Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 36
106 LÆKNABLAÐIÐ sýklalyf þekkt, og ekkert þeirra er nú notað við meðferð á sýkingum nema kínín (enn notað í nokkrum mæli við malaríu). Kínín er unnið úr kínaberki (Cortex cinchonae) og hefur lengi verið notað við margvíslegum sjúkdómseinkennum. Árið 1891 gerði rússneskur maður, Romanovsky að nafni, er starfaði í Sankti Pétursborg (nú Leningrad) þá uppgötvun, að Plasmodia í blóði sjúklinga með malaríu, er fengu kínín, sýndu verulegar kjarnaskemmdir, enda þótt ekki virtist sjá á líkamsfrumum. Romanovsky dró af þessu þá ályktun, að kínín skaðaði malaríusýklana meira en líkamsfrumur og finnast myndu lyf, er ynnu sérhæft á sýklum og nota mætti með árangri við aðrar sýkingar. Þessu var þó enginn gaumur gefinn fyrr en nokkrum árum síðar, er Paul Ehrlich hóf rannsóknir sínar (25). Paul Ehrlich (1854-1915) var þýskur læknir af gyðingaættum. Hann nam læknisfræði við marga háskóla í Þýskalandi eins og löngum hefur verið títt þar í landi og lauk læknaprófi árið 1878. Eftir það starfaði hann í þekktum spítala (Charité) í Berlín. Þar vann hann sín fyrstu vísindaverk, er frægð fór af (skiptingu hvítfrumna í fjölkornóttar hvítfrumur, er aftur má greina sundur með litun í þrjá flokka (neutrófíl, eósínófíl og basófíl) og lymfuhvítfrumur, sem eru án slíkra korna). Frá þessum árum eru einnig rannsóknir hans á »vítal litun« þ.e.a.s. hann sýndi fram á, að sum litarefni bindast in vivo við vefi og sækni þeirra í mismunandi vefi er mismikil. Frægari varð Ehrlich þó fyrir rannsóknir á samruna áreitis (antigens) og mótefnis, myndun mótefna og mælingar á þeim. Kenningar Ehrlichs um tengsl áreitis og mótefnis höfðu grundvallarþýðingu fyrir framþróun ónæmisfræði og gáfu jafnframt tilefni til þeirra hugmynda um viðtæki (receptora), receptorhugtakið, sem enn er búið við að stofni til í lyfjafræði, eiturefnafræði og fleiri líffræðilegum greinum (25, 26). Árið 1890 gerðist Ehrlich samstarfsmaður Kochs (sjá að framan) í stofnun þeirri í Berlín, sem hann veitti forstöðu (Das Institut fiir Infektionskrankheiten) og síðar var við hann kennd. Þar starfaði þá einnig annar ungur og framsækinn læknir Emil Adolf von Behring (1854-1917) að nafni og jafnaldri Ehrlichs (26, 27). Þetta sama ár hafði Behring heppnast ásamt japönskum samverkamanni að framleiða andtoxín gegn toxínum úr stífkrampabakteríum Mynd 4. Paul Ehrlich (1854-1915) og Sahachiro Hata (1873-1938). Ehrlich var frumkvöðull sýklalyfjafrœði og Hata var einn helsti samverkamaður hans. Hata tókst fyrstum manna að sýkja dýr (kanínur) með sýfilis, er reyndist ómetanlegt við mat á lækningalegu gildi Salvarsans (arsfenamíns). (Clostridium tetani) og barnaveikisbakteríum (Corynebacterium diphteriae). Framleiðsla slíkra andtoxína og stöðlun á virkni þeirra var þó verulegum vandkvæðum bundin. Ehrlich kom þá til skjalanna og lýsti aðferðum til framleiðslu á andtoxíni í hrossum og aðferðum til þess að kvarða magn eða virkni andtoxína í sermi úr hrossum, er nota mætti til lækninga. Sermislækningar (serum therapy) á barnaveiki hófust almennt 1894 og þóttu að vonum byltingarkennd framför. Von Behring hlaut fyrstur allra lækna Nóbelsverðlaun árið 1901. Voru verðlaunin veitt honum með sérstöku tilliti til rannsókna á bamaveikiandtoxíni (27). Sermislækningar, sem Behring og Ehrlich grundvölluðu, eru hluti af ónœmislœkningum (immunization therapy). Lyf, sem notuð eru til ónæmislækninga, nefnast einu nafni ónæmislyf. Til þeirra teljast auk serma (ónæmisserma), bóluefni, gammaglóbúlín (unnin úr ónæmissermum) og jafnvel enn aðrar afurðir hvítfrumna en mótefni. Ef vel tekst til, eru ónæmislyf mjög virk. Eru þau í slíkum tilfellum bæði sérhæfðust og virkust allra lyfja, sem nota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.