Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 357-9. 357 Steinn Jónsson ER GAGN AF BÓLUSETNINGU GEGN PNEUMOKOKKUM? Pneumokokkasýkingar eru algeng og oft alvarleg vandamál og þrátt fyrir virk sýklalyf og stuðningsmeðferð á sjúkrahúsum hefur ekki tekist að fækka dauðsföllum og fylgikvillum á síðustu áratugum (1,2). Það er því eðlilegt að menn hafi hugsað til fyrirbyggjandi aðgerða svo sem bólusetningar. Einkum væru slíkar aðgerðir gagnlegar meðal eldra fólks með langvinna sjúkdóma, sem eiga á hættu að fá lungnabólgu, og bama yngri en fimm ára þar sem miðeyrabólga og heilahimnubólga valda einkum skaða. Bóluefni gert úr fjölsykrungum pneumokokka hefur nú verið í notkun í unr 15 ár. Vitað er að ónæmissvar við fjölsykrungabóluefnum er að verulegu leyti óháð T-frumum og framkallar því takmarkað ónæmisminni. Mótefni af IgM og IgG gerðum myndast eftir bólusetningu, en falla síðan aftur á nokkrum árum og endurbólusetning hefur ekki í för með sér aukna svörun (booster effect). Þá veldur endurbólusetning umtalsvert meiri aukaverkunum en frumbólusetning og verður því að teljast varhugaverð (3). Þótt sýnt hafi verið fram á hækkun mótefna í kjölfar bólusetninga hjá flestum heilbrigðum, og í minna mæli meðal eldra fólks og sjúklinga, þarf sú hækkun ekki að leiða til þess að sýkingum fækki meðal bólusettra. Rannsóknir hafa sýnt, að pneumokokkar eru tiltölulega lítt næmir fyrir opsónerandi áhrifum sermis sennilega vegna þykkrar kapsúlu, sem torveldar átfrumum útrýmingu þeirra, þrátt fyrir næg mótefni (4,5). Þá eru ýmsir aðrir vamarþættir sennilega ráðandi meðal eldra fólks með langvarandi sjúkdóma, svo sem efri loftvegavamir og þar með fjöldi sýkla, sem berst ofan í lungun. Spumingum um gagnsemi bóluefna verður best svarað með framvirkum, slembuðum rannsóknum á stórum hópum. Fyrstu rannsóknir á pneumokokkabóluefni af þessu tagi voru gerðar meðal ungra heilbrigðra frumbyggja á Nýju-Gýneu, þar sem pneumokokkalungnabólga var landlæg, og meðal gullgrafara í Suður-Afríku, þar sem tíðni sjúkdómsins var mun meiri en almennt tíðkast meðal heilbrigðra (6,7). Báðar þessar rannsóknir sýndu fram á gagnsemi við þessar sérstöku aðstæður. Ahrifin komu helst fram í fækkun dauðsfalla og alvarlegra fylgikvilla, en mun síður í heildarfækkun tilfella. Þessar rannsóknir leiddu til bjartsýni, þannig að bóluefnið varð fljótlega mikið notað meðal eldra fólks og áhættuhópa, þó svo að ekki lægju fyrir áreiðanlegar rannsóknir á þessum hópum. Efasemdir hafa aukist á síðustu árum eftir að fjöldi greina hefur birtst sem hafa staðfest alvarlegar sýkingar og dauðsföll meðal bólusettra (8,9). Vegna óvissu um gagnsemi pneumokokkabóluefnis meðal áhættuhópa var framkvæmd framvirk slembuð rannsókn í Bandaríkjumum á árunum 1982-86, þar sem 2295 sjúklingar með ýmsa langvinna sjúkdóma voru rannsakaðir mjög ýtarlega (8). Helmingur hópsins fékk bóluefni, sem innihélt 14 tegundir fjölsykrunga, en hinn helmingurinn óvirkt efni. Mótefni gegn einstökum serótýpum voru mæld fyrir og eftir bólusetningu. Fylgst var mjög nákvæmlega með hópunum og sýkingar rannsakaðar á sjúkrahúsum með ræktun á hráka og blóði. Staðfestar lungnasýkingar af völdum pneumokokka voru 43 meðal bólusettra en 28 meðal þeirra sem fengu óvirkt efni. Munurinn var ekki staðtölulega marktækur. Dauðsföll urðu 211 í hópi bólusettra, en 171 í hópi þeirra sem fengu óvirkt efni og var sá munur marktækur. Munur á dauðsföllum stafaði þó að mestu leyti af fleiri hjartasjúkdómum og sjúkdómum í taugakerfi meðal bólusettra, en það var athyglisvert að þrír sjúklingar, sem dóu úr pneumokokkalungnabólgu,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.