Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 12

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 12
86 LÆKNABLAÐIÐ hugsanlega ábótavant, voru allar fæðingarlýsingar barna sem vógu meira en 4.000 grömm árin 1982-85 athugaðar. Ef tekið var fram að staðið hafi á öxlum voru þessi óskráðu tilvik athuguð á sama hátt og skráðu tilvikin. Upplýsingar um eftirfarandi atriði voru fengin úr mæðraskrám: Aldur, hæð og þyngd móður, meðgöngulengd, fæðingarþyngd og mat ljósmóður á þyngd barns fyrir fæðingu, fjöldi fyrri fæðinga, lengd fyrsta og annars stigs fæðingar, fjöldi framdrátta úr miðgrind, grindarmælingar og fjöldi utanbastsdeyfinga. Meðgöngulengd var metin frá fyrsta degi síðustu tíða, nema ómskoðun innan 20 vikna gæfi til kynna að meðgöngulengd væri 10 dögum lengri eða styttri (meira en tvö meðalfrávik). Þá var niðurstaða ómskoðunar látin ráða (6). Upplýsingar um þroskamat og Apgar-einkunn við einnar og fimm mínútna aldur voru fengnar úr barnaskrám. Sjúkraskrár barna, sem voru í eftirliti á göngudeild barnadeildar, voru kannaðar með tilliti til tegundar áverka og framfara barnsins til tveggja ára aldurs eða til síðustu komu í göngudeild. Köfnunardá (asphyxia) var talið til áverka á barn og skilgreint sem Apgar-einkunn 2 eða lægri við einnar mínútu aldur eða samanlagt 10 eða lægri við einnar og fimm mínútna aldur. Armflækjulömun (paresis plexus brachialis) var talin vera ef barnið hafði eftir fæðingu merki um minnkaða eða enga hreyfigetu handleggsvöðva, sem fá boð frá taugarótunum C5-Thl. Til samanburðar við skráðu og óskráðu tilvikin voru notaðar upplýsingar úr athugun á 1150 heilbrigðum þunguðum konum, sem fæddu á Kvennadeild Landspítalans (7). Meðaltal og meðalfrávik voru reiknuð fyrir hæð og þyngd móður, fjölda fyrri fæðinga, meðgöngulengd og fæðingarþyngd barns og athugað hvort marktækur munur væri á þessum þáttum milli hópanna með því að reikna staðalskekkju mismunar meðalgilda (standard error of difference between means). NIÐURSTÖÐUR Alls voru skráð tilvik 46. Aukning á skráðum tilfellum varð frá einu árið 1979 í 19 árið 1986 (mynd 1). Sem hlutfalli af fæðingum í höfuðstöðu fjölgaði skráningu axlaklemmu úr 0,05% í 1,0% á þessum árum. Skráð tilvik. Samanburður á skráðu tilvikunum og samanburðarhópnum sést í töflu I. Mæður Fjöldi tilvika 20 t---------- 79 80 81 82 83 84 85 86 Skráningarár Mynd. 1. Fjöldi skráðra tilfella af axlaklemmu á Kvennadeild Landspítalans 1979-86. með axlaklemmu voru á aldrinum 18-37 ára og 153-179 cm á hæð. Meðalaldur þeirra var svipaður og hjá samanburðarhópnum en meðalhæð marktækt lægri. Meðalþyngd var 78,3 kg (56-102 kg). Meðgöngulengd var á bilinu 37-42 vikur, að meðaltali 40,5 vikur, sem var marktækt lengra en hjá samanburðarhópnum. Fæðingarþyngd var frá 3.300 til 5.030 g og marktækt hærri en hjá samanburðarhópnum. Af þessum börnum vógu 37 (80%) meira en 4.000 g. Mat ljósmóður á þyngd barns fyrir fæðingu var frá 1.190 g minna til 180 g meira en raunveruleg þyngd, að meðaltali 437 g minna. Fyrri fæðingar voru á bilinu 0-4 og að meðaltali fleiri en hjá samanburðarhópnum. Lengd fyrsta stigs fæðingar var frá 1 í 27 klukkustundir, að meðaltali 9 klukkustundir. Lengd annars stigs var frá sex mínútum til tveggja klukkustunda og 41 mínútu, að meðaltali 42 mínútur. Sogklukka eða töng var notuð við 11 fæðingar (23%). Röntgengrindarmælingar voru til af þrem konum. Samanlagðar grindarútgangsvíddir voru í öllum tilvikum meiri en 31,6 cm. Utanbastsdeyfing var lögð í 12 skipti (26% tilvika). Fæðingaráverki (Tafla II) greindist hjá 14 (30,4%). Óskráð tilvik. Árin 1982-1985 fæddust 2.150 börn sem vógu 4.000 g eða meira (23,8% fæðinga). Við 132 fæðingar (6,1%) var tekið fram í fæðingarlýsingu að staðið hafi á öxlum. Samanburður á óskráðu tilvikunum og samanburðarhópnum sést í töflu III. Mæðurnar voru á aldrinum 16-39 ára og 154-178 cm á hæð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.