Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 93 læknis á sjúklinga 15 ára og eldri. Hér er einnig afar mismunandi ávísanahefð hjá einstökum heimilislæknum. Einn þeirra (no 1) notar áberandi mest tetrasyklin sambönd, en annar (no 5) notar nær eingöngu pensillín. Ávísanir á makrolíða eru mjög mismunandi eftir læknum eða frá 1-45%. í flokki annarra lyfja er mest notkun á trímeþoprím-súlfalyfjum. UMRÆÐA Rannsókn þessi nær til allra ávísana lækna á sýklalyf utan sjúkrahúsa á landfræðilega afmörkuðu svæði. Þar eð tíðni sýkinga er í flestum tilvikum nokkuð sveiflukennd eftir árstíðum geta ávísanir og val á sýklalyfjum verið það Iíka (7). Á þessum tíma var inflúensufaraldur með ýmsum fylgikvillum og aukinni tíðni öndunarfærasýkinga (8). Ætla má að ávísanir á sýklalyf hafi verið óvenju margar af þeim sökum. Það ber því að taka tillit til þessa þegar ABCDE123456X Doctors Fig. 3. Percenlage of each group of antimicrobials prescribed by individual GPs in the district of Sudurnes (A to E) and in the district of Hafnarfjördur (1 to 6) and by duty doctors in the district of Hafnarfjördur (x) to patients 14 years and younger. Patients 15 years and older c:: Others ■■ Macrolides 1=3 Penicillin ■■ Ampicillin ■■ Tetracyclins ABCDE1 234 56X Doctors Fig. 4. Percentage of each group of antimicrobials prescribed by individual GPs in the district of Sudurnes (A to E) and and GPs in the district of Hafnarfjördur (1 to 6) and by duty doctors in Hafnarfjördur (x) to patients 15 year and older. niðurstöðurnar eru bornar saman við aðrar rannsóknir sem taka mið af notkun yfir allt árið. Þetta hefur þó engin áhrif á samanburð á milli svæðanna og einstakra lækna. Rannsóknin er því talin gefa glögga mynd af núverandi ástandi og ávisanavenjum heimilislækna á svæðinu. Árið 1986 var notkun sýklalyfja úr flokkum J 01 og J 03 á íslandi öllu 25 DDD/1000 íbúa/dag (9) og um 15 DDD/1000 íbúa/dag á Egilsstöðum (10). Er þá notkun á sjúkrastofnunum talin með. Notkun þessara lyfjaflokka á Suðurnesjum og í Hafnarfirði er því svipuð og landsmeðaltal en mun meiri en á Egilsstöðum. Árstíðasveiflur geta þó haft einhver áhrif á þennan samanburð eins og fyrr segir. Almar Grímsson og Ólafur Ólafsson gerðu svipaða rannsókn utan sjúkrahúsa í Reykjavík í apríl 1972 og 1974 (11). Þá var heildarnotkunin 15,44 DDD/1000 íbúa/dag 1972 og 17,53 árið 1974. Hér ber að hafa í huga að heildarnotkun sýklalyfja hefur aukist í Iandinu á síðustu árum (9). í þessari rannsókn er heildarnotkunin mun meiri en á hinum Norðurlöndunum (1), en þar er notkun á stofnunum einnig talin með, nema í Finnlandi. Ef litið er til Suðurnesja, er notkunin þar á ampisillíni mun meiri en Iandsmeðaltal og á hinum Norðurlöndunum. Niðurstöður þessar sýna að ávísanavenjur heimilislækna á sýklalyf eru mjög breytilegar, bæði hvað varðar tíðni ávísana og val á einstökum lyfjaflokkum. Ávísanahefð er í raun flókið fyrirbæri sem getur ákvarðast af mörgum þáttum, svo sem aldri læknis (12, 13), framhalds- og viðhaldsmenntun, lyfjaauglýsingum o.fl. (14, 15). Þó að rannsóknin nái til allra heimilislækna á svæðinu er úrtakið of lítið til þess að hægt sé að draga ákveðnar ályktanir af því hvort aldur læknis eða menntun hafi verulega þýðingu. Á hinum Norðurlöndunum er mikil áhersla lögð á það að nota penisillín í nægjanlegum styrkleika sem fyrsta val við flestum sjúkdómum í öndunarfærum og við eyrnabólgum (16, 17). Vestanhafs hefur hins vegar verið meira notað af flokkum ampisillína og makrolíða (18). Þessi landfræðilegi munur er m.a. talinn stafa af mismunandi ávísanahefð. Ýmsar rannsóknir liggja þar að baki, m.a. þær að H. influenzae bakteríur sem framleiða beta lactamasa séu ekki eins algeng sjúkdómaorsök í Svíþjóð og í Bandaríkjunum (17). Engar slíkar faraldsfræðilegar athuganir hafa verið gerðar hér á landi utan sjúkrahúsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.