Læknablaðið - 15.01.1986, Page 22
14
1986; 72: 14-8 LÆKNABLAÐIÐ
Gunnar Biering, Gunnlaugur Snædal, Helgi Sigvaldason, Jónas Ragnarsson
Fæðingar á íslandi 1972-1981,12. grein:
VAXTARRIT FYRIR ÍSLENSKA NÝBURA
INNGANGUR
Vaxtarrit fyrir nýbura sýna þyngd, lengd og
ummál höfuðs við mismunandi meðgöngu,
frá 28 til 44 vikna meðgöngu.
Vaxtarrit eru einkum notuð í tvennum
tilgangi.
í fyrsta lagi til þroskamats á börnum við
fæðingu. Kemur slíkt mat að gagni meðal
annars þegar vafi leikur á um raunverulega
lengd meðgöngunnar.
í öðru lagi eru rit þessi notuð til að afmarka
ákveðna hópa áhættubarna, t.d. léttbura,
þ.e. létt börn miðað við lengd meðgöngu. Ef
nýburum er raðað eftir þyngd teljast þau börn
léttburar hér á landi, sem lenda í neðsta tíunda
hlutanum (10. persentíl) við ákveðna
meðgöngulengd.
Árið 1972 voru tekin í notkun á Fæðinga-
deild Landspítalans vaxtarrit sem notuð
höfðu verið um skeið við ríkisspítalann í Kaup-
mannahöfn. Vaxtarrit þessi byggðu á sænsk-
um (Engström o.fl.) (1), enskum (Tizard
o.fl.) og bandarískum mælingum (Lubchen-
co o.n.) (2).
Úrvinnsla upplýsinga um fæðingar á ís-
landi frá árinu 1972 og síðan, svo og saman-
burður við fæðingaskrár á Norðurlöndum (3,
4) leiddi i Ijós greinilegan stærðarmun á
nýburum þessara þjóða (5). Vöxtur íslenskra
barna í legi er svipaður og hjá nágranna-
þjóðum okkar, allt fram að 37. viku með-
göngutímans. Eftir það vaxa íslensku
börnin hraðar, og eru við 40 vikna með-
göngu að meðaltali 100-200 grömmun þyngri
en önnur norræn börn.
Erlend vaxtarrit virtust því ekki hæfa
íslenskum nýburum og var þá ákveðið að gera
ný vaxtarrit, er tækju mið af íslenskum
aðstæðum.
Við gerð vaxtarrita er talið æskilegt að lögð
sé áhersla á eftirtalin faraldsfræðileg atriði
(6):
I fyrsta lagi, að byggt skuli á mælingum
Frá Landspítalanum (Fæðingaskránni). Barst ritstjórn 11/09/-
1985.
allra fæddra barna hjá vel afmörkuðum
þjóðfélagshóp.
í öðru lagi, að mælingar á stærð við
fæðingu og upplýsingar um lengd meðgöng-
unnar séu nákvæmar og staðlaðar.
í þriðja lagi, að útilokanir (exclusions) á
efnivið séu ákvarðaðar nákvæmlega.
Mismunandi skoðanir hafa verið á því,
hvaða börn eigi að telja með við gerð
vaxtarrita. Þó hefur ríkt samkomulag um, að
sleppa beri andvana fæddum börnum og
fjölburum, áþeim forsendum, að stærð þeirra
sé oft afbrigðileg og gefi því ekki rétta mynd af
meðalstærð við mismunandi meðgöngu. Hins
vegar hefur ríkt ringulreið um aðrar útilok-
anir. Sumir hallast að því að sleppa beri öllum
nýburum með vanskapanir, sjúkdóma og
önnur afbrigði. Aðrir hafa ekki gengið svo
langt. Þau vaxtarrit, sem birt hafa verið fram
til þessa eru því ekki ávallt samanburðarhæf.
Unnið er að samhæfingu á gerð vaxtarrita í
heiminum á vegum FIGO (Alþjóðasamtaka
fæðinga- og kvensjúkdómalækna) og WHO
(Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar). Á
fundi sem haldinn var haustið 1984 á vegum
þessara samtaka var mælt með því að við gerð
vaxtarrita fyrir hverja þjóð skuli aðeins þrem
hópum barna sleppt, þ.e. andvana fæddum,
fleirburum og vansköpuðum börnum.
Stærðarmunur á drengjum og stúlkum hefur
í för með sér að mælt var með því að vaxtarrit
væru gerð fyrir hvort kyn fyrir sig.
Vaxtarrit, byggð á mælingum íslenskra
nýbura, hafa ekki verið til áður og eru nú
kynnt hér í þessari grein. Þau byggja á
áðurnefndum grundvelli.
Vaxtarrit þyngdar
Árin 1972-1981 fæddu íslenskar mæður alls
43.364 börn hér á landi. Við gerð vaxtarrits
fyrir þyngd voru útilokuð 2.384 börn eða
5,5%, þannig að þyngdarritið er byggt á
mælingum á 40.980 börnum. Að sjálfsögðu
getur sumum börnum verið sleppt af mörgum
ástæðum. í töflu I er sýnt hversu mörgum