Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1992, Page 22

Læknablaðið - 15.03.1992, Page 22
96 LÆKNABLAÐIÐ fékk í fyrstu utanbastsígerð (abscessus epiduralis). Fór hann í aðgerð af þeim sökum, en vegna versnandi sjúkdómseinkenna og merkja um ígerð í heila (sjá mynd) var þörf á kúpuopnun á nýjan leik (craniotomia). Sjúklingur 8, 62 ára kona, greindist með ígerð í heila af völdum sýkingar í ennisskútum. Fimm árum áður hafði hún gengist undir aðgerð á ennisskúta vegna sýkingar þar. Sjúkdómurinn hafði hins vegar blossað upp að nýju. Allir sjúklinganna sem um ræðir höfðu verið meðhöndlaðir með sýklalyfjum í munn eða í staðbundnu formi í eyra, áður en fylgikvillar komu fram. Meðalvistunartími á sjúkrahúsi voru tæpar sex vikur (frá einum degi til níu vikna). Eitt dauðsfall var í þessum hópi. UMRÆÐA Fyrir daga sýklalyfja fengu 2.3% sjúklinga með miðeymabólgu alvarlega fylgikvilla. Hins vegar greindust slíkir fylgikvillar hjá 0.15% tilvika miðeymabólgu við rannsóknir frá 1962 (2). Þótt tíðni hinna alvarlegri fylgikvilla í miðtaugakerh hafi snarlega minnkað á síðustu áratugum, er greinilegt að vandamálið heyrir ekki sögunni til. ígerð í heila er alvarlegasti fylgikvillinn í þessu uppgjöri og sá sjúkdómur, sem olli dauða eins sjúklings og lengstri sjúkrahúsvistun í öðrum tilfellum. Dánartala af völdum heilaígerðar er enn mjög há, 20-40%, þrátt fyrir tilkomu sýklalyfja og nútíma skurðaðgerða á heila (4-6). Nokkrum erfiðleikum getur verið bundið að greina slíkar ígerðir. Tölvusneiðmyndataka af höfði hefur reynst ómetanleg hjálp og auðveldað greiningu. Engu að síður hafði einn sjúklinganna hita af óþekktum toga um tveggja vikna skeið, áður en tölvusneiðmynd sýndi óyggjandi merki um ígerð í heila. Sýkingar í miðeyra og skútum geta borist til miðtaugakerfis eftir fems konar leiðum. Sýking getur orðið gegnum bein, vegna breytinga af völdum bein- og mergbólgu (osteitis-osteomyelitis). Sýkingar kunna að berast af völdum æðabólgu í gegnum frauðsbláæðar (venae diploicae) í andlitsbeinum og höfuðkúpu. Sýkingar geta borist með blóðsmitun (hematogen). I fjórða lagi geta sýkingar orðið í gegnum fyrirfram mótaðar brautir, svo sem kringlótta gluggann í miðeyra (fenestra rotundum) (7,8). Útferð úr miðeyra og stikli (otorrhea), mánuðum eða árum saman, er merki um langvinna sýkingu í slímhúð og/eða beini og því hætta á útbreiðslu til miðtaugakerfis! Slíka eymasjúkdóma ber að kanna með tilliti til aðgerðar á miðeyra og stikli (tympanomastoidectomia) (9,10). Astæða er til að benda á, að bólga í ennisskútum og öðrum afholum nefs olli ígerð í heila hjá þremur sjúklinganna og innanbastsígerð að auki hjá einunr. Sjúklingi ineð bólgu í ennisskútum, sem ekki svarar sýklalyfjameðferð á tveimur til þremur sólarhringum og hefur versnandi höfuðverk, skal vísað til frekari meðferðar í þrýstingslækkandi skyni (6,11.16). Segamyndun í bugastokk (thrombosis sinus lateralis), sem greindist hjá sjúklingi 4, er sjaldgæfur fylgikvilli við miðeyma- og stikilbólgu. Bólga í stikli getur leitt til blóðsegamyndunar í bugastokk með hækkun á mænuvökvaþrýstingi og bjúg í sjóntaugardoppu (papilloedema). Hugtakið hydrocephalus otitica er notað yfir það fyrirbæri er mikil hækkun verður á nrænuvökvaþrýstingi, án útvíkkunar á heilahólfum (12). Er því ekki um að ræða venjulega vatnshöfuðsmyndun. Hydrocephalus otitica er oft í tengslum við ofangreinda segamyndun í bugastokk. Hydrocephalus otitica hefur öðru nafni verið nefnt falskt heilaæxli (pseudotumor cerebri), hugtak sem notað er um góðkynja hækkun á mænuvökvaþrýstingi (13). Eymasjúkdómar eru taldir standa að baki um 20% af þessu fyrirbæri (12). Lömun í andlitstaug af völdum bráðrar miðeymabólgu er þekkt fyrirbæri. I 25% einstaklinga er andlitstaugin óvarin, þar sem hún liggur í gegnum miðeyrað (5). Af þeim sökum er hætta á að sýkingar valdi lömun í tauginni. Reyndar má telja þennan fylgikvilla afar sjaldgæfan, miðað við hversu tíður eymabólgusjúkdómurinn er. Bati næst nær ætíð við ástungu og tæmingu á greftri úr miðeyra, en aðgerð á stikli (mastoidectomia)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.