Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 27
4
LÆKNABLAÐIÐ
351
í finnskri könnun sýndi Rantakallio fram á
hærri tíðni ofnæmis hjá bömum ef foreldrar
þeirra reyktu (29). Sömu niðurstöðu fengu
Martinez og félagar á Ítalíu (27). í rannsókn
þeirra kom þessi munur þó aðeins fram hjá
drengjum. Kynjamunurinn skýrist líklega
af því hve rannsóknarhópurinn var lítill og
ofnæmi er algengara hjá drengjum en stúlkum.
Ekki staðfesta þó allar rannsóknir að óbeinar
reykingar valdi ofnæmi. Hvorki Ownby og
McCullough né Horwood og félagar fundu
samband milli reykinga foreldra og ofnæmis
hjá bömum (30,31).
Andrae og félagar hans könnuðu nýlega 4.990
böm á aldrinum hálfs árs til 16 ára í mið-
Svíþjóð með tilliti til astma, ofnæmis og
umhverfisþátta. Áhrif reykinga foreldra voru
athuguð meðal annars. Reykingar foreldra
ollu ertingu í öndunarvegi barnanna en ekki
aukinni tíðni ofnæmis. Hins vegar kom
fram aukin tíðni ofnæmis þegar saman fóru
reykingar foreldra og rakaskemmdir í húsnæði
á heimilum bamanna. Þannig var hættan á
ofnæmisastma 1.3 föld ef barnið ólst upp í
rakaskemmdu húsnæði, en 2.5 föld ælist það
upp í rakaskemmdu húsnæði þar sem foreldrar
reyktu (32).
Samband ofnæmis og óbeinna reykinga hefur
einnig verið rannsakað með dýratilraunum.
Rottur, sem látnar voru anda að sér tóbaksreyk
í átta vikur, reyndust hafa hærra IgE gildi
í sermi að þessum tíma liðnum en rottur
sem ekki önduðu að sér tóbaksreyk. Rottur
voru látnar anda að sér úða, sem innihélt
eggjahvítu. Helmingur þeirra hafði áður
andað að sér tóbaksreyk, og fengu þær meiri
svörun sértækra IgE-mótefna en þær rottur
sem ekki önduðu að sér tóbaksreyk. Ef
eggjahvítunni var sprautað undir húð dýranna
hafði tóbaksreykurinn ekki áhrif á sértæka IgE
svörun þeirra (33).
Mengun í andrúmslofti: Mengun er
einn versti fylgifiskur iðnaðarþjóðfélaga.
Uppsprettur mengunar eru margar.
Loftmengun hefur fylgt manninum allt frá
því að hann uppgötvaði eldinn. Nú á tímum
orsakast mengun oftast af þrennu: upphitun
húsa, bílaumferð og ýmsum iðnaði. Versta
mengunin stafar frá köfnunarefnistvíildi
(NO2), brennisteinstvíildi (SO2) og ósoni
(O3). Þessar lofttegundir erta öndunarvegina.
Það er löngu vitað að mengun af þeirra
völdum hefur slæm áhrif á teppusjúkdóma
í lungum, en síðustu árin hefur athyglin
einnig beinst að hugsanlegum áhrifum þeirra á
ofnæmi.
I könnun Andrae og félaga, sem áður var
getið, var nokkur hópur bamanna búsettur
í nágrenni verksmiðju sem framleiddi
pappírsmassa. Þessari framleiðslu fylgdi
veruleg loftmengun. Áætlað var að frá
verksmiðjunni bærist út í andrúmsloftið
0.1-1 tonn af föstum efnum, 0.5 tonn af
brennisteinstvíildi og 0.08 tonn af vetnissúlfíði
á dag. Önnur svæði sem könnunin náði
til voru talin laus við loftmengun. Fleiri
börn höfðu viðkvæma öndunarvegi og
ofnæmisastma í nágrenni verksmiðjunnar
en á öðrum svæðum, sem könnunin náði til.
Hættan á ofnæmisastma var 30% meiri þar en
þar sem ekki var loftmengun (32).
í Rín-Westfalen í Þýskalandi var meðalgildi
IgE í sermi skólabama rannsakað með tilliti
til mismunandi mengunar í umhverfi þeirra.
Meðalgildin voru marktækt hærri hjá þeim
bömum sem bjuggu á svæðum með mikilli
mengun en hjá þeim senr bjuggu við minni
mengun (34).
I lok síðari heimsstyrjaldar var frjókvef
sjaldgæfur sjúkdómur í Japan. Ofnæmi fyrir
frjói sedrusviðar var lýst í fyrsta sinn 1964.
Tíðni sedrusviðarofnæmis var 3.8% 1974,
5.8% 1977 og 9.4% 1981. Tíðni þess var
könnuð sérstaklega í mið-Japan. Mest var
tíðnin 13.2% í námunda við fjölfarinn veg
þar sem mikið var um sedrusvið. Næst mest
var tíðnin 9.6% í mikilli umferðarborg þar
sem lítið var um sedrusvið. Ofnæmi fyrir
sedrusviði var hins vegar minnst 5.1% í
námunda við sedrusviðarskóg, þar sem
bílaumferð var lítil (35). Þetta þótti benda
til áhrifa mengunar á tíðni ofnæmisins fyrir
sedrusviði. í framhaldi af þessum rannsóknum
voru gerðar tilraunir á músum. Dýrin voru
látin anda að sér útblæstri frá díselvélum
eða vegaryki og síðan eggjahvítu. Þessi dýr
mynduðu meira mótefni fyrir eggjahvítu en
viðmiðunarhópar dýra sem ekki önduðu að sér
díselútblæstri eða vegaryki (35).
Svipaðar niðurstöður fengust úr tilraunum
með naggrísi, sem önduðu að sér
brennisteinstvíildi, köfnunarefnistvíildi eða