Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1985, Síða 15

Læknablaðið - 15.08.1985, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 197 Mínútur Meðalóværð eftir aldri Aldur Mynd 5. Meðalóvœrð fólks í sjö aldurshópum, reiknað í mínútum á hverri nóttu. efnissöfnun, þar sem óeðlilega margir telja sig sofna og vakna á heilu tímunum. Símakönn- uninni sem Hagvangur framkvæmdi svipar meira til þess sem fram kemur í svefnskrám, en stórt hlutfall fólks nefnir þar miðnætti sem svefnmál og rís því kúrfan nokkuð hátt þar. Ljóst er, að i aðalatriðum ber þessum könnun- um þó saman, og bendir það til að spurninga- listar og símaviðtöl séu nothæfar aðferðir við mat á svefntíma fólks þótt svefnskrár virðist gefa nákvæmari upplýsingar. Þegar spurt var um svefnlyfjanotkun sögðust 0,6% nota svefnlyf nær daglega, 2°Io regulega og 4,9%-6,5% stundum. Þetta kann að vera lægra hlutfall en margir læknar telja sig þekkja úr almennu læknisstarfi. Rétt er það, að þetta er engan veginn nægilega nákvæm rannsókn til að hægt sé að segja með vissu til um svefnlyfjanotkun landsmanna. Kemur þar margt til. Eins og getið var í umræðu um úrtak, kann að vera, að það fólk sem lifir óreglusömu lífi og notar þar af leiðandi svefnlyf, vanti í þennan hóp. Eins var ekki talin ástæða til að spyrja mjög náið um svefnlyfjanotkun í þessari könnun, svo að hún yrði ekki of viðamikil. Þessi svör ber að túlka sem grófa vísbendingu. Á hinn bóginn má sjá, við samanburð á tölum frá hinum Norðurlöndunum, að þessar tölur eru ekki ósennilegar. Þannig má sjá af söluskýrslum (15), að árið 1980 notuðu íslendingar 30.15 staðaldagskammta af svefnlyfjum á hverja 1.000 íbúa á degi hverjum og 24.23 staðaldag- skammta af róandi lyfjum. Þetta er svipuð neysla og á hinum Norðurlöndunum, nema í Danmörku, þar sem þessi lyfjaneysla er nærri helmingi meiri. í Glostrup í Danmörku hefur Prósent Mynd 6. a) Meðalsvefnmál og b) meðalrismál karla og kvenna í úrtakinu veturinn 1982, reiknað sem tíðnihlut- fall í 15 mínútna þrepum. Rismál kvenna virðast dreifast kringum tvo toppa. Prósent Svefnmál Tími sólarhrings Mynd 7. Samanburður á niðurstöðum um svefnmál úr könnun Ríkisútvarpsins, símakönnun Hagvangs og niðurstöðum úr svefnskrám íþessari könnun. Tíðnihlut- fall er reiknað í 30 mínútna þrepum í öllum könnun- unum. Tölur úr könnunum útvarpsins og Hagvangs eru umreiknaðar eftir aldri og vikudögum svo að þœr verði sambærilegar við könnun Geðdeildar. Ef reiknað vœri í 60 mínútna þrepum, vœru línuritin mjög svipuð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.