Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 117-9 117 Páll Helgi Möller, Jónas Magnússon GALLBLÖÐRUAÐGERÐIR Á BORGARSPÍTALA 1985-1986 - AFTURSKYGGN SAMANBURÐUR Á BRÁÐRI OG VALINNI AÐGERÐ ÚTDRÁTTUR Afturskyggn athugun var gerð á sjúkraskrám sjúklinga, sem gengust undir gallblöðrutöku á Skurðlækningadeild Borgarspítala árin 1985 og 1986. Alls var um að ræða 137 sjúklinga, sem skipt var í tvo hópa; hóp A, sem gerð var hjá bráð aðgerð (67), og hóp B, sem gekkst undir valaðgerð (70). í hópi A var miðtala aldurs 11,5 árum hærri en í hópi B (p<0,01). Heildarlegutími, legutími eftir aðgerð og aðgerðartími, voru nokkru lengri í hópi A (p<0,05). Sautján (25,4%) gallrásarskurðir (choledochotomies) voru gerðir í hópi A en fjórir (5,7%) í hópi B (p<0,05). Dánartíðni og fylgikvillar aðgerðar voru sambærileg í hópunum. Þegar bráð gallblöðrutaka er framkvæmd í sömu legu og sjúkdómurinn greinist sparast heil sjúkrahúslega borið saman við þá aðferð að láta bólguna ganga niður og framkvæma síðan valaðgerð. Þannig þarf að bæta við þeim dögum, sem það tekur að láta bólguna réna, við legutíma fyrir valaðgerð til að fá rétta hugmynd um heildarleguna. Þrátt fyrir ögn lengri aðgerðartíma við bráða gallblöðrutöku, ályktum við að bráða gallblöðrutöku eigi að framkvæma við gallblöðrubólgu. INNGANGUR Skiptar skoðanir hafa verið um hvenær framkvæma eigi gallblöðrutöku vegna bráðrar gallblöðrubólgu (1, 2). Formælendur bráðrar aðgerðar mæla með aðgerð í sömu legu og gallblöðrubólgan greinist eða innan viku frá byrjun einkenna (1, 3, 4). Kostir bráðrar aðgerðar eru styttri heildarlegutími, vegna einnar sjúkrahúslegu í stað tveggja, styttri veikindaforföll og þannig minni kostnaður fyrir sjúklinginn og þjóðfélagið. Þessa stefnu má reka með sama aðgerðaröryggi og felst í valaðgerð Skurðlækningadeild Borgarspítala. Barst 19/10/1988. Samþykkt 07/02/1989. (4-6). Þegar sífellt er verið að skerða rekstur sjúkrahúsdeilda er augljóst að allra bragða verður að neyta til að stytta legutíma sé það framkvæmanlegt með fullu öryggi fyrir sjúklingana. Hinn kosturinn er að framkvæma valaðgerð, eftir að gallblöðrubólgan hefur rénað, þ.e. 6-12 vikum eftir að sjúklingurinn veikist (7). Helsti ókostur þessarar stefnu, fyrir utan tímatapið, er að bólgan gengur alls ekki alltaf niður (13-23%) (4, 7) og gallblöðruaðgerð getur orðið þvinguð vegna versnandi ástands sjúklingsins. Á Skurðlækningadeild Borgarspítala hafa skurðlæknar aðhyllst bráða gallblöðrutöku. Tilgangur þessarar afturskyggnu athugunar var að kanna afdrif sjúklinga eftir bráða aðgerð annars vegar og hins vegar eftir valaðgerð. Við gerum okkur ljóst að afturskyggn samanburður er varhugaverður og stundum villandi, en vildum engu að síður athuga hvaða árangur hefði náðst með þessari stefnu hvað varðar dánartölur og fylgikvilla. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Athugaðar voru sjúkraskrár þeirra sjúklinga þar sem gallblöðrutaka hafði verið framkvæmd árin 1985 og 1986. Aðgerðarnúmer eru tölvufærð og stuðst við alþjóðasjúkdómaskrá (International Classification of Diseases, ICD) frá 1978. Í ellefu tilvikum var gallblöðrutakan hluti af annarri aðgerð eða liður í meðferð fylgikvilla eftir slys og voru þau ekki talin með. Tafla I sýnir ástæður útilokunar. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa, A og B. í hópi A eru þeir sem gengust undir bráða aðgerð vegna bráðrar gallblöðrubólgu (aðgerð framkvæmd innan viku frá byrjun einkenna). í hópi B eru þeir, sem gerð var hjá valaðgerð vegna gallkveisu (biliary colic). Sjúkraskrárnar voru yfirfarnar og eftirfarandi atriði skráð: Aldur, kyn, heildarlegutími, legutími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.