Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 145-9 145 Páll Skúlason SIÐFRÆÐI OG SIÐAREGLUR HEILBRIGÐISSTÉTTA i. í þessu erindi mun ég reifa fáein atriði, sem lúta að eðli siðareglna og þeim mikla áhuga, sem ýmsar starfsstéttir, og þá einkum heil- brigðisstéttir, hafa sýnt á því að koma sér upp slíkum reglum. Þessi áhugi er í sjálfu sér ærið umhugsunarefni. Þó að læknar eigi sér æva- fornar siðareglur, þá hefur umræðan um siðareglur bæði meðal lækna og annarra stétta stórlega aukist á síðari tímum; íslenskir sálfræðingar eru t.d. nýlega búnir að koma sér upp bálki af siðareglum. Hver er ástæðan? Svarið við þessu virðist mér flóknara, en ætla mætti við fyrstu sýn. Algengast er að nefna þau rök, að nútimatækni hafi svo mjög aukið vald manna yfir lífinu, að ótal ný siðferðileg vandamál hafi risið, sem menn fá ekki leyst í ljósi gamalla siðareglna. Sem dæmi mætti nefna ýmsar spurningar, sem vakna vegna tæknifrjóvgunar, flutning á líffærum eða á erfðaefnum. Önnur dæmi lúta að kostnaðarhlið ýmissa aðgerða eða ráð- stafana, sem við höfum bæði tæknilega getu og kunnáttu til að framkvæma. Er réttlætan- legt að gera meira fyrir einn hóp sjúklinga en annan? Ég forðast að nefna dæmi, því að slíkt gæti einungis valdið misskilningi og vakið upp hagsmunadeilur á milli stuðningsmanna ólíkra hópa. Vandamál af þessu tagi eru auðvitað ekki einkennandi fyrir heilbrigðis- kerfið, heldur má finna þau hvarvetna i þjóðfélaginu þar sem velja þarf á milli hagsmuna ólíkra hópa, t.d. á milli barna og ellilífeyrisþega. Það er vissulega rétt að aukinn máttur manna til að ráða framúr ýmsum vandamál- um sem áður voru óviðráðanleg hafa getið af sér ný siðferðileg úrlausnarefni, ný verkefni til að greiða úr og taka ákvarðanir um. En þetta er ekki nema önnur hlið málsins. Hin hliðin lýtur að siðgæði fólks og siðferðis- vitund almennt. Upphaflega flutt sem erindi á ráðstefnu um siðareglur heil- brigðisstétta 4. maí 1984. Barst 10/01/1985. Samþykkt til birt- ingar16/01/1985. Áhuginn á siðareglum, á umræðum um siðfræði og um siðferðileg vandamál, virðist óneitanlega standa í nánum tengslum við vissa upplausn i siðferði, vissa lausung í hugsun manna um siðferðileg efni, þ.e.a.s. efni sem varða verðmæti og gildi, dygðir og lesti, réttindi og skyldur, rétt og rangt í hegðun og hugsun. Áhuginn á siðareglunum virðist sprottinn af viðleitni til að stemma stigu við þessari lausung og miða að því að efla siðferðiskennd og ábyrgð. Þetta eru vonandi sjálfsögð sannindi og svo augljós að ykkur kann að virðast óþarft, að eyða orðum að þeim. En einmitt vegna þess hve sjálfsagt og augljóst þetta er, þá hættir okkur kannski til að gleyma því að þetta er kjarni málsins. Siðareglurnar eiga að gera okkur að betri siðferðisverum. Það er eini tilgangur þeirra. Sú staðreynd að við skulum gefa okkur tíma til þess að ræða þessi mál, þótt ekki sé nema eina dagsstund, gefur vísbendingu um að við teljum okkur þurfa að bæta siðferði okkar, reyna að vera betri manneskjur. Þar með er ég auðvitað ekki að segja að við séum upp til hópa siðspillt eða siðlaus. Sú upplausn eða lausung sem óneitanlega setur vissan svip á hegðun og hugsun nútímafólks tengist miklu fremur því, sem nefna má siðblindu, blindu á rétt og rangt, blindu á eiginleg verðmæti og dygðir. Það er fremur fátítt að fólk breyti vísvitandi gegn betri vitund, breyti ranglega eða sýni óréttlæti af ásettu ráði. Hitt er miklu algengara að menn loki augunum fyrir réttu og röngu, missi sjónar á réttlætinu. Raunar má færa ýmis rök fyrir því, að slík siðblinda sé undanfari þess sem með réttu má nefna siðspillingu eða siðleysi. Þess vegna er siðblindan í sjálfu sér miklu alvarlegri en sá breyskleiki, sem felst í því, að breyta gegn betri vitund. Sá sem brýtur gegn betri vitund fær samviskubit og hann losnar ekki undan sektinni, fyrr en hann bætir ráð sitt. Sá sem lokar augunum fyrir réttu og röngu getur orðið samviskulaus og jafnvel ómennskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.