Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 7

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 759 veröa að vita sín takmörk. Ekki er þó rétt undir neinum kringumstæðum að hlífa sér við álagi og erfiðleikum til þess að sleppa „billega“ sjálf- ur. Ef skurðlæknirinn hefur eitthvað mikilvægt að færa sjúklingi sínum, ber honum að láta þá þjónustu í té skilyrðislaust þótt hann taki áhættu um eigin heilsu og þrek. Barnahjartaskurðlækningar eru oft á tíðum áhættusamar og ganga nærri öllum sem við þær fást, bæði á skurðstofu og utan hennar. En hver sigur er sætur og skilningur okkar batnar stöðugt á því hvernig betur megi lagfæra með- fædda galla á unga aldri. Petta er gert í góðri samvinnu við barnahjartalyflækna sem leggja til nákvæma og mikilvæga sjúkdómsgreiningu og meðferð ýmiskonar, til dæmis með aðstoð hjartaþræðinga og ómsjár. Okkur eykst stöðugt skilningur á því hvernig forðast megi skerta starfsemi æðaþels (æða- slökun) eftir súrefnisskort í hjartaskurðaðgerð og aukið gegndreypi háræða eða leka út í milli- frumurýmið; hvernig ráða megi við samspil hvítra blóðkorna og æðaþels og starfstruflun æða eftir súrefnisskort í eðlilegum líkamshita eða við mikla líkamskælingu, sem svo oft er notuð við hjartaskurðaðgerðir á börnum og hvernig einstofna mótefni (monoclonal anti- bodies) gætu hugsanlega hindrað þetta. Hvernig bólguframkallandi þættir eins og virkjuð hjástoð (activated complement) C5a, platelet activating factor (PAF), tumor necrosis factor (TNF), interleukin-1 (IL-1) og leukotrine B4 losna og skemma ekki aðeins hjartað, held- ur einnig heila, mænu og aðra vefi; hvernig hvítar frumur geta tekið upp á því að losa highly reactive oxygen free radicals og hvernig megi forðast það eða verjast þessum hættulegu efnum. Barnahjartaskurðlækningar eru lækningar þar sem saman fer allt það besta sem læknis- fræðin hefur upp á að bjóða í dag og til næstu framtíðar, hvort sem viðfangsefnin verða börn, ungabörn, nýburar eða fóstur. Allt líf á rétt á því að fá að njóta þess að verða frískir og glaðir einstaklingar ef því verður við komið og það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að svo megi verða. Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir Landspítalanum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.