Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 10
762 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 gerðir fóru fram á íslandi. Algengasti gallinn var op á milli slegla (ventricular septal defect, VSD). Tíðni aðgerða vegna hinna ýmsu galla var svipuð allan rannsóknartímann nema að- gerða vegna ops á milli gátta (atrial septal de- fect, ASD) sem fjölgaði verulega eftir 1984. Af þessum 299 börnum er 31 látið (10,4%), 16 lét- ust í aðgerð, 14 vegna hjartasjúkdóms og eitt af öðrum ástæðum. Við ályktum að af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum þurfi 2,75 að gangast undir aðgerð vegna meðfædds hjartagalla. Sennilega hefur betri sjúkdómsgreining orðið til þess að fleiri finnast með op á milli gátta og meðalald- ur í aðgerðunum lækkar. Inngangur Meðfæddir hjartasjúkdómar eru meðal al- gengustu fæðingargalla og flestar rannsóknir á nýgengi hjartasjúkdóma hafa leitt í ljós sjö til átta tilfelli á hver 1000 fædd börn (1^1). Um það bil helmingur þessara sjúklinga þarf á ein- hverri meðferð að halda vegna hjartasjúk- dómsins (1). Rannsókn sem gerð var hér á landi á börnum fæddum á árunum 1985-1989 sýndi ívið hærra nýgengi hér en annars staðar eða 1,1% (5). Aðrar faraldsfræðilegar rannsóknir á með- fæddum hjartagöllum á íslandi hafa ekki verið gerðar. Hér er að mörgu leyti kjörið að gera slíkar rannsóknir þar sem greining og meðferð, eða ákvörðun meðferðar, fyrir allt landið fer fram á sama stað, skráning sjúkdómsgreininga er góð, mannafjöldi stöðugur og landið vel af- markað. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna hve mörg íslensk börn þurfa að gangast undir skurðaðgerð vegna meðfædds hjartagalla. Einnig var athuguð skipting milli einstakra galla, fjöldi aðgerða sem framkvæmdar voru á hverju barni, aldur við fyrstu aðgerð og land þar sem aðgerð var framkvæmd. Gengið var úr skugga um afdrif og dánarorsakir þessara barna. Þar sem aðeins hluti barna með með- fæddan hjartagalla er skorinn upp er ekki um nýgengi að ræða. Efniviður og aðferðir Rannsóknin náði til íslenskra barna sem fædd eru á árunum 1969-1993 að báðum árum meðtöldum og skorin voru upp vegna með- fædds hjartagalla á tímabilinu 1. janúar 1969 - 1. maí 1994. í sjúklingabókhaldi Ríkisspítala var farið yfir tölvuútskrift þeirra sjúklinga sem höfðu greininguna meðfæddur hjartasjúkdóm- ur (ICD-9 nr. 745-747 að báðum meðtöldum), voru fædd á árunum 1969-1993 og höfðu legið á Landspítalanum á tímabilinu 1. janúar 1980 -1. maí 1994. Stuðst var við upplýsingar frá Trygg- ingastofnun ríkisins yfir þá sjúklinga sem fóru utan til aðgerðar á árunum 1969-1993. Þá voru og notuð gögn úr rannsókn Gunnlaugs Sigfús- sonar og Hróðmars Helgasonar (5). Til að fá upplýsingar um nákvæma greiningu, fjölda að- gerða og aldur barnanna við aðgerð, ásamt sjúkrahúsi og landi þar sem aðgerð var fram- kvæmd, voru notuð erlend læknabréf ásamt gögnum frá Barnaspítala Hringsins, fæðingar- deild og handlækningadeild Landspítalans. Þá voru einnig notuð gögn frá sérfræðingum í lyf- lækningum og hjartasjúkdómum og sérfræð- ingi í hjartasjúkdómum barna. Þjóðskrá var athuguð vegna látinna og dán- arorsakir voru fengnar úr krufningarskýrslum frá Rannsóknarstofu Háskóla íslands í meina- fræði og krufningarskýrslum erlendis frá fyrir þá sem þar voru krufnir. Hjá nokkrum sjúk- lingum voru þessar upplýsingar ekki fyrir hendi og voru dánarorsakir þá fengnar úr dán- arvottorðum á Hagstofu íslands. Upplýsingar um fjölda fæðinga voru fengnar úr Heilbrigðis- skýrslum og frá Hagstofu Islands. Ef um var að ræða fleiri en einn galla var sá alvarlegasti talinn eða sá sem gert hafði verið við, nema þegar þrengsli í ósæð og op á milli slegla fóru saman (coarctation of the aorta, CoA og ventricular septal defect, VSD), en það var talið sem einn flokkur. Fyrirburar með opna fósturæð (patent ductus arteriosus, PDA), þar sem fósturæðin hafði verið undir- bundin, voru ekki teknir með. Kí-kvaðrats- dreifing var notuð til að meta tölulegan saman- burð, miðað var við p<0,05 sem marktækan mun. Niðurstöður 1. Fjöldi aðgerða: Á árunum 1969-1993 fædd- ust 108.766 lifandi fædd börn á íslandi (6). Af þeim gengust 299 undir aðgerð vegna með- fædds hjartagalla eða 2,75 af hverjum 1000 lif- andi fæddum börnum. Þessi 299 börn fóru í samtals 354 aðgerðir, þar af fóru 257 börn í eina aðgerð, en 42 börn í tvær eða fleiri aðgerð- ir (tafla I). Þegar rannsóknartímanum var skipt í fimm ára tímabil og fjöldi aðgerða athugaður á hverju tímabili voru 57 aðgerðir framkvæmd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.