Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1992, Page 17

Læknablaðið - 15.03.1992, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 91 sjúkdómar í hjartalokum. Þótt þessir sjúkdómar geti valdið hjartsláttaróreglu frá gáttum reyndust þeir, að ósæðarlokusjúkdómi undanskildum, ekki hafa forspárgildi fyrir árangur rafvendingar. Sjúklingar með lungnasjúkdóm fóru hins vegar marktækt færri í sinustakt og er það í samræmi við niðurstöður nýlegrar rannsóknar (7). Saga unt mikla áfengisneyslu kom fram hjá sjö sjúklingum. Skammtíma áfengisneysla getur ein sér valdið taktóreglu frá gáttum og langtíma ofnotkun að auki valdið hjartavöðvasjúkdómi (alcoholic cardiomyopathy) og gáttatifi af þeim orsökum (13). Sjúklingar þar sem enginn ákveðinn grunnsjúkdómur fannst fóru, með einni undantekningu, allir í sinustakt (17 af 18). Langtíma árangur hjá þeim er óþekktur í núverandi könnun, en slíkir sjúklingar geta haft slakan langtíma árangur af rafvendingu þó að frumárangur virðist góður (14). Hjartastærð á röntgenmynd hafði ekki marktæk áhrif á frumárangur rafvendingar og er þetta í samræmi við niðurstöður annarrar rannsóknar (7). Því hefur verið lýst að sjúklingum með takttruflanir frá gáttum sé 5-17 sinnum hættara við segareki til heila, allt eftir því hvaða hjartasjúkdómur býr að baki (2,15). Aðeins fjórir sjúklingar höfðu sögu um segarek fyrir rafvendingu, þar af tveir segarek til heila. Hugsanleg skýring er val rannsóknarhópsins, t.d. er mögulegt að sjúklingar sem þegar hafi fengið segarek til heila og vandamál því fylgjandi hafi ekki þótt heppilegir til rafvendingar. Tveir þriðju sjúklinganna fengu dígoxín fyrir rafvendingu. Dígoxín og skyld lyf hafa lengi verið notuð við gáttatifi. Lyfið hægir á sleglasvörun hjá sjúklingum með gáttatif með því að torvelda leiðni um gáttasleglahnút. Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á að dígoxín sé árangursríkt til þess að venda bráðu gáttatifi yfir í sinustakt, né til þess að hindra endurkomu gáttatifs eftir rafvendingu (16). Endurkoma takttruflana frá gáttum eftir árangursríka rafvendingu er enn verulegt vandamál. Nýleg samantektarrannsókn sýndi að 50% sjúklinga sem fengu kínidín eftir rafvendingu voru í sinustakti ári síðar (17). Hins vegar reyndist dánartíðni sjúklinga sem fengu kínidín vera allt að þrefalt hærri en hjá þeim sem fengu lyfleysu (17). I annarri rannsókn kom fram að tvö önnur lyf við hjartsláttartruflunum, flekainíð og enkainíð, virtust auka hættu á skyndidauða (18). Sótalól, sem er beta-hemjari með séráhrif á takttruflanir, virðist viðhalda sinustakti eftir rafvendingu vegna gáttatifs ekki síður en kínidín (19). Allir sjúklingar sem fengu amíódarón fyrir rafvendingu fóru í sinustakt. Rannsóknir hafa sýnt að amíódarón hefur ýmsa kosti sem meðferð við gáttatifi. Hjá sjúklingum sem fengu amíódarón fyrir rafvendingu virðist stækkuð vinstri gátt, varanleiki gáttatifs og aldur sjúklings ekki skipta höfuðmáli fyrir viðhald sinustakts eftir rafvendingu (20,21). Örfáir sjúklingar í núverandi rannsókn fengu disópýramíð, en lyfið hefur reynst ágætlega hjá sjúklingum með gáttatif (12). Ekki er ólíklegt að á næstu árum muni draga úr notkun lyfja eins og kínidíns og flekainíðs, en þess í stað muni notkun lyfja eins og sótalóls og amíódaróns gegn takttruflunum frá gáttum aukast. Eftirtektarvert er hversu margir sjúklingar í núverandi rannsókn fengu heparín fyrir rafvendingu, eða 41 (51%). Slík blóðþynningarmeðferð fyrir rafvendingu er óalgeng, almennt er warfarín notað. Alls fóru 11 sjúklingar í rafvendingu án þess að vera á blóðþynningarmeðferð, þar af höfðu átta sjúklingar gáttatif og hafði það staðið lengur en eina viku hjá fjórum þeirra. Sterk tengsl eru á milli langvinns gáttatifs og segareks. Rafvending eykur enn á hættuna á segareki, en formeðferð með blóðþynningarlyfjum virðist minnka áhættuna (22,23). Blóðþynning fyrir rafvendingu með warfaríni hefur verið ráðlögð hjá öllum með gáttatif sem varað hefur lengur en í tvo daga, en hún er ekki talin nauðsynleg hjá sjúklingum með gáttatif sem varað hefur skemur en tvo daga, gáttaflökt, eða ofanslegla hraðtakt (supraventricular tachycardia) (24). Mælt er með blóðþynningu í allt að fjórar vikur eftir árangursríka rafvendingu vegna hættu á segareki, því að bið getur orðið á að samdráttarhæfni gátta lagist þó rafvirkni í gáttum sé aftur orðin eðlileg (25,26). Hjá þeim sem hafa lokusjúkdóma, gerviloku eða sögu um endurtekin segarek er hins vegar mælt með langtíma blóðþynningu (27). Þeir sem eru áfram með gáttatif eftir rafvendingu eru áhættuhópur fyrir segarek til heila. Nýleg

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.