Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 329-34. 329 Vilhjálmur Rafnsson1’2’, Hólmfríöur Gunnarsdóttir2’ DAUÐASLYS SJÓMANNA1966-1986 INNGANGUR Dauðaslys meðal sjómanna við Islandsstrendur hafa ekki einungis verið áhyggjuefni íslendinga. Mikið manntjón varð meðal erlendra fiskimanna fyrr á árum hér við land (1). Öryggismál sjómanna hafa því verið lengi til umræðu og margir starfað að þeim málum, áhugamenn um slysavamir, yfirvöld sem og sjómenn og útgerðarmenn. Þær skoðanir hafa verið settar fram að á Islandi hafi fólki verið fómað í þágu lífsins í baráttu við óblíða náttúru landsins, en að nú sé liðin sú tíð að menn bíði örlaga sinna hugsunar- og athafnalausir því að árangur hafi náðst í slysavömum (2). En hefur raunverulega dregið úr banaslysum og drukknunum meðal sjómanna? I gögnum Lífeyrissjóðs sjómanna má skoða þessi mál nánar. Lífeyrissjóðurinn var stofnaður 1958 en gögn hans voru tölvutekin 1965-66. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni dauðaslysa hjá meðlimum lífeyrissjóðsins með því að athuga dánarmein þeirra í opinberum gögnum Hagstofu Islands. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Lífeyrissjóður sjómanna var stofnaður 1958 og var í byrjun eingöngu fyrir undirmenn og yfirmenn á togurum. Togarar voru skilgreindir sem fiskiskip stærri en 500 lestir. A árunum 1960-62 bættust undirmenn á farskipum við og yfirmenn sumra skipafélaga gengu einnig í sjóðinn. Yfirmenn hjá Eimskip, Ríkisskip, Sambandsskipum og Samskipum hafa aldrei greitt til lífeyrissjóðsins. Óljóst er í hvað miklum mæli vélstjórar hafa greitt í lífeyrissjóðinn eða hvort þeir hafa eingöngu verið í eigin sjóði. Bátasjómenn gengu í lífeyrissjóðinn 1970 og var í fyrstu greitt af Frá Rannsóknastofu í heilbrigðisfræöi, læknadeild Háskóla íslands1*, Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins 2\ Fyrirspurnir, bréfaskipti: Vilhjálmur Rafnsson. Number Fig. 1. Numher of members of the pensions fund which were at risk each year. hluta af launum þeirra. Bátasjómenn voru bæði undirmenn og yfirmenn. Þegar litið er á hve margir voru í lífeyrissjóðnum á hverju ári (mynd 1) er ljóst að tiltölulega fáir bætast við með tilkomu undirmanna á farskipum á árunum 1960-62. Félagafjöldinn tvöfaldast hins vegar 1970 þegar bátasjómenn koma til. Félögum fjölgar ár frá ári fram til ársins 1981, en fer fækkandi eftir það. Meirihluti félagsmanna í sjóðnum hefur því allan tímann verið fiskimenn og má ætla að undirmenn á farskipum hafi í mesta lagi verið um eitt þúsund manns á ári. Það var ekki hægt að skilja fiskimenn frá farmönnum í gögnum lífeyrissjóðsins og ekki var heldur unnt að greina hvaða starf menn höfðu haft um borð né gerð og stærð skipa. Árið 1991 voru um 70% íslenskra sjómanna í sjóðnum. Nokkuð mun hafa verið um það að menn fengju endurgreitt úr sjóðnum á fyrstu starfsárum hans en mjög hafi dregið úr því á seinni árum og það loks hætt alveg. Upplýsingar liggja ekki fyrir um það, hvort þeir sem fengu endurgreiðslur voru teknir af skrám sjóðsins. Til þess að leita afdrifa sjóðsfélaga var gerð tölvusamkeyrsla á skrám lífeyrissjóðsins og Þjóðskránni, Horfinna skrá og Dánarmeinaskrá Hagstofu Islands. Tölvunefnd veitti leyfi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.