Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 331 Reiknuð voru 95% öryggismörk fyrir dánartölumar, gengið út frá Poissondreifingu og notuð nákvæmnisaðferðin (exakta metoden) (6). Til þess að bera saman mun á dánartölum á ákveðnum tímabilum og dánartölum á öllu tímabilinu var gerður hlutfallslegur samanburður og reiknuð út 95% öryggismörk þar sem tekinn var náttúrulegur logariþmi til þess að nálgast normaldreifingu (6). A sama hátt var athugaður munur á einstaka aldurshópum miðað við allan hópinn. Til þess að athuga fylgni ára og dánartalna var reiknaður Spearman’s rank fylgnistuðull (7). Þessi aðferð var notuð þar sem hún er óháð dreifingunni. NIÐURSTÖÐUR Tafla I og mynd 2 sýna dánartölur vegna slysa á sjó miðað við 100 þúsund manns á ári. Allir sem voru í lífeyrissjóðnum hvert almanaksár eru teknir með í reikninginn. Dánartölumar eru hæstar á fyrstu árunum, þ.e. fyrir 1970, en lægstar á tímabilinu 1977 til 1981. Spearman’s rank fylgistuðull fyrir ár og dánartölur fyrir allt tímabilið 1966 til 1986 var -0.159, sem sýnir að dánartölumar hafa farið lækkandi á tímabilinu þó að þær niðurstöður séu ekki tölfræðilega marktækar. Dánartalan fyrir allt tímabilið var 89.4. Hluti af banaslysum á sjó eru drukknanir. Dánartölur vegna þeirra eru sýndar í töflu 11 og mynd 3. Ekki virðist draga úr drukknunum á sjó meðal sjómannanna eftir því sem árin líða, Spearman’s rank fylgistuðull var - 0.094, sem ekki er tölfræðilega marktækt, en dánartalan fyrir allt tímabilið 1966 til 1986 var 73.2. Þegar dánartölumar vegna allra slysa á sjó á hverju ári vom athugaðar og ársverk notuð sem nefnari urðu niðurstöðumar eins og sýnt er á mynd 4. Niðurstöðumar eru svipaðar og á mynd 2 þar sem mannár voru notuð sem nefnari. Hér var Spearman’s rank fylgistuðull -0.150, sem sýnir að dánartölumar fara lækkandi á tímabilinu en niðurstöðumar eru ekki tölfræðilega marktækar. Dánartölumar vegna drukknana á hverju ári þar sem ársverk voru notuð sem nefnari eru sýndar á mynd 5. Niðurstöðumar eru svipaðar og á mynd 3 þar sem mannár voru notuð sem nefnari. Hér var Spearman’s rank fylgistuðull -0.120, sem sýnir að dánartölumar Water transport accidents (E850-E858) Mortality per 100.000 Calendar years Fig. 2. Mortality per I0i from water transport accidents (ICD-7, E850-E858) each calendar year through 1966- 1986. Submersion (E850, E851) Mortality per 100.000 Fig. 3. Mortaiity per I05 from drowning (ICD-7, E850.E851) each calendar year through 1966-1986. Water transport accidents (E850-E858) Mortality per 10000 work-year Fig. 4. Mortality per 10* work-year from water transport accidents (1CD-7, E850-E858) each calendar year through 1966-1986.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.