Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 107 má við meðferð á sýkingum (verka hliðstætt við svarkerfi (ónæmiskerfi) líkamans). Ehrlich gerði sér samt fyrstur manna ljóst, að ónæmislækningar myndu ekki einar sér geta leitt til framfara í meðferð fjöldamargra alvarlegra sýkinga. Til þessa yrði að nota »kemísk efni«, sem öfugt við mótefnin væru líkamanum með öllu fjarræn og gerð úr litlum sameindum. Rík venja er að telja einungis síðari flokk lyfja til sýklalyfja og undanskilja ónæmislyf. Er svo einnig gert hér. Áhugi Ehrlichs á því að lækna sýkingar með »kemískum efnum« fór stöðugt vaxandi eftir því sem árin liðu og einkum eftir að hann varð forstöðumaður vísindastofnunar á vegum þýska ríkisins. Þessi stofnun hafði verið sett á laggirnar i Berlín, en var flutt til Frankfurt am Main fárra ára gömul árið 1899. Nefndist hún þá Königliches Institut fúr experimentelle Therapie. Átti stofnun þessi a.m.k. i upphafi einkum að annast opinbert eftirlit með ónæmissermum og bóluefnum. Á þessum árum bjó Ehrlich til hugtakið »efnalœkningar« (chemotherapy) þ.e.a.s. að lækna sýkingar með »kemískum efnum« er nú nefnast sýklalyf (25). í frægum fyrirlestri, sem Ehrlich hélt í félagi þýskra efnafræðinga og oft hefur verið vitnað til lýsir hann mjög ljóslega skoðun sinni á ágæti sýklalyfja og takmörkunum ónæmiskækninga (Úber den jetzigen Stand der Chemotherapie. Ber. dtsch. chem. Ges. 1909, 47, 17-47). Verða tilfærðir tveir stuttir kaflar úr þessum fyrirlestri í enskri þýðingu (26): »The particular task which experimental therapeutics will have to tackle first of all is obviously to find means by which experimentally produced infectious diseases can be cured. It is true that active and passive immunization, for which we are indebted to Koch and Behring, represent a powerful weapon which has already been used successfully in the treatment of many infectious diseases and will become even more important in the future. The outstanding feature of serum therapy is that the protecting agents are products of the body, which exert a selective parasitotropic action and are devoid of an organotropic action. In this case we deal with what could be called magic bullets which are aimed at the noxious organism which is foreign to the body, but have no effect on the body itself and its cells. It is evident from this that in the right cases the administration of serum is superior to any other form of treatment. We know, however, that in a number of infectious diseases, particularly those caused by protozoa, serum therapy is either not practicable or involves a considerable loss of time. To this category belong malaria, the various forms of trypanosomiasis and probably also a number of infections caused by spirilla. All these deseases must be treated with chemical substances, i.e. chemotherapy must replace serum therapy». Seinni tilvitnunin lýsir nánast hverja leið hann hugðist fara að markinu. »In order to pursue successfully we must look for substances which possess a high affinity and high lethal potency in relation to the parasites, but have a low toxicity in relation to the body, so that it becomes possible to kill the parasites without damaging the body to any great extent. We want to hit the parasites as selectively as possible. In other words, we must learn to aim and aim in a chemical sense. The way is to synthesize by chemical means as many derivatives as possible of relevant substances». í tilvitnuðum fyrirlestri leggur Ehrlich áherslu á tvö atriði, er aftur og aftur hafa skipt sköpum um þróun og rannsóknir á sýklalyfjum. Hið fyrra er, að ráða yfir aðferð til þess að sýkja tilraunadýr með þeim sýkli, sem reyna á að ráða niðurlögum. Hið siðara er, að hafa aðgang að eins mörgum afbrigðum þess eða þeirra efnasambanda, sem nota á til þess að vinna á sýklinum, og auðið er. Síðara atriðið leysti Ehrlich með því að ráða til sín efnafræðinga og með nánum tengslum við þýsku lyfjaverksmiðjuna Hoechst. Það fyrirtæki var einn helsti brautryðjandi þegar á öldinni sem Ieið í framleiðslu samtengdra (»sýntetíseraðra«) efna, sem nota mátti til lyfja. Hitt atriðið leysti hann einkum með því að fá til liðs við sig japanskan vísindamann, Sahachiro Hata 1873-1938, sem fyrstum hafði tekist að sýkja tilraunadýr (kanínur) af sýfilis (25, 27). í fyrirlestrinum getur Ehrlich þó ekki um það, sem endanlega skiptir mestu máli við rannsóknir af hverju tagi sem er: nægilegur búnaður og fé til rannsókna. í þessu efni naut Ehrlich heppni, sem fáum hlotnast og ekki verður undan vikist að rekja í fáum orðum. Ekkja ein í Frankfurt am Main, Franziska Speyer, keypti í minningu eiginmanns síns árið 1906 stærðar hús í borginni, bjó það vel úr garði til efnafræðilegra og líffræðilegra rannsókna miðað við þarfir Ehrlichs og fékk honum það til umráða. Eftir það var hann i raun forstöðumaður tveggja rannsóknastofnana og á grænni grein varðandi rannsóknir á sýklalyfjum (25, 26).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.