Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1992, Síða 45

Læknablaðið - 15.03.1992, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 117 blóðþrýstingi í meðgöngu, en lítil þyngdaraukning hærri tíðni fyrirbura- og léttburafæðinga jafnframt því sem burðarmálsdauði er hærri hjá þeim konum (3,8,9). Þyngdaraukning er hlutfallslega ekki meiri hjá feitlögnum konum en þeim sem eru grannar, og vökvasöfnun er stærri hluti aukningarinnar hjá þeim sem eru feitar miðað við grannvaxnar konur (3). Ef feitlagin kona þyngist lítið, virðast ekki fylgja sömu áhrif í átt að lægri fæðingarþyngd og sjást hjá þeim sem eru meðalþungar (10,11), enda tengist fæðingarþyngd fremur fitusneyddum líkamsmassa (lean body mass) en magni fituvefs (12). Þetta er í samræmi við fylgni milli meiri þyngdaraukningar og líkamshæðar kvennanna og meiri fæðingarþyngdar bama þeirra hærri í þessari athugun. Ekki var hægt að reikna af gögnum okkar hvenær þyngdaraukning var hröðust. Erlendar athuganir benda til að hún sé nokkuð jöfn á síðari tveim þriðjungum meðgöngu, en þó heldur hraðari milli 17. og 24. viku og heldur hægir á þyngdaraukningu á síðasta meðgönguþriðjungi (7,9). Þyngdaraukning getur verið mjög mismunandi í eðlilegri meðgöngu (3,7). Meðalfrávik daglegra þyngdarbreytinga er um 0.5% af meðalþyngdinni (3). Þyngdaraukning á einni viku, sem nemur 500 g hjá 60 kg konu, er því innan þess sem eðlilegt getur talist og þarf ekki að þýða raunverulega breytingu á þyngd né vera vísbending um áhættu í meðgöngu. Ef þyngd breytist hinsvegar ekki á lengri tíma getur það tengst hærri burðarmálsdauða. Mæling á líkamsþyngd er þessvegna nauðsynlegur þáttur meðgöngueftirlits. I nýlegri athugun á burðarmálsdauða á íslandi voru allnokkur tilvik þar sem léttburi lifði ekki og láðst hafði að athuga nánar konur sem ekki þyngdust í meðgöngu (13). Lítil eða mjög hröð þyngdaraukning í meðgöngu á að skoðast sem varúðarmerki og hvati til frekari athugana á meðgöngunni. Þessi athugun sýndi að gera má ráð fyrir nokkru meiri þyngdaraukningu hjá íslenskum konum heldur en álitið hefur verið eðlilegt samkvæmt eldri erlendum athugunum, en önnur atriði er varða þyngdarbreytingar á meðgöngu voru ekki frábrugðin því sem aðrir hafa lýst. ÞAKKIR Hvatamaður að þessari athugun var dr. med. Gunnlaugur Snædal, prófessor á kvennadeild Landspítalans. SUMMARY Weight gain in pregnancy was studied in a random sample of 885 Icelandic women delivering during 1985. The mean weight gain was 14.75 kg, but the normal variation by two standard deviations was from 5.6 to 23.9 kg. The mean weekly gain was 495 g (SD 151-839 g). Primigravid women gained more weight than the parous and women with mild pregnancy-induced hypertension gained more than those who were normotensive. Icelandic women are generally taller and heavier than women in comparable studies from other countries. They deliver larger babies and in normal pregnancy their weight gain is on average 18% over a common reference mean. HEIMILDIR 1. Stein Z, Susser M, Sacnger G, Marolla F. Famine and human development. Oxford: Oxford University Press, 1975. 2. Baird D. Environment and reproduction. Br J Obstet Gynaecol 1980; 87: 1057-67. 3. Hytten FE. Weight gain in pregnancy - 30 years of research. SA Med J 1981; 60: 15-9. 4. Biering G, Snædal G, Sigvaldason H. Ragnarsson J, Geirsson RT. Size at birth in lceland. Acta Pædiatr Scand 1985; Suppl 319: 68-73. 5. Linder A. Planen und Auswerten von Versuchen. 2. Aufl. Basel: Birkháuser, 1959: 177. 6. Gunnlaugsson SR. Geirsson RT, Hallgrímsson JTh, Snædal G. Incidence and relation to parity of pregnancy-induced hypertension in Iceland. Acta Obstet Gynecol Scand 1990; 68: 599-601. 7. Hytten FE, Chamberlain G. Clinical Physiology in Obstetrics. Oxford: Blackwell Scientific Publications, 1980: 193-233. 8. Dawes MG, Grudzinskas JG. Pattems of matemal weight gain in pregnancy. Br J Obstct Gynaecol 1991; 98: 195-201. 9. Abrams B, Newman V, Key T, Parker J. Matemal weight gain and preterm delivery. Obstet Gynecol 1989; 74: 577-83. 10. Mitchell MC, Lemer E. A comparison of pregnancy outcome in overweight and normal weight women. J Am Coll Nutr 1989; 8: 617-24. 11. Rössner S. Öhlin A. Matemal body weight and relation to birth weight. Acta Obstet Gynecol Scand 1990; 69: 475-8. 12. Langhoff-Roos J, Lindmark G, Gebre-Medin M. Matemal fat stores and fat accretion during pregnancy in relation to birthweight. Br J Obstet Gynaecol 1987; 94: 1170-7. 13. Georgsdóttir I, Geirsson RT, Jóhannson JH, Biering G, Snædal G. Can we expect to lower perinatal and neonatal mortality? Acta Obstet Gynecol Scand 1989; 68: 109-12.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.