Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 14
88 LÆKNABLAÐIÐ hærri vegna hárrar fæðingarþyngdar (10). Af nýburum fæddum á Kvennadeildinni árin 1982-85 vógu 23,8% yfir 4.000 g, en 10,7% á háskólasjúkrahúsi í Kaliforníu árið 1980 (8). í annarri athugun var axlaklemma skráð sem sjúkdómsgreining i 0,85% allra fæðinga, en einungis þriðjungur talinn hafa verið raunveruleg axlaklemma (4). Dánartíðni íslenskra nýbura á fyrstu viku eftir fæðingu var tífalt hærri í flokki þeirra sem vógu 5.000 g eða meira en meðal barna sem voru 4.000-4.999 g að þyngd (10). Miðað við samanburðarhópinn var hærri fæðingarþyngd barnanna áberandi í báðum hópunum sem hér voru athugaðir. Mikil þyngd fósturs er ein besta vísbendingin um að vænta megi erfiðleika við fæðingu axla. Greining þungbura fyrir fæðingu er þvi mikilvæg. Mat á þyngd fósturs með ytri þreifingu reyndist hinsvegar vera mjög ónákvæmt. Aðrar rannsóknir styðja þetta og sýna að erfitt er að greina þungbura fyrir fæðingu (8). Ómskoðun hefur lítið verið notuð til að meta þyngd fósturs rétt fyrir fæðingu. Framvirka rannsókn þarf til að athuga notagildi ómskoðunar í þessu tilliti, t.d. við mælingu herðabreiddar (bisacromial diameter). Hátt hlutfall milli axla og höfuðs gæti verið vísbending um mögulega axlaklemmu. Modanlou (8) sýndi fram á að hjá þungburum, sem lentu i axlarklemmu, var stærðarhlutfall milli axla og höfuðs og brjóstkassa og höfuðs hærra en hjá þungburum þar sem ekki urðu erfiðleikar í fæðingu. Við axlaklemmu verður alvarleg staða í fæðingunni. Aðeins fáeinar mínútur eru til stefnu. Milli fæðingar höfuðs og bols lækkar pH í naflastrengsslagæðarblóði um 0,04 á mínútu eftir fæðingu höfuðsins fram að fæðingu bolsins (11) og er pH oft lágt fyrir, ef fæðingin hefur dregist á langinn. Af 105 börnum sem lent höfðu í axlaklemmu og McCalI (12) athugaði dóu 2%, en af hinum var fimmtungur með merki um alvarlegan súrefnisskort í fæðingu eða áverka á armflækjutaugarnar. Af þeim sem fylgt var eftir bar fjórðungur varanlega skaða. Nýleg athugun frá Toronto (4) sýndi að þar sem alvarleg axlaklemma varð (24 tilfelli meðal 10.662 fæðinga), hlutu 42% barnanna áverka. Armflækjulömun gengur ekki að fullu til baka hjá um það bil 10% barna (2). Meðal skráðu tilfellanna sem lýst er hér voru sjö tilvik (7/14) þar sem meiri eða minni skaði varð á hálstaugum. Meðal óskráðu tilfellanna komu þessir áverkar einnig fyrir. Líklegt þykir að börnum, sem enn eru með taugalömun við tveggja ára aldur batni ekki (13). Hér var eitt af 11 börnum með skaða við tveggja ára aldur. Skjót og örugg viðbrögð eru nauðsynleg þegar axlaklemma verður. Ekkert kemur þá í stað þekkingar og þjálfunar þeirra sem veita fæðingarhjálpina. Ef meðalátak á kollinn ásamt spangarskurði og mestu beygju (flexio) í mjaðmarlið duga ekki, á að reyna að þrýsta niður á öxlina rétt ofan við lífbein og ýta aftari öxl upp að bringu barnsins. Við það færast axlir í skávídd. Of mikið tog á kollinn og þar með hálsinn, veldur skaða á hálsflækju (1). Þrýstingur á legbotninn ásamt togi á kollinn tengist mun hærri tíðni taugaskaða (4) og á alls ekki að viðhafa. Lokaúrræðið, sem þó má ekki tefja að reyna nema í 2-3 mínútur, er að ná niður aftari handlegg barnsins. Við það minnkar herðabreiddin (bisacromial diameter). Brot á upphandleggs-eða viðbeini geta komið fyrir, en gróa vel. Slík brot er ekki hægt að meta til jafns við skaða á taugakerfi barnsins. SUMMARY The incidence and coding of shoulder dystocia at the Departments of Obstetrics and Gynaecology and of Pediatrics, National Hospital, Reykjavik, was evaluated by reviewing deliveries with this diagnosis during 1979-86 (coded cases) and all deliveries of babies with a birthweight of 4000 g and more during 1982-85 (uncoded cases). The diagnosed cases numbered 46 with a early incidence rate from one to nineteen deliveries, i.e. an increase in incidence 0.05% to 1.0%. This is likely to be due to improved registering of intrapartum diagnoses, rather than a true increase. In 1982-85 a total of 2150 babies of birthweight over 4000 g were born (23.8% of deliveries). In 132 of these difficulties in delivering the shoulders were described in the delivery notes (6.1%). The two study groups were compared to a healthy pregnant population (7). Maternal age and weight were similar in all groups, but height was significantly lower in the coded cases. Birthweight, parity and gestational length were all significantly greater in the dystocia groups. The midwifes’ estimate of weight before delivery was inaccurate, usually underestimating weight by amean of around 450 g. Instrumental delivery had been used in a quarter of the coded cases. Birth trauma was noted in 30.4% of the babies of the coded cases; most often clavicular fracture but also severe birth asphyxia and brachial nerve paresis. In the uncoded cases 10.6% sustained birth trauma. One of the 11 babies with nerve paresis at birth had signs of permanent damage at the age of two years. Shoulder dystocia is a serious emergency where permanent damage to the child can occur. Educated and skilled staff attending delivery is the most essential
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.