Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 6
758
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Ritstjórnargrein
Er nokkuð yndislegra en
hlæjandi, frískur krakki?
Á undanförnum árum hafa orðið stórstígar
framfarir í meðferð á meðfæddum hjartagöll-
um hjá börnum. Horfur barna með algenga
hjartagalla eru nú góðar og viðunandi hvað
varðar sjaldgæfari og alvarlegri galla. Þetta má
þakka vaxandi þekkingu, nákvæmari grein-
ingu, betri svæfingar- og gjörgæslumeðferð og
ekki síst nýrri þróun í hjartaskurðtækni.
Nú hafa verið gerðar vel á þriðja tug hjarta-
skurðaðgerða á börnum hérlendis með góðum
árangri og til stendur að auka þá starfsemi
verulega.
Landssamtök hjartasjúklinga og Foreldra-
samtök hjartveikra barna svo og Rauði kross
Islands og heilbrigðisráðherra í samvinnu við
Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisspítala hafa
gert slík áform möguleg fjárhagslega, en lækn-
isfræðilegur jarðvegur hefur orðið til sem eðli-
legt framhald af 10 ára farsælli þjónustu hjarta-
og lungnaskurðdeildar Landspítalans, en á síð-
ustu 10 árum hafa verið framkvæmdar hátt í
2000 aðgerðir á fullorðnum hjartasjúklingum
hérlendis, með góðum árangri.
Frumkvöðlar barnahjartaskurðlækninga,
sem flestir eru enn á lífi, og ég dái mjög, eru
gæddir þeim eiginleikum sem prýða skyldu alla
lækna, það er virðingu fyrir lífinu og vefjum
líkamans, heiðarleika, hugrekki og dóm-
greind, háleitum markmiðum og ástríðu til að
láta gott af sér leiða. Þcir sem lengst hafa náð
og lagt mest af mörkum til okkar hinna sem á
eftir komum hafa skapað sér virðingu með gáf-
um, fórnfýsi á eiginn tíma og einlægri ósk um
að lina þjáningar annarra. Til að ná slíkum
frama þurftu þeir auk þess að hafa skapandi
hugarfar, innsæi og sköpunargleði, að hafa til
að bera góða skipulagsgáfu og vera allt í senn
skurðlæknar með fallegan stíl, kennarar og vís-
indamenn.
Ef líkja á eftir slíkum mönnum í dag virðist
það óhugsandi en vert er þó að reyna það og
taka þá sér að minnsta kosti til fyrirmyndar, en
forðast til dæmis að sækjast eftir ráðningu á
sjúkrahúsi og hlaupa síðan óðara út af sjúkra-
húsinu aftur í launaleit, þegar staðan á sjúkra-
húsinu er fengin.
Vinnuveitandinn ber hér vissulega sinn hluta
af ábyrgðinni, því með láglaunapólitík á
sjúkrahúsum á Islandi hefur vinnuveitandinn
unnið gegn eðlilegri framþróun læknisfræðinn-
ar. Með lágum föstum launum á sjúkrahúsum
er hætt við því að við, breiskir sjúkrahúslækn-
ar, freistumst til að fórna faglegum metnaði í
skiptum fyrir peninga, seilast í auðfengnara fé
utan sjúkrahúsanna eða við ferilverk, í stað
þess að helga okkur leiðtogastarfinu á sjúkra-
húsinu. Á sjúkrahúsunum eiga erfiðustu við-
fangsefnin að fá úrlausn og vinna við þau á að
sitja í fyrirrúmi og vera best launuð, slíkt kem-
ur í veg fyrir fyrrnefndar freistingar sem eru af
hinu illa. Það hefur því faglega og læknisfræði-
lega þýðingu að standa rétt að komandi kjara-
samningum.
Skurðlæknirinn þarf að vera góður leiðtogi
og bera virðingu fyrir samstarfsfólkinu, sjúk-
lingum og aðstandendum þeirra. Hann þarf að
gera sér skýra grein fyrir því að skurðaðgerð er
framkvæmd á samningi sem hann hefur gert
við sjúklinginn eða við foreldri sjúklings ef um
barn er að ræða. Það eru réttindi og ljúf skylda
skurðlæknisins að standa einn og óskiptur með
sjúklingi sínum að slíkum samningi, sem oftar
en ekki ræður lífi og heilsu þess veika. Veggir
sjúkrahúsanna eða stofnun sem slík fram-
kvæma ekki aðgerðirnar heldur fólkið sem þar
vinnur. Styrkur skurðlæknis felst í því að vita
hvað þurfi að gera og geta framkvæmt það;
hafa vísindalega þekkingu og tæknilega getu.
Læknisfræði eru óviss vísindi og því er nauð-
synlegt að mannlegur þáttur í samningi milli
sjúklings og skurðlæknis vegi mjög þungt. Ekki
má lofa meiru en staðið verður við og menn