Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1991, Side 30

Læknablaðið - 15.11.1991, Side 30
354 LÆKNABLAÐIÐ Tafla. Tíðni surgs meðal Islendinga. Rannsóknir (Heimildir) Fjöldi Aldur /ár Tíöni (Uppsöfnuö tíöni) Eiríksson 1990 (52) þéttbýli, strjálbýli 180 1.5 (14.4) Könnun læknanema 1975 (48) þéttbýli, strjálbýli 2772 40-49 (9.4) Gíslason 1984 (50) strjálbýli 319 6-50 14.7 Gíslason 1990 (51) þéttbýli 2902 20-45 18.2 DDD/1.000 íbúa/dag Milljónir kr. —•— Milljónir kr. Mynd 3. Neysla astmalyfja og heildsöluverð á verðlagi í september 1990. Skýrslur um lyfjasölu hér á landi sýna að sala astmalyfja hefur aukist úr 6.82 dagskömmtum á 1000 íbúa 1978 í 39.93 dagskammta á 1000 íbúa 1987 (53,54). Þetta er aukning um 585% á 10 ára tímabili (mynd 3). Engir nýir lyfjaflokkar komu fram við meðferð á astma á þessu tímabili. Hér er um sömu þróun að ræða og áður var vikið að í Bretlandi og Svfþjóð. Vegna fámennis eru dauðsföll af völdum astma fá hérlendis. Til að fá hugmynd um hvort dauðsföllum sé að fjölga hefur höfundur reiknað meðaltal dauðsfalla á tveimur 10 ára tímabilum 1960-69 og 1970-79 og einu níu ára tímabili 1980-88. Á sjöunda áratugnum dóu að meðaltali 1.65 einstaklingar á 100 þúsund íbúa á ári. Á áttunda áratugnum var þessi tala 3.07 og á níunda áratugnum 2.66 (54). Þótt hér sé um lágar tölur að ræða má þó álykta að dauðsföllum hafi ekki fjölgað síðasta áratug. Hins vegar hefur dauðsföllum af völdum annarra teppusjúkdóma fjölgað stórlega. Þau voru 2.26 á 100 þúsund íbúa 1960 og 17.21 á 100 þúsund íbúa 1988 (55). UMRÆÐA í greininni hefur verið bent á þrjú meginatriði sem geta haft áhrif á tíðni bráðaofnæmis: erfðaþætti, magn ofnæmisvaka í umhverfinu og ofnæmisglæðandi umhverfisþætti; þ.e. sýkingar og mengun. Þegar höfð eru í huga bág kjör þjóðarinnar á fyrri öldum og alger vöntun á heilbrigðisþjónustu er enginn vafi á því að áður fyrr hefur stór hluti ofnæmissjúklinga dáið af völdum ofnæmis án þess að geta böm. Þetta atriði hefur átt sinn þátt í að halda tíðni ofnæmis niðri. Með stórauknum ferðalögum innan lands og utan berast smitsjúkdómar, einkum veirusjúkdómar, hratt á milli manna. Tíðar veirusýkingar virðast plægja akurinn fyrir aukna tíðni ofnæmis, sennilega með því að skemma vamir slímhúðarinnar gegn ofnæmisvakanum. í því sambandi vakna spumingar um það hversu hollt sé að hafa böm á vöggustofum og bamaheimilum þar sem tíðni öndunarfærasýkinga er mikil. Athuganir í Finnlandi styrktu þó ekki þá tilgátu að dvöl á dagvistarstofnun fyrstu tvö ár ævinnar stuðlaði að ofnæmi (56). Þó virðast fyrstu mánuðir bamsins vera sérstaklega mikilvægir fyrir þróun ofnæmis síðar á ævinni eins og samband milli frjókomaofnæmis og fæðingarmánaðar sýnir. Áhrif reykinga á astma og ofnæmi eru það augljós að böm ættu í engum tilfellum að þurfa að anda að sér tóbaksreyk, allra síst þau sem hafa ofnæmi eða astma. Um aðra mengun er erfitt að dæma þar sem þekkingu skortir á aðstæðum fyrri tíma, bæði hvað varðar rykmengun og efnamengun. Það má þó telja sannað að efnamengun glæði myndun ofnæmis ef hún fer yfir ákveðin mörk. Þegar þessi atriði eru höfð í huga virðist ekki ólíklegt að tíðni astma og ofnæmis fari

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.