Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Síða 11

Læknablaðið - 15.08.1985, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 195 Kvöld Svefnmál Rismál Morgunn Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun Mynd 2. Svefnmál og rismál eftir vikudögum, reiknuð sem meðaltal hópsins, sýnt með hvítum hring á súluritinu. Súlurnar tákna eitt staðalfrávik. að sofna á kvöldin, töldu 10% sig eiga fremur erfitt með það og 1,4% mjög erfitt. Þannig virðist 11.4% fólks eiga í teljandi erfiðleikum með að sofna á kvöldin. í símakönnun Hagvangs kom fram að 10% þeirra sem svöruðu eiga í erfiðleikum með svefn og hlutfallslega helmingi fleiri konur en karlar. Tíðni svefnerfiðleika var þar minnst á aldrin- um 25 til 39 ára, en mest meðal þeirra sem voru 60 ára og eldri, en 20% þeirra sögðust eiga í erfiðleikum með svefn. Ekki er síður mikilvægur sá hópur sem telur sig sofa of mikið, en í þessum hópi er að líkindum fólk með ýmsar tegundir ofsyfju- sjúkdóma. Óværð var breytileg eftir aldri og reyndist meðalóværð haustið 1982 vera 21,7 mínútur. Mynd 5 sýnir óværð miðað við aldur og fór hún vaxandi með aldri eins og við var að búast. Spurningunni »Hversu vel hvíldur ertu þegar þú vaknar á morgnana?« svöruðu 38% Prósent Svefntími Mynd 3. Meðalsvefntími haustið 1982 ogsumarið 1983, reiknaður sem tíðnihlutfall í 15 mínútna þrepum. vel, 53% sæmilega, 6% ekki hvíldur og 3% ekki vel hvíldur. Líklegt er, að í síðustu tveimur hópunum sé að finna þá sem þjást af ofsyfjusjúkdómum, svo sem kæfisvefni, auk þeirra sem svefnleysi hrjáir. Svefnlæti. Aðeins einn í hópnum eða 0,2% taldi sig ganga oft í svefni en tveir til viðbótar sögðu það stundum koma fyrir. Athyglisvert er þó að 10% töldu það hafa komið fyrir sig áður en ekki lengur. Ekki er þó víst að hér sé alls staðar átt við raunverulega svefngöngu en börn eigra oft, sem kunnugt er, milli her- bergja hálfsofandi, og eru þá stundum sögð ganga í svefni. Að tala í svefni töldu 6,5% oft koma fyrir sig en 13% stundum. Draumar: Um 6,5% töldu sig oft dreyma illa, 23% mundu oft drauma sína þegar þeir vöknuðu að morgni og 46% til viðbótar mundu drauma öðru hvoru. Svefnlyf: Af þeim sem svöruðu bréflegu könnuninni töldu 2% sig nota svefnlyf reglu- Klst. Meðalsvefntími Aldursflokkar Mynd 4. Meðalsvefntími í sjö aldurshópum. Svörtu strikin í enda súlnanna tákna eitt staðalfrávik. Athugið að elsti hópurinn er iítill og því vart marktœkur.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.