Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 125 reyndust þeir hafajákvæðásvörun við Manto- ux-próf. Athyglisvert var, að tveir þeirra, (sjúkrasögur 1 og 3) höfðu áður endurtekið svarað neikvætt. Er það samkvæmt berkla- skýrslum Heilsuverndarstöðvar Akureyr- ar. Allir höfðu þeir fengið hormónainndæl- ingar í hið sjúka svæði nokkru áður en greining var gerð. í öllum tilfellum varð einungis um tímabundinn bata að ræða. Enginn varð greinilega verri við þá meðferð. Samband milli staðbundinnarinndælingar nýrnahettubarkarhormóna og sýkingar er þekkt og hefur verið kannað bæði með tilliti til beinnar sýkingar við inndælingu og smits blóðleiðina á stað með tímabundna minnkun á sýkingarviðnámi (1, 2). Kelly, Dorff og Godwin hafa allir meðal sinna tilfella af frábrigðilegum berklum í stoð- og hreyfikerfi einstaklinga, sem fyrir greiningu höfðu fengið hormónainndælingar. Betur er þekkt sam- band alhliða hormónameðferðar og berkla af öllum gerðum, þó sérstaklega lungnaberkla. Á það einnig við um ofneytendur áfengis og eiturlyfja og sjúklinga með langvarandi sjúkdóma. Greinst hafa erlendis frábrigðilegir berkla- sýklar í berkju- og magavökva heilbrigðra einstaklinga, en slíkt er með öllu ókannað hérlendis (6, 7). Flestum tilfellum af slíkum sýkingum utan lungna og eitla hefur fram að þessu hinsvegar verið lýst sem frumsýkingum án yfirliggjandi sárs eða undanfarandi aðgerðar eða inndælingar, flest á fólki yfir miðjan aldur. Þettaer þó ekkióþekkt hjá ungu fólki, jafnvel börnum. í nýrri yfirlitsgrein um staðbundna hor- mónameðferð, er ekki talið að hún hafi í för með sér aukna tíðni neins konar sýkinga, hvað þá frábrigðilegra berkla (11). Við könnun á algengi frábrigðilegra berkla á íslandi kemur í ljós, að 34 tilvik eru skráð frá árinu 1970, þar af 15 tegundagreind (12). Sex tilfelli eru með Mycobacterium avium intra- cellulare, öll úr eitlum á hálsi eða hráka, en einungis þrjár greiningar eru af Mycobacteri- um kansasii, tvær úr olnbogaslímsekkjum og ein úr hálseitli (1983). Þessar tvær tegundir eru langalgengastar erlendis úr þessum sýkla- flokki (9). Allir sjúklingar hérlendis, sem greindir hafa verið, hafa haft sýkingarein- kenni. Meðferð er af flestum talin erfið vegna myndunar Iyfjaónæmis bakteríanna, annaðhvort frá byrjun eða slíkt myndast þegar meðhöndlun fer fram. Við sýkingar í hreyfikerfi og í eitlum, sem grunnt liggja, er talið best að nema á brott sem mest af sýktum vef og gefa síðan lyf (1, 9). Næmispróf er auðvitað sjálfsagt, en sýnt hefur verið við umfangsmiklar athuganir, að á það er ekki alveg treystandi vegna ósamræmis í in vivo og in vitro prófunum (6, 9). Lyfjameðferðin, sem notuð vará Akureyri, Myanbútól 15 mg/kg/dag, Rifapicín 600 mg/dag og Ízóníazíð 300 mg/dag í töflu- formi, er sú, sem helst er mælt með við frábrigðilegar berklasýkingar utan lungna (6, 9, 10). Þrír fjórðu til 90 af hundraði sjúklinga svara henni á 2-3 mánuðum. Mælt er með endurteknum ræktunum og meðferð allt að einu og hálfu ári eftir síðustu jákvæðu ræktun. Sé svörun Iéleg skal breytt til annarra lyfja eða annarrar samsetningar berklalyfja. Sérstakar þakkir eru færðar Gauta Arnþórssyni, yfirlækni Handlæknisdeiidar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, fyrir samstarf við meðhöndlun og greiningu sjúklinga og ábendingar við samningu greinarinnar. SUMMARY During the 18 month period from December 1980 to May 1982 three cases of infection of the olecranon bursa with atypical mycobacteria (kansaii and szulgai) were diag- nosed and treated in a Surgical department of a District General Hospital in northern Iceland. They were all treated successfully by excision of the infected bursa and antituberculous drugs (triple-drug) postoperatively for a total period of 12-18 months. Infections with these agents areextremely uncommon in Iceland, only 34cases having been recorded since 1970 when atypical mycobacteria were cultured for the first time in this country. Review of the available litterature did not disclose earlier reports of infections of the olecranon bursa with these agents and relatively few infections of the musculoseceletaæ system generally. The clinical picture in the present series was indistinguistable from the so called »student’s-elbow« Diagnosis was by histological examination of the excised tissue and culture. HEIMILDIR 1) Dorff GJ, Fredrichs L. Musculoskeletal Infections Due to Mycobacterium Kansasii. Clinical Orthopae- dics and Related Research; 1978; 136: 244-6. 2) Kelly PJ, Weed LA, Lipscomb PR. Infection of Tendon Seaths, Bursae, Joints and Soft Tissues by Acid-Fast Baccilli Other than Tubercle Baccilli. J Bone Joint Surg 1963; 2: 327-36. 3) Jakschik M. Infektionendurchsogenannteatypische Mykobakterien. Infektion 7; 1979; supp. 2: 211-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.