Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ
339
Tafla Meðalgildi flœðismœlinga við ómun og hjarlaþræðingu (n=12).
Dopplerómun Þræöing
miótala (svió) miótala (svið) p
Qp (L/min m2)............................................. 6.7 (4.4-9.3) 6.7 (4.1-8.9) p>0.05
Qs (L/min m2)............................................. 3.8 (2.6-4.8) 3.7(3.0-5.1) p>0.05
Qp/Qs..................................................... 1.9(1.2-2.8) 1.9(1.0-2.6) p>0.05
E-Qp/EQs og C-Qp/C-Qs (þ.e. stærðargráða
framhjáhlaups) borið saman.
TÖLFRÆÐI
Samanburður á E-Qp og C-Qp annars vegar
og E-Qs og C-Qs hins vegar var borinn saman
og nonparametrísk próf notuð (Spearman’s
Rank Correlation). Sama aðferð var notuð
þegar hlutfallið á milli E-Qp/E-Qs var borið
saman við C-Qp/C-Qs og p gildi fengið. Við
samanburð á mæligildum (miðtölur) var notað
Wilcoxon signed rank test (10) (sjá töflu).
NIÐURSTÖÐUR
Flœði í ósœð. Fullnægjandi ómskoðun var
unnt að framkvæma hjá öllum sjúklingunum
þannig að flæðismæling væri möguleg.
Einnig var unnt að mæla útfall um ósæð
í hjartaþræðingu hjá öllum sjúklingunum.
Mestur rennslishraði í ósæð (mælt með
Dopplerómun) mældist frá 0.48 m/sek upp
í 1.3 m/sek. Mælt Qs með Dopplerómun og
með aðferð Ficks er sýnt í töflu. Góð fylgni
(correlation) var á milli E-Qs og C-Qs þegar
þessar niðurstöður voru bomar saman (r=0.87,
p < 0.01 (mynd 3a)).
Flœði í lungnaslagœð. Fullnægjandi
Dopplerómun var möguleg hjá öllum
sjúklingunum þannig að flæðismæling
væri möguleg. Einnig var unnt að mæla
lungnablóðflæði í hjartaþræðingu hjá
öllum sjúklingunum. Mestur rennslishraði
í lungnaslagæð (Dopplerómun) mældist frá
0.62 m/sek. upp í 1.52 m/sek. Niðurstöður
flæðismælinga má sjá í töflu. Mjög góð fylgni
var á milli E-Qp og C-Qp, (r=0.85, p < 0.01
(mynd 3b)).
Qp/Qs hlutfall. Þar sem unnt var að mæla Qp
og Qs með Dopplerómun og aðferð Ficks hjá
öllum sjúklingunum, var reiknað út Qp/Qs
hlutfallið bæði með Dopplerómun og með
aðferð Ficks. Góð fylgni var þar á milli,
(r=0.82, p < 0.01 (mynd 3c)).
UMRÆÐA
A undanfömum árum hefur verið lögð aukin
áhersla á að þróa og nota rannsóknaraðferðir
sem eru fljótlegar, ódýrar og óþægindalausar
fyrir sjúklinginn en gefa samt sem áður
áreiðanlegar upplýsingar. Dopplerómun
hefur ótvírætt slíka kosti og gefur í mörgum
tilvikum meiri upplýsingar en hjartaþræðing.
Hefur verið lýst að ef hjartaþræðingu er
sleppt þegar nýfædd böm með hjartagalla eru
rannsökuð fyrir aðgerð séu lægri dánartölur
vegna aðgerðarinnar (11).
Niðurstöður okkar benda til þess að
mæling á útfalli hjartans og stærð
framhjáhlaups (Qp/Qs) með Dopplerómun
og hjartaþræðingu séu sambærilegar.
Síðustu ár hefur hjartaþræðing verið sú
viðmiðunarrannsóknaraðferð eða gullstaðali
(Golden Standard) sem talin hefur verið
áreiðanlegust þegar þörf á hjartaaðgerð við
hjartagalla er metin. Má ætla að Dopplerómun
leysi þá viðmiðun af hólmi hvað snertir böm
með op á milli gátta.
Ekki er marktækur munur á niðurstöðum
þegar Qp eða Qs er skoðað sérstaklega
miðað við þegar Qp/Qs hlutfallið (stærð
framhjálaups) er skoðað.
Talið er, að til þess að op á milli gátta
greinist, þurfi framhjáhlaup (Qp:Qs) að vera
að minnsta kosti 1.5:1 (14). Þeir sjúklingar
sem voru í þessari rannsókn og höfðu
Qp:Qs minna en 1.5:1 eru böm sem höfðu
stærra framhjáhlaup er þau voru yngri.
Hjartaþræðing var framkvæmd til að meta
stærð framhjáhlaups og staðfesta að það hafi
minnkað.
Rétt er að benda á að í okkar rannsókn var
ekki um að ræða samtímis mælingar með
þessum tveimur rannsóknaraðferðum. Þó
eru niðurstöður okkar sambærilegar við
aðra rannsókn þar sem báðum aðferðum var
beitt samtímis (6). Má í því sambandi nefna