Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 50
368 LÆKNABLAÐIÐ Til athugunar á eigin mati sjúklings og hlutlægu mati læknis á afleiðingum sjúkdómsins var nýtt matskerfi (Total locomotion score) sérstaklega unnið og prófað/notað við mat á um 200 sjúklingum. Kerfið er eins konar tölvuskráð sjúkraskrá, sem gefur möguleika á fjölbreytilegri notkun, til dæmis mati á ástandi sjúklingahópa, samanburði á hópum, heildarmati á sjúklingi fyrir og eftir skurðaðgerðir eða aðra meðferð, ásamt mati á kostnaði með tilliti til alvarleika sjúkdómsins. Kerfið gefur einingar frá 0-100, fáar fyrir þá sem eru verst haldnir en margar fyrir þá betur settu. Þessi nýja matsaðferð liðagigtarsjúklinga hefur hlotið birtingu í tveimur norrænum fagtímaritum. Þær leggja grunn að áframhaldandi rannsóknum bæklunarlækna á málefnum þessa hóps og eru grundvöllur samanburðar fyrir hóp- og meðferðarrannsóknir á þessu sviði. Kostnaður þjóðfélagsins fyrir þennan sjúklingahóp var athugaður bæði hvað varðar beinan (sjúlaakostnað) og óbeinan (vinnutap) kostnað. Verst setti hópurinn (minna en 50 einingar samkvæmt matskerfi) hefur 20 sinnum hærri kostnað en sá best setti (90-100 einingar), hópurinn með 50-70 einingar hefur sjö sinnum hærri kostnað og hópurinn með 70-90 einingar fimm sinnum hærri kostnað en þeir með 90-100 einingar. Aldnir hafa hæstan sjúkrakostnað en þeir yngri vinnutapskostnað. Þjóðfélagið ber hærri kostnað, ef sjúkdómurinn leggst meira á neðri útlimi en þá efri og sjúkdómurinn virðist leggjast verst á hnén. Gerviliðir í mjöðmum og hnjám hafa reynst vel hjá þessum hópi sjúklinga, en verið minna notaðir í öxlum og enn minna í olnbogum. Reynsla af 20 gerviliðaaðgerðum á olnbogum liðagigtarsjúklinga virðist góð, hæfni sjúklinga hvað varðar hreyfigetu, styrk og hæfni handar sömu megin eykst til muna og verkir og eymsli hverfa. Hins vegar virðist langtíma árangur ekki enn eins tryggur hvað varðar þessar aðgerðir miðað við hné og mjaðmir og heildaráhrif á getu sjúklinganna ekki eins mikil. Síðasti hlutinn fjallar um félagslegan og efnahagslegan árangur 54 gerviliðaaðgerða í mjöðmum og hnjám sjúklinga með liðagigt. Bati er verulegur það er um 10 einingar að meðaltali fyrir alla sjúklingana; óháð aldri, kyni og ástandi sjúklings fyrir aðgerð, það er hvort hann er verulega illa haldinn (margir liðir illa famir) eða með vægari einkenni (til dæmis einn illa farinn lið). Almennt ástand sjúklinga batnaði, félagsleg einangrun minnkaði og kostnaður við félagslega aðstoð minnkaði um 31% á fyrsta ári eftir aðgerðina. Þeir sjúklingar, sem komust í vinnu aftur unnu þjóðfélaginu inn tvær hnéaðgerðir og þrjár mjaðmaaðgerðir með einu vinnuári eftir aðgerðina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.