertain which medicines, and in what combinations, have been used to treat glaucoma in Iceland, all prescriptions issued during the month period, September 1981 through February 1982 were examined, covering 1.443 glaucoma patients, of whom 708 were men and 735 women. By far the commonest drugs prescribed were pilocarpi- ne (38%) and timolol (34%); 720 or 88% used one or the other of these drugs. Acetazolamide use ranked third (13%). Two or more drugs were used by 622 patients (43.1%). The greatest number of these (215) used both pilocarpine and timolol, or one of these in combination with another drug (346). Additionally, there is a tendency to prescribe stronger drops even though weaker drops of the same medication would generally be equally effective. Importers’ sales statistics forglaucomadrugsfor 1981- 1983 were also studied and the results compared to the equivalent information from the other Scandinavian countries. It is interesting to note how little glaucoma medicine was used in Iceland. The use of glaucoma drugs among Icelanders turned out to be slightly under the average for Scandinavia, of 8 defined daily doses per 1.000 inhabitants per day. In addition, the use of acetazolamide in Iceland is diminishing, although it is more often prescribed than in the other Scandinavian countries. HEIMILDIR 1) Björnsson G, Viggósson G, Ingvason JG. Gláka á íslandi 1. grein: Algengi hægfara gláku 1982. Læknablaðið 1984; 70: 121-9. 2) Nordisk Lákemedelsstatistik, upplýsingar frá Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. 3) Ingvason JG, Viggósson G, Björnsson G. Gláka á íslandi 4. grein: Mat á gildi lyfjakönnunar til faraldsfræðilegrar rannsóknar á hægfara gláku. Læknablaðið 1984; 70: 221-4. 4) Björnsson G, Viggósson G, Ingvason JG. Gláka á íslandi 2. grein: Samanburður á algengi gláku á íslandi og í grannlöndum. Læknablaðið 1984; 70: 156-9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.