Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1985, Qupperneq 18

Læknablaðið - 15.08.1985, Qupperneq 18
200 LÆKNABLAÐIÐ skráa á skömmum tíma og lesa þær inn á vélrænan hátt. Þegar útfyllt skrá berst er hún lögð á punktagreini (digitizer) af gerðinni HI-PAD sem tengdur er Apple Ile tölvu. Punktaþétt- leiki tækisins er 0.1 mm sem er mikið meira en nægileg upplausn fyrir þetta verkefni. Síðan er sérstakur bendill stilltifr á upphaf og endi hverrar línu og merkt við. Segulskynjari í tækinu skynjar staðsetningu bendilsins, teiknar mynd á tölvuskjáinn og skráir upp- lýsingar í skrá á disklingi. Úr skránni er síðan unnið á tölfræðilegan hátt með sér- stöku úrvinnsluforriti. Vanur starfsmaður er minna en eina mínútu að lesa inn hverja skrá með þessum hætti. Þegar 10 skrár voru tvílesnar reyndist munur á úrlestri, þ.e. mælingarskekkja, vera að jafnaði minna en 10 mínútur á nóttu. Þótt erfitt sé að áætla hversu vel fólk gerir sér grein fyrir svefntíma sínum, er áberandi að mikill meirihluti telur sig vera næstum alveg vissan í sinni sök, og við áætlum að færsluskekkja sé að jafnaði innan við 20 mínútur, en sé svefn óvær er líklegt að ónákvæmni aukist. Þótt þessi skrá hafi verið hönnuð til notkunar við faraldsfræðilegar rannsóknir og til tölvuúrvinnslu, er ekkert sem hindrar að læknar á heilsugæslustöðvum og aðrir geti haft full not af, að láta einstaka sjúklinga fylla út slíkar skrár. Sá áhugi sem svefnvandamáli sjúklings er þannig sýndur verkar vel á flesta, auk þess sem þetta hjálpar lækni að greina hvort um síðvöku, árvöku, óværð eða til dæmis svefntímasjúkdóm er að ræða, og getur hann þá hagað meðferð eftir því. Svefnskrár má líka nota á sjúkradeildum. Slík skrá hefur verið notuð á Áfengisdeild Geðdeildar Landspítalans, 33-A um hálfs árs skeið og gefist mjög vel (mynd 2). Þá færir næturhjúkrunarfræðingur skrá um alla sjúklinga deildarinnar. Þessi skrá er lítið eitt flóknari en sú sem áður var getið. Hér eru færðar inn upplýsingar um það hvenær lyf eru gefin og hversu lengi sjúklingur er í rúminu án þess að sofna. Að sögn hjúkrunarfræðinga er sáralítið aukaálag að færa slíka skrá, en skráin hefur reynst mjög gagnleg fyrir lækna við mat á svefnlyfjaþörf. fyrir deild a&faranótt 5 | ; NAFN 2 2 2* 1 2 3 4 5 6 7 8 JS | ii ] I, i AL Z u. Alli' AfAiA* S □ □ Bjar*; gjorrutt* i □ 0 □ ra n n Cectli» CUn'tlt****** 0 E □ C □ [ Elii* Ei*e,ndóHir l □ 0 □ F'rihjá* Fimtan 0 □ □ rruát'Oy* ÚcUk>n AtlUn + 0 □ □ □ □ E □ 0 □ JoU Sohtian 0 □ □ K+rlirlillit V- 0 □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ SVEFNLYF GEFIN _______________: SJÚKLINGUR 1 RÖMINU - : SJÚKLINGUR S0FANDI

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.