Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 56
150 LÆKNABLÐIÐ 1985; 71: 150-1 V * /4f * Árni Björnsson TÓMSTUNDAGAMAN I J HESTVAL Undanfarið hefur það verið árvisst að með jólabókaflóðinu berst a.m.k. ein bók um hestamennsku. Allt hafa þetta verið ágætar bækur skrif- aðar af góðum fagmönnum. Þær hafa þó haft þann annmarka að vera fagbækur skrifaðar af fagmönnum og því aðallega höfðað til fagmanna. Lengi hefur vantað bók fyrir hina minni spámenn í hestamennsku sem helst væri skrifuð af einum hinna minni spámanna. Hér verður birtur kafli úr óskrifaðri bók um hestamennsku. Sökum verkfalls bóka- gerðarmanna með meiru verður bók þessi ekki metsölubók í ár, en kaflinn fjallar um hestval. Það er upphaf hestamennsku að eignast hest, því hestlaus maður verður ekki hesta- maður, þó hann geti verið reiðmaður. Hesta er hægt að eignast á ýmsan hátt en algengast er að kaupa sér hest. Hestval er næstum eins vandasamt og makaval. Sá er þó munur á að mislukkaðan hest er hægt að selja öðrum eða til slátrunar. Enn er sá munur á að að makavali standa menn oftast einir og eiga kannski ekki margra kosta völ, en ef það fréttist að einhver sé að leita sér að hesti einkum, ef það er hald manna að hann eigi peninga eignast hann fljótlega fjölda ráðgjafa. Allir fullyrða þeir að þeir eigi eða viti af hestinum, sem sé við hæfi hins verðandi hestamanns og aðrir fáist ekki betri. Við hestval eins og makaval er æskilegt að reiðskjóti og reiðmaður hæfi hver öðrum. Þetta krefst mikillar sjálfsþekkingar af hálfu hins tilvonandi hestamanns því til hins sama verður varla ætlast af hestinum, en hestar geta Erindi upprunalega flutt á fræðslufundi um tómstundaiðju lækna í tilefni 75 ára afmælis L.R., en breytt nokkuð að smekk hestamanna til flutnings á skemmtifundi hjá hestamannafélaginu Fáki. lært að þekkja knapann og sú þekking getur á stundum haft örlagaríkar afleiðingar. Við hestval ber að taka tillit til tveggja meginatriða, annarsvegar útlits þ.e.a.s. hests- ins. Útlit hestamannsins skiptir hestinn venju- lega litlu máli, hins vegar eiginleikar og þá aðallega eiginleikar hestsins. Byrjum á útlitinu: Hrossalitir og Iitbrigði eru margvísleg. Sumir segja að litur hestsins skipti ekki máli. Það er rangt. Fagur Iitur er prýði á hverjum hesti svo er gott að liturinn sé áberandi, eða með sérkennum sem gera hestinn auðþekktan. Hent hefur það glögga menn að þekkja ekki að hausti hestinn, sem þeir keyptu að vori. Flestum mun kunnugt að hestar hafa fjóra fætur, sem hver endar i einum hóf. Hófurinn á, að snúa fram, halla hæfilega og vera sléttur og ósprunginn. Fætur skulu vera beinir með hæfilega gildum leggjum og sverum liðum. Höfuð skal vera beinabert með fram- stæðum, snöggum og kvikum eyrum, björt- um vökulum augum, flenntum þunnum nösum og fínlega skornum munnvikum. Það skal borið á grönnum reistum hálsi vel mörkuðum frá skásettum bógum. Bakið á að vera næsta beint hæfilega langt og enda í mjúkri lend, sem vekur löngun til að strjúka, svo skal og kviður vera þrýstinn þó mjúkur og ávalur. Samræmi í byggingu er það, ef hlutföll milli útlitsþátta eru rétt og þá er hestur fagur yfirlitum. Stærðin er smekksatriði en óþægi- legt er að reka tærnar í jörðina af hestbaki og ekki er þægilegt að reiða bakþúfu. Telji maður útlit væntanlegs reiðskjóta viðunandi er vert að kanna eiginleikana. Best er þá að hafa hestinn í nokkru aðhaldi t.d. gerði. Gjói hesturinn augum útundan sér og leggi kollhúfur, þegar tilvonandi eigandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.