Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 28
102 LÆKNABLAÐIÐ geyma nær endalaust, ef komið væri í veg fyrir, að örverur, er gerjun valda, kæmust að. Hann taldi og, að rotnun væri hliðstætt fyrirbæri við gerjun (6). Síðar gerði Pasteur mikilsverðar uppgötvanir ásamt samverkamönnum sínum varðandi sjúkdómsvaldandi bakteríur (clostridia, pneumókokka, streptókokka) og hundaæði (rabies). Hann átti einnig mestan þátt í grundvallarathugunum, er leiddu til almennrar framleiðslu bóluefna. Pasteur er þó án efa frœgastur fyrir að hafa endanlega hnekkt kenningunni um sjálfskviknun lífs, generatio spontanea eða abiogenesis, sem ríkt hafði frá fornöld og girt hafði fyrir allan skilning á sýkingum og orsökum þeirra. Þjóðverjinn Robert Koch (1843-1910), sem var um það bil 20 árum yngri en Pasteur, á öðrum fremur heiður af því að hafa þróað bakteríufrœði í þágu lœkninga. Má því segja, að hann hafi grundvallað þekkingu lækna á bakteríufræði. Árið 1876 sýndi Koch fram á, að kolbrandur (anthrax), öðru nafni miltisbrandur, er af völdum bakteríu og á árunum 1877-1878, að sárasmitun (ígerð í sárum) er af völdum baktería. Nokkrum árum síðar (1882-1884) lýstu svo aðrir helstu sárabakteríunum (stafýlókokkum og streptókokkum). Koch er þó frægastur fyrir að greina og lýsa berklabakteríunni (1882), sem lengi bar nafn hans, og kólerubakteríunni (1883). Á þessum árum voru og greindar fleiri bakteríur, er valdið geta alvarlegum sýkingum í mönnum (barnaveiki, taugaveiki) (7). - Koch fékk Nóbelsverðlaun árið 1905 fyrir rannsóknir sínar á berklum. Aðferðir hans við greiningu og ræktun baktería eru enn í fullu gildi. Eins og fram kemur hér á eftir, hóf Lister smitvörn með sótthreinsiefnum á grundvelli rannsókna Pasteurs árið 1865. Vantaði þá enn ein tólf ár í það, að Koch hefði með rannsóknum sínum gefið fullkomnar forsendur fyrir réttmæti smitvarnar (eða smiteyðingar) með sótthreinsiefnum. Verður nú að þessu vikið. Upphaf smitvarnar og smiteyðingar með sótthreinsiefnum Á árunum kringum 1825 er þess getið, að skurðlæknar, er störfuðu í spítölum í Marseilles í Frakklandi, hafi tíðkað að þvo hendur sínar úr klórvatni til þess að draga úr hættu á sárasmitun (sáraígerð), sem algeng var í spítölum þeirra tíma. Munu þetta vera elstu heimildir um notkun sótthreinsiefna við lækningar a.m.k. á Vesturlöndum. Notkun klórs til sótthreinsunar barst síðar til írlands og Bandaríkjanna. Var klór þar notaður af nafngreindum fæðingalæknum til þess að hefta útbreiðslu barnsfararsóttar. Enda þótt ná mætti virkri smitvörn með klóri á fæðingastofnunum þar, sem hann var notaður, var það þó ríkjandi skoðun lækna á þeim tíma, að barnsfararsótt og sárasmitun væri tvennt ólíkt og óskylt! Enn berlegar átti þessi skoðun eftir að bitna á Semmelweis og brautryðjendastarfi hans (8). Ignaz Philipp Semmelweis (1818-1865) var ungverskur læknir af þýskum ættum, er árið 1846 gerðist aðstoðarlæknir við fæðingastofnunina í Vínarborg. Á hverju ári fæddust þar mörg þúsund börn. Var stofnuninni skipt í tvær deildir og nutu læknastúdentar kennslu í annarri deildinni, en ljósmæðraefni í hinni. Barnsfararsótt var skæð á stofnuninni og sérstaklega í þeirri deild, er læknastúdentar komu í. Um þetta farast Vilmundi Jónssyni svo orð: »Nú hafði Semmelweis það daglega fyrir augum, að stúdentarnir gengu frá störfum á líkskurðarstofunni rakleitt inn á fæðingardeildina að konunum, sem biðu þar fæðingar, og gerðu á þeim innvortis rannsókn með óþvegnum og illa Mynd 1. Ignaz Philipp Semmelweis (1818-1865). Frumkvöðull um notkun sótthreinsiefna til smitvarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.