Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 14
338 LÆKNABLAÐIÐ Útfall hjartans er CO = SV * R þar sem R er hjartsláttarhraði og verður útfallið þannig CO = d2/4 *7r * / v(l *^to v(t)dt * R (7) Þannig er unnt að mæla útfall hjartans bæði í lungnaslagæð og ósæð á einfaldan hátt, sé skekkjuvöldum haldið í lágmarki. Frá maí 1988 og til ársloka 1990 hafa öll böm sem gengist hafa undir hjartaþræðingu vegna meðfædds hjartagalla, verið ómskoðuð 1-14 dögum fyrir þræðingu. Sjúklingamir í okkar rannsókn 11 böm með op á milli gátta og einn sjúklingur með lungnabláæð frá hægra lunga sem tengdist í efri holæð (vena cava superior). Flæðismæling með Dopplerómun var notuð hjá þessum 12 sjúklingum og blóðflæði í ósæð (E-Qs) og lungnaslagæð (E-Qp) mælt. Notað var Hewlett-Packard ómskoðunartæki (HP sonos 500) við allar skoðanimar. Allar ómskoðanimar og mælingar voru framkvæmdar af sama aðila. Sjúklingamir vom á aldrinum eins árs til 12 ára. Yngstu bömunum var gefið róandi lyf (Chloral hydrate 65 - 90 mg/kg) fyrir ómskoðunina. Tvívíddarómskoðun var framkvæmd og notaður ómskanni (transducer) með tíðni 5.0 og/eða 3.5 MHz. Lokuhringir lungnaslagæðar og ósæðar vom mældir þar sem yfirsýn var best (myndir 2a og 2b), oftast var tekin mynd mynd sem fékkst við ofanverða vinstri stemal rönd í þverskurði (parastemal short axis) af lungnaslagæð og í langskurði (parastemal long axis) af ósæð. Við Dopplerómun var notað sama tæki. Omróf (velocity spectrum) í lungnaslagæð mælt með púlserandi Doppler var tekið í miðjum lokuhring rétt ofan við lungnalagæðarlokuna (mynd la). Ómróf í ósæð (mynd lb) var tekið í miðjum lokuhringnum rétt ofan ósæðarloku. Ómrófið var síðan prentað út með pappírshraða sem ýmist var 50 mm/sek eða 100 mm/sek (sjá myndir la og lb). Flatarmál ómrófs var mælt á tölvuskerminum með tölvuforriti frá Hewlett-Packard. Sjúklingamir 12 gengust undir hjartaþræðingu og í þeiiTÍ rannsókn var einnig gerð flæðismæling. Hjartaþræðing var framkvæmd þannig að 30-45 mínútur fyrir rannsókn var sjúklingunum gefin inndæling í vöðva Fig. 2a. Cross-sectional echo view of the pulmonary artery showing points of measurement. The distance from point a to point b is the diameter of the pulmonary outfiow tract. Fig. 2b. Cross-sectional echo view of the aorta showing points of measurement. Tlie distance from point c to point d (tlie attachment of the aortic valve leafiets) is the diameter of the aortic outfiow tract. með blöndu af Pethidin, Chlorpromazin og Phenergan. Skammtastærð var miðuð við líkamsþyngd. Svæfingar var ekki þörf hjá neinum sjúklinganna. Eftir staðdeyfingu var þræddur æðaleggur með Seldinger tækni upp eftir lærbláæð (vena femoralis), upp neðri holæð í hægri gátt hjartans; í efri holæð (vena cava superior), aftur í hægri gátt og þaðan í hægri slegil og út í lungnaslagæðar. Þrýstingur og súrefnismettun var mæld á þessum stöðum. Blóðflæði til lungna (C-Qp) og blóðflæði til líkamans um ósæð (C-Qs) var mælt með aðferð Ficks (8). Súrefnisupptaka var ekki mæld en metin eftir töflu þar sem tekið er tillit til stærðar sjúklingsins og hjartsláttarhraða er sýnin eru tekin (9). Mæligildin sem fengust voru síðan leiðrétt með tilliti til líkamsyfirborðs, bæði niðurstöður ómunar og þræðingar. Þá var hlutfallið milli

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.