Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 37

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 785 úlnliðsgöngum. í ljós kom að meiri líkur voru á óeðlilegum niðurstöðum allra þátta rannsókn- anna hjá einstaklingum með klaufsku í hönd- um, huglægt máttleysi, hlutlægt máttleysi og rýrnun á þumalfingursbungu, miðað við þá sem voru án þessara einkenna, og að hlutfalls- leg áhætta á óeðlilegum rannsóknarniðurstöð- um jókst með versnandi einkennum frá hreyfi- taugakerfi. Aftur á móti var enginn munur á niðurstöðum rannsókna á skyntaugum á milli handa með huglæg, hlutlæg eða engin einkenni frá skyntaugakerfinu. Samfara lengri sjúkra- sögu var marktæk aukning á óeðlilegum niður- stöðum allra þátta rannsóknanna, nema á hæð hreyfitaugasvara, en þetta samband var ekki beint. Inngangur Dawson og Scott lögðu líklega grunninn að nútíma taugaleiðingarannsóknum árið 1949 þegar þeir sýndu fram á að hægt væri að skrá svar frá taug með húðupptökuskauti við rafert- ingu (1). Simpson var þó fyrstur til þess að beita hreyfitaugaleiðingu (motor nerve con- duction) í því skyni að greina miðtaugarþving- un í úlnliðsgöngum (carpal tunnel syndrome, CTS) árið 1956 (2) og tveimur árum seinna lýstu Gilliatt og Sears notkun skyntaugaleið- ingar (sensory nerve conduction) til þess að greina taugarfergið (3). Vöðvarafritun á sér þó lengri sögu (4). Frá upphafi taugaleiðingarannsókna við greiningu miðtaugarfergis í úlnliðsgöngum hefur verið hefð fyrir skyntaugaleiðingu til vísi- fingurs og hreyfitaugaleiðingu til stutta þunt- alsfráfæris (abductor pollicis brevis). Þetta eru hinar „hefðbundnu" rannsóknaraðferðir. Á síðustu árum hafa komið fram ýmsar „óhefð- bundnar" rannsóknaraðferðir til að auka næmi taugalífeðlisrannsókna við greiningu miðtaug- arþvingunar í úlnliðsgöngum. Til dæmis hefur skyntaugaleiðing verið gerð til annarra mið- taugarfingra en vísifingurs, hreyfi- og skyn- taugaleiðing gerð á stuttum kafla um úlnliðs- göng og samanburður gerður á töf og hæðum miðtaugar við ölnartaug og sveifartaug (5-11). Tilgangur þessarar rannsóknar er í fyrsta lagi að athuga næmi taugaleiðinga- og vöðvarafrits- rannsókna til þess að greina miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum eins og þær eru framkvæmdar af höfundi (MPH) og í öðru lagi að athuga hvort samband sé á milli rannsóknarniður- staðna og einkenna sjúklinganna. Síðast- nefnda atriðið hefur sjaldan verið athugað á markvissan hátt með tölfræðiaðferðum og aldrei, svo okkur sé kunnugt, á jafnmörgum sjúklingum eins og í þessari rannsókn. Efniviður og aðferðir Efniviður rannsóknarinnar er sami sjúk- lingahópur og áður hefur verið lýst með ein- kenni miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöngum (12). Eðlilegar niðurstöður fengust úr 66 höndum 46 einstaklinga á aldrinum 22-70 ára án sjúk- dóma í úttaugakerfi og með eðlilega tauga- skoðun. Teca TE 20 (Teca Corp. Three Camp- us Drive, Pleasantville, NY 10570, USA) tauga- og vöðvarafritstæki var notað við þessar rannsóknir. Bylgjusíur tækisins voru stilltar á 10 Hz og 3000 Hz fyrir skyntaugaleiðingu og 1 Hz og 10.000 Hz fyrir hreyfitaugaleiðingu og vöðvarafrit. Stöðluð yfirborðsskaut (Teca Corp. Three Campus Drive, Pleasantville, NY 10570, USA) voru notuð sem hér segir: Gormfingurskaut (járngormur sem smeygt er upp á fingurinn) fyrir skyntaugaleiðingu, 10 mm stálskaut fyrir hreyfitaugaleiðingu og 32 mm stálskaut fyrir jarðtengingu. Teca við- námsminnkandi hlaup (Teca Corp. Three Campus Drive, Pleasantville, NY10570, USA) var borið á skautin í þunnu lagi og óhreinindi fjarlægð af húð með Omni Prep (D.O. Weaver & Co, 425 S. Cherry, Denver, CO 80222, USA). í stöku tilfelli þurfti að fjarlæga sigg til þess að minnka viðnám húðar. Fylgst var með húðhita frá ytri hluta lófa með YSI módeli 43 hitamæli (Yellow Springs Instrument Co. Inc., Yellow Spring, OH 45387 USA) og hendur hitaðar eftir þörfum með innrauðu Ijósi til þess að halda húðhita við 32-34°C meðan á rann- sókn stóð. Hæð og töf taugaleiðingasvara voru mæld með næmi tækisins stillt á 20 míkróvolt (míkróV)/cm og 1 millisekúndu (msek) á ein- ingu í skyntaugaleiðingu, 2 millivolt (mV)/cm og 2 msek á einingu í hreyfitaugaleiðingu og 100 míkróV/cm við úrlestur ístungu- og hvfld- arvirkni og 1 mV/cm við úrlestur álagsvirkni með 10 msek á tímaeiningu í vöðvarafriti. Lögð var áhersla á að staðla staðsetningu húðskauta og fjarlægðir. Fjarlægðir voru mældar með sveigjanlegu stálmálbandi með úlnlið beinan og fingur beina og útglennta. Ofurerting var notuð í öllum tilfellum en áhrifa rúmmálsraf- dreifingar gætt og þau leiðrétt (13). Jarðskaut var fest á lófa eða handarbak.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.