Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1992, Side 38

Læknablaðið - 15.03.1992, Side 38
110 LÆKNABLAÐIÐ Greining á kattarklórskvilla byggist á að fullnægt sé þremur af eftirtöldum fjórum auðkennum (8): 1. Merki um kattarklór eða bit eða frumlöskun á húð, auga eða slímhúð. 2. Jákvætt húðpróf. 3. Neikvæðar rannsóknir er lúta að greiningu annarra orsaka, þar með taldar baktenusýkingar, veirur og berklar (tafla 11). 4. Sérkennandi vefjabreytingar í vefjasýnum frá frumlöskunum eða frá eitlum (8). Mismunagreining er fyrst og fremst við aðra sjúkdóma sem valda eitlastækkun svo sem sýkingar og illkynja sjúkdómar (tafla II). Áður var talið var að kattarklórskvilla fylgdi ævinlega eitlabólga og var sjúkdómurinn ekki greindur án þeirra. Nú hefur verið staðfest að svo er ekki (22,25). Árið 1988 var þremur bömum lýst með gleypifrumuhnúða í lifur (22). Tvö bamanna höfðu hvorki almenna né svæðisbundna eitlabólgu. Greining kattarklórskvilla var hins vegar staðfest er bakteríumar fundust í greftri. Bömunum batnaði fullkomlega án meðferðar. Undanfarið hafa fleiri greinar birst sem staðfesta kattarklórskvilla í lifur eða milta, jafnvel án greinanlegrar eitlabólgu (12,23). Þetta staðfestir enn frekar að kattarklórskvilli getur einnig lagst á innri líffæri, og þá ef til vill einnig önnur líffærakerfi, jafnvel án greinanlegrar eitlabólgu ákveðinna svæða. Því verður að hafa þennan kvilla í huga við greiningu sjúkdóma í innri líffærum þrátt fyrir að einkenni kattarklórskvilla séu ekki ljós. MEÐFERÐ Þar sem kattarklórskvilli gengur að jafnaði yfir án varanlegra afleiðinga er sérstök meðferð ónauðsynleg. Hafa má þó í huga að kvillinn er stundum afar hvimleiður og einstaka sinnum hættulegur. Sýklalyfjameðferð hefur verið lýst í örfáum tilfellum (9,13). Slík meðferð er umdeild enda ómarkviss. Sá árangur sem náðst hefur við ræktun bakteríunnar opnar möguleika á að framkvæma næmispróf. Líklegt verður að teljast að innan skamms verði unnt að meðhöndla sýkinguna markvisst. Tafla II. Mismunagreining kattarklórskvilla. 1) Svœöisbundnir eitlar: graftrarígeröir óvenjulegar mycoplasma sýkingar berklar, þar meö taldir frábrigöilegir berklar Hodgkin's sjúkdómur og önnur eitlafrumukrabbamein Crohn's sjúkdómur 2) Almennar eitlastœkkanir: Veirur: Aðrar orsakir: eitlasótt (Epstein Barr veira) berklar cytomegaloveira bogafrymill (toxoplasma) adenoveira hvítblæöi iöraveira (enteroveira) traffrumnager (histiocytosis) áblásturssóttarveirur (herpes) sarklíki (sarcoidosis) eyöni Kawasaki-sjúkdómur Inngrip skurðlækna eru oftast óþörf. Við mikla kýlamyndun geta þó slík inngrip verið óhjákvæmileg. Umtalsverð hætta er á fistlamyndun í kjölfar aðgerða (10,7). Þar sem sjúkdómurinn berst ekki frá manni til manns er einangrun sýktra einstaklinga óþörf. Kettir veikjast ekki sjálfir af bakteríunni og raunar hefur ekki enn tekist að einangra bakteríuna frá köttum. Kattavinum til hugarhægðar er rétt að fram komi að ekki er talin sérstök ástæða til aðgerða gegn köttum, þeir eru oftast lausir við allt smit er sjúkdómurinn greinist (8,9). SAMANTEKT Kattarklórskvilli er sýking af völdum gram- neikvæðrar bakteríu. Algengast er að böm og unglingar fái kvillann sem kemur oftast í kjölfar klórs eða bits kattar. Fáum dögum eftir klór myndast nabbi á húðinni. Umtalsverð bólga í svæðiseitlum fylgir, án vessaæðabólgu. Eitlamir eru sárir. Kvillanum fylgir almennt slen og hiti. Sýkingin getur komið fram í flestum líffærum, þar með talið lifur, milta og miðtaugakerfi. Greiningu má staðfesta með húðprófi og væntanlega með ræktun og hugsanlega með mótefnaprófum eða öðrum aðferðum áður en langt um líður. Sérstök meðferð er oftast óþörf enda gengur kvillinn yfir án eftirkasta. HEIMILDIR 1. Debre R. Lamy M. Jammer M, et al. La maladie des griffes de chat. Bull Mem Soc Med Hop (Paris) 1950; 66: 76-9.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.