Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1992, Page 43

Læknablaðið - 15.03.1992, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 115-7. 115 Sigurður Gunnlaugsson, Reynir Tómas Geirsson ÞYNGDARAUKNING ÍSLENSKRA KVENNA í MEÐGÖNGU ÁGRIP Þyngdaraukning í meðgöngu var athuguð í hópi 885 kvenna sem valdar voru sem hendingarúrtak fæðandi kvenna á árinu 1985. Meðalþyngdaraukning var 14.75 kg, en algengismörk (tvö meðalfrávik) voru frá 5.6 upp í 23.9 kg. Meðalþyngdaraukning á viku var 495 g (algengismörk 151-839 g). Þyngdaraukning jókst með hærri lrkamshæð. Frumbyrjur þyngdust meira en fjölbyrjur og konur með væga blóðþrýstinghækkun meira en þær sem höfðu eðlilegan blóðþrýsting. íslenskar konur eru hærri og þyngri en konur í erlendum viðmiðunarhópum, þær eiga stærri böm og bæta að meðaltali um 18% meiri þyngd á sig í eðlilegri meðgöngu. INNGANGUR Næringarástand þungaðrar konu hefur áhrif á getu hennar til að eignast heilbrigð böm. Rannsóknir eftir síðari heimsstyrjöld hafa sýnt að á tímum þegar hungursneyð geisar, fækkar bameignum, bömin verða léttari og fleiri konur láta fóstri (1). Langvarandi vannæring í iðnaðarborgum Vesturlanda hefur verið tengd léttburum og hærri tíðni fósturgalla (2). Samt var algengt að reyna að halda þyngdaraukningu í meðgöngu í skefjum fyrr á þessari öld. Tilgangurinn var að reyna að fyrirbyggja algenga meðgöngukvilla, einkum meðgöngueitrun (preeclampsia). Ekki er lengur talið að það sé hægt eða að fyrir því sé neinn skynsamlegur grundvöllur (2,3). Ýtarlegar rannsóknir í Aberdeen í Skotlandi á ámnum 1950-65 sýndu að meðalþyngdaraukning í meðgöngu þar var 12.5 kg eða um 20% viðbót við þyngd fyrir meðgöngu, en mörk eðlilegrar Frá kvennadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Reynir Tómas Geirsson. Lykilorö: Prenatal care, fetal growth. þyngdaraukningar voru mjög víð (2). Oftast er miðað við þessa tölu enn í dag varðandi eðlilega þyngdaraukningu í meðgöngu vegna þess hve vönduð Aberdeen-athugunin var. íslensk böm eru hinsvegar að meðaltali um 10% þyngri en böm kvenna í Aberdeen voru um 1960 og íslenskar konur eru hærri en skoskar (4). Því var líklegt að meðalþyngdaraukning íslenskra kvenna væri meiri. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Ur fæðingaskráningunni voru fengnar upplýsingar um allar 3796 fæðingar ársins 1985. Með hendingamúmerum (random numbers) (5) var fengið úrtak nálægt fjórðu hverrar konu (alls 904). Mæðraskrár þessara kvenna voru allar athugaðar að undanskildum 19 tilvikum þar sem mæðraskrár fundust ekki (úrtakið er 885 konur). Af konunum komu 22% til skoðunar og fyrstu þyngdarmælingar fyrir 12 vikna meðgöngu, en alls komu 70% við eða fyrir 20 vikna meðgöngu (meðaltalið er 14.3 vikur), 27% á öðrum og 3% á síðasta þriðjungi meðgöngu. Safnað var upplýsingum um aldur, hæð, meðgöngusögu, þyngd fyrir meðgöngu samkvæmt því sem konan veitti sjálf upplýsingar um í mæðraskrá, þyngd við fyrstu og síðustu komu til mæðraskoðunar, háþrýsting, bjúg, eggjahvítu í J)vagi og fæðingarþyngd bama þeirra. Urtak heils árs og allra fæðinga á landinu var notað til að forðast valáhrif (selection bias) vegna búsetu og árstíða. Þyngdaraukning var könnuð sem hluti annarrar athugunar á tíðni háþrýstings í meðgöngu (6). Heildarþyngdaraukning var reiknuð út frá uppgefinni þyngd fyrir meðgöngu, en þyngdaraukning á viku út frá mældri þyngd við fyrstu að síðustu komu. Við

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.