Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 32

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 32
780 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 hafi og síðan var byrjað með sídreypi 1000 ein- ingar á klukkustund. APTT var mælt á sex tíma fresti og skömmtun breytt í samræmi við það. Endapunktar rannsóknarinnar voru tím- inn sem það tók að komast upp fyrir settan meðferðarþröskuld (APTT meira en 1,5 x við- mið) og tíminn sem leið þar til APTT hafði náð jafnvægi innan meðferðarbilsins (APTT 1,5- 2,3 X viðmið). Auk þess var borin saman tíðni blæðinga og endurtekinnar segamyndunar hjá hópunum. Þeir sjúklingar sem fengu heparín samkvæmt þyngd sinni, voru fyrri til að ná fyrirætluðum APTT gildum og einnig þurfti sjaldnar að gera breytingar á skömmtun þeirra (p<0,001). Af þeim sem fengu heparín sam- kvæmt þyngd náðu 97% fullri blóðþynningu innan 24 klukkustunda samanborið við 77% hinna (P<0,002). Ekki kom fram munur á blæðingartíðni hjá hópunum. Af sjúklingum í hefðbundna hópnum greindust 25% með end- urtekinn sega innan þriggja mánaða samanbor- ið við 5% sjúklinga í hópnum með þyngdar- skömmtun (p = 0,02; hlutfallsleg áhætta 5,0 (95% CI 1,1-21,9)) (10). Draga má þá ályktun af þessum niður- stöðum, að sé heparínsídreypi skammtað á ein- staklingsbundinn hátt samkvæmt þyngd náist blóðþynningarmarkmið fyrr og að endurtekin segamyndun eða rek verði síður en með hefð- bundnum aðferðum. Auk þess hefur aðferðin sýnt sig að vera auðveld í framkvæmd og þægi- leg fyrir hjúkrunarfræðinga eftir dálitla aðlög- un og kynningu (10). A lyflækningdeild Land- spítalans voru þessar leiðbeiningar þýddar og staðfærðar 1994 og eru nú notaðar fyrir flesta sjúklinga sem þurfa heparíngjöf í fullum skömmtum (sjá viðauka). Til hægðarauka var ákveðið að upphafsskammtur yrði 20 einingar á kíló á klukkustund og látið nægja að mæla APTT eftir sex klukkustundir í stað fjögurra. Áður var hefðin sú að niðurstaða APTT mæl- ingar var tilkynnt aðstoðarlækni á vakt, sem ákvað framhaldið. Nú eru skammtar og hraði dreypis reiknaðir út fyrirfram þannig að hjúkr- unarfræðingi nægir að líta á fyrirmæli læknis um heparínmeðferðina og breyta skömmtun í samræmi við APTT gildi. Smáheparín Vegna þeirra galla óbrotins heparíns, sem áður var fjallað um, hafa verið þróaðar nýjar tegundir heparíns, það er heparín með lágum sameindaþunga (smáheparín), sem hafa styttri meðalkeðjulengd fjölsykrunga, en um 15 teg- undir þeirra eru til. Sameindaþungi þeirra get- ur verið frá 1000-10.000 Da en hann er mis- munandi eftir tegundum. Þrjár gerðir smá- heparína eru nú skráðar hér á landi, það er enoxaparín (Klexane®; meðalþungi 4500 Da), dalteparín (Fragmin®; meðalþungi 5000 Da) og revíparín (Clivarin®; meðalþungi 3900 Da). Hér á landi er segavörn við skurðaðgerð, með- ferð við segum í djúpum bláæðum og segavörn við blóðskilun skráð ábending fyrir dalteparín- um og enoxaparínum og segavörn við skurðað- gerðir fyrir revíparínum (12). Smáheparín hafa lengri helmingunartíma en óbrotið heparín og blæðingartíðni virðist vera minni samanborið við óbrotið heparín, en að öðru leyti virðast þau vera jafnvirk blóðþynn- ingarlyf og óbrotið heparín (4,5). Óbrotið heparín eykur virkni andþrombíns III sem hamlar virkni storkuþáttar Xa og þrombíns (Ila). Smáheparín auka hemlun andþrombíns III á storkuþátt Xa en hafa aftur á móti minni hemlunaráhrif á þrombín. Smáheparín með keðjuþyngd undir 5500 Da hindra ekki þromb- ínverkun (4,13). Stærðarmunur heparínsam- einda (keðjulengd sykrunga) hefur verið talin ástæðan fyrir mismunandi virkni þeirra (13). Niðurstöður hollenskrar samanburðarrann- sóknar á enoxaparíni og óbrotnu heparíni gefnu undir húð benda þó til þess að mismun- andi virkni heparínsameindanna megi skýra með mismunandi aðgengi (bioavailability) eft- ir stærð eingöngu (14). Virkustu heparínsam- eindirnar voru með sameindaþunga 5500- 12.000 Da hvort sem um var að ræða enoxapa- rín eða óbrotið heparín, sem gæti bent til þess að þriðju kynslóðar heparíns væri að vænta í framtíðinni, það er meðalþungt heparín („mið- heparín") (14). Ónauðsynlegt og gagnslítið er að fylgjast með hefðbundnum storkuprófum meðan á smáheparínmeðferð stendur, sé skammtað samkvæmt líkamsþunga. Lengri helmingunar- tími smáheparína gerir það einnig að verkum að nægilegt er að gefa þau einu sinni til tvisvar á dag undir húð. Smáheparín hafa aftur á móti þann ókost að þurfi af einhverjum ástæðum að stöðva meðferðina þá verkar andefni heparíns, prótamínsúlfat, verr á smáheparín og getur þurft að bíða að minnsta kosti þrjár til fjórar klukkustundir eftir að verkunin þverri (4). í nýlegri rannsókn (7) var fylgst með blóð- flögum hjá 665 sjúklingum sem fengu heparín í

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.