Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 97 kostnaður þessi keyra fram úr hófi og í nóvember það ár hætti það að greiða fyrir sængurkonur nema um veikindi væri að ræða í sambandi við fæðinguna« (4). Af þessu má ráða að fjárhagur fólks hafi nokkru ráðið um það, hvort konur gátu nýtt sér hina nýju fæðingadeild eða ekki. Þegar farið var yfir sjúkraskýrslur fæðingadeildar var ekki alltaf auðvelt að fá æskilegar upplýsingar. Þannig vantar í allmörgum tilfellum lýsingu á aðgerð, dagsetningar vantar og stundum sjúkraskrárritun með öllu. Glöggt kemur fram í töflu III að ekki er um að ræða umtalsverða aukningu á fjölda keisaraskurða á þessum áratug þar sem hann er 1,2% af fjölda fæðinga árið 1931 og 1,3% 1939. Nánari athugun sýnir að tíðni keisara á þessum áratug er aðeins um 0,8% og fór hæst í 1,9% árið 1934, en það sama ár kemur sitjandi staða fyrst fram sem ábending fyrir keisaraskurði á Islandi og er raunar hin eina á þessum áratug. Sé litið til dagsins í dag hefur hér orðið mikil breyting á, þar sem yflr helmingur fæðinga í sitjandi stöðu eru með keisaraskurði, en almennt er tíðni sitjandi stöðu talin vera um 3-4%. Árið 1936 sker sig nokkuð úr. Þá fjölgar fæðingum verulega frá því sem verið hafði en það ár er hins vegar enginn keisaraskurður gerður. Fæðingar voru þá 362 og fæddust á deildinni jafnmörg börn, 190 drengir og 172 stúlkur. Þrettán börn fæddust andvana eða dóu skömmu eftir fæðingu það ár (3,6%). Við skoðun á dánarorsökum þeirra virðist sem nokkrum hefði mátt bjarga með tímabærum keisaraskurði. Tiðni aðgerða á Kvennadeild Landspítalans árið 1986, þ.e. 50 árum síðar, var 14,5%. Með sömu tíðni árið 1936 hefði mátt búast við hálfu hundraði aðgerða. Fæðingar á deildinni komast i fyrsta sinn yfir 400 árið 1938 og eru 440 árið 1939, þar af 6 með keisaraskurði, en eins og áður sagði voru fimm vegna fyrirsætrar fylgju og í einu tilfelli vegna fæðingareitrunar. Hlutfallsleg tíðni keisaraskurða á fæðingadeild Landspítalans kemur fram í töflu III og dánartíðni mæðra og barna þeirra árin 1931-1939 má sjá á töflu IV og V. Af 2967 konum sem fæddu á hinni nýju fæðingadeild Landspítalans fyrsta áratuginn sem hann starfaði gengust aðeins 25 undir Tafla III. Fjöldi keisaraskurða árin 1931 til 1939 á Landspítalanum. 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 3 4 3 5 1 0 (1.2%) (1.2%) (1.2%) (1,9%) (0.4%) (0%) 1 2 6 (0.2%) (0.4%) (1.3%) Tafla IV. Dánartala mœðra sem fóru í keisaraskurð á Landspítalanum árin 1931 til 1939. 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1 1 0 (33%) (25%) (0%) o o —< cs 0 0 0 2 (33%) Tafla V. Dánartala barna sem tekin voru með keisaraskurði á Landspítalanum árin 1931 til 1939. 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 210200002 (66%) (25%) (0%) (40%) (0%) (0%) (0%) (0%) (33%) keisaraskurð eða 0,8%. Sjö börn eða 28% létust og sama má segja um fimm mæður eða alls 20%. Keisaraskurðir utan Landspítalans í fyrstu greininni um keisaraskurði á íslandi gerðum við því skóna að aðgerðirnar hafi verið 16 alls frá 1865 til 1929. Jafnframt lýstum við eftir upplýsingum frá kollegum, sem e.t.v. kynnu skil á frekari aðgerðum á fyrri tímum. Þetta leiddi til þess að Haukur Jónasson læknir upplýsti að faðir hans, Jónas Sveinsson læknir, hafi gert keisaraskurð á Hvammstanga árið 1924 (5). Jónas segir frá því í bók sinni »Lífið er dásamlegt«, þegar hann sem ungur læknastúdent var á leið norður yfir Holtavörðuheiði árið 1920, að hann var kallaður til konu, sem þá var í mikilli barnsnauð vegna vanræktrar þverlegu, og á hvern hátt hann gat aðstoðað hana, en jafnframt segir Jónas: »Nokkrum árum síðar, þegar ég var héraðslæknir á Hvammstanga, gerði ég á henni keisaraskurð og náði frá henni frískum strák, sem hún lét heita í höfuðið á mér. Það mun hafa verið fyrsti keisaraskurður, sem gerður var á svæðinu frá Skaga vestur á Hornstrandir« (6). Ekki hafa fundist upplýsingar um þessa aðgerð í opinberum gögnum og hennar þannig ekki getið í Heilbrigðisskýrslum. í Heilbrigðisskýrslum fyrir árin 1921 til 1925 (7), sem Guðmundur Hannesson tók saman er getið um 5 keisaraskurði á þessu tímabili, en við nánari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.