Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1991, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.11.1991, Qupperneq 36
358 LÆKNABLAÐIÐ voru allir í hópi bólusettra. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda því til þess að engin gagnsemi sé af pneumokokkabóluefni meðal sjúklinga með langvinna sjúkdóma svo að vægt sé til orða tekið. Þá hefur ekki tekist að sýna fram á gagnsemi af pneumokokkabólusetningu meðal bama (10). Gerðar hafa verið rannsóknir á pöruðum hópum (case-control) bæði meðal heilbrigðs eldra fólks og sjúklinga, þannig að menn finna hóp sjúklinga með staðfesta sýkingu og velja síðan viðmiðunarhóp af svipaðri samsetningu og bera saman, hve margir eru bólusettir í hvorum hópi. Sumar þessara rannsókna benda til gagnsemi (11,12) og aðrar ekki (9), en slíkar rannsóknir eru ekki eins áreiðanlegar og slembaðar framvirkar rannsóknir og inn í þær getur auðveldlega komist valskekkja (selections bias). Það er þó á grundvelli þessara rannsókna, sem ráðleggingar um bólusetningu stórra hópa heilbrigðs og sjúks eldra fólks eru byggðar. í Læknablaðinu/Fréttabréfi lækna 5/1991 birtist dreifibréf frá landlækni, þar sem mælt er með því, að hafin verði á Islandi skipuleg bólusetning fullorðinni geng pneumokokkasýkingum (13). Gert er ráð fyrir því, að heilbrigðu fólki eldra en 60 ára verði ráðlögð bólusetning og eins ýmsum hópum sjúklinga, sem vitað er að eiga á hættu að sýkjast. I dreifibréfinu kemur fram, að landlæknir hefur stuðst við ráðleggingar farsóttanefndar ríkisins. Einnig er vitnað í nokkrar greinar, sem sagðar eru sýna fram á gagnsemi bólusetningar, en ekki er vitnað í þær fjölmörgu greinar sem draga slíka gagnsemi í efa. Þessar ráðleggingar og sá rökstuðningur, sem fyrir liggur í dreifibréfinu bera ekki vott um hlutlausa túlkun upplýsinga um pneumokokkabóluefni og notagildi þess. Við venjulegar aðstæður í vestrænum þjóðfélögum er tíðni pneumokokkasýkinga mjög lág meðal ungra heilbrigðra og eina ótvíræða ábendingin fyrir bólusetningu á því aldursskeiði er miltistaka eða miltisleysi. Mögulegt er að pneumokokkabólusetning sé gagnleg meðal heilbrigðs eldra fólks, en það er þó ósannað og þörf fyrir framvirka rannsókn í þeim hópi, sem enn hefur ekki verið gerð. Þá benda rannsóknir til þess að fjölsykrungabóluefni gegn pneumokokkum sé ekki virkt meðal áhættuhópa og ónæmisbældra. Framtíð bóluefnis gegn pneumokokkum er því óviss, en á síðustu árum hefur tekist að framkalla mun betri mótefnasvörun með því að tengya fjölsykrunga pneumokokka við protín (14-17) og lofa þær rannsókir góðu um að virkara bóluefni verði fáanlegt innan fárra ára. Má í því sambandi benda á að sams konar protín tengt bóluefni gegn Haemophilus influenzae hefur þegar sannað ágæti sitt við að verja böm gegn heilahimnubólgu þar sem eldra fjölsykrungabóluefni hafði haft umdeilanleg áhrif (18,19). Því virðist skynsamlegt að bíða um sinn eftir betra bóluefni, áður en fjöldabólusetning verður ráðlögð. Stór framvirk rannsókn á notagildi Pneumovax meðal heilbrigðs eldra fólks væri hins vegar þarft verkefni. HEIMILDIR 1. Hook EW III, Horton CA, Schaberg DR. Failure of intensive care unit support to influence mortality from pneumococcal bacteremia. JAMA 1983; 249: 1055-7. 2. Austrian R, Gold J. Pneumococcal bacteremia with special reference to bacteremic pneumococcal pneumonia. Ann Intem Med 1964; 60: 759-76. 3. Hilleman MR, Carlsson AJ, Mc Lean AA, Vella PP, Weibel RE, Woodhour AF. Streptococcus pneumoniae Polysaccharide Vaccine: Age and Dose Response, Safety, Persistence of Antibody, Revaccination and Simultaneous Administration of Pneumococcal and Influenza Vaccines. Rev Infect Dis 1981; 3: S31-S42. 4. Jonsson S, Musher DM, Chapman AJ, Goree A, Lawrence EC. Phagocytosis and Killing of Common Bacterial Pathogens of the Lung by Human Alveolar Macrophages. J Infecl Dis 1985; 152: 4-13. 5. Musher DM, Chapman AJ, Goree A, Jonsson S, Briles D, Baughn RE. Natural and Vaccine Related Immunity to Streptococcus pneumoniae. J Infect Dis 1986; 154: 245-55. 6. Riley ID, Tarr PI, Andrews M, et al. Immunization with a polyvalent pneumococcal vaccine: Reduction of Adult Respiratory Mortality in a New Guinea Highlands Community. Lancet 1977; I: 1338-41. 7. Austrian R, Douglas RM, Schiffman G, Coetzee AM, Koomhof HJ, Hayden-Smith S, Reid RDW. Prevention of Pneumococcal Pneumonia by Vaccination. Trans Assoc Am Physicians 1976; 89: 184-94. 8. Simberkoff MS, Cross AP, AL-Ibrahim M, et al. Efficacy of pneumococcal vaccine in high-risk patients. N Engl J Med 1986; 315: 1318-27. 9. Forrester HL, Jahnigen DW, La Force FM. Inefficacy of pneumococcal vaccine in a high-risk population. Am J Med 1987; 83: 425-30. 10. Douglas RM, Miles HB. Vaccination Against Streptococcus Pneumoniae in Childhood: Lack of Demonstrable Benefit in Young Australian Children. J Infect Dis; 1984: 151: 861-9. 11. Shapiro ED, Clemens JD. A controlled evaluation

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.