Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 38

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 38
786 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Rannsókn á skyntaugum: í skyntaugaleið- ingu var virkt gormfingurupptökuskaut fest fyrir miðju á nærkjúku vísi- og litlafingurs og viðmiðunarskaut fyrir miðju á miðkjúku vísi- fingurs og ytri millikjúkulið litlafingurs. Fing- urskautin voru einangruð til þess að koma í veg fyrir rafupptöku frá nærliggjandi fingrum. Við rafertingu var neikvæða ertiskautið 14 cm frá virka upptökuskautinu yfir miðtaug og ölnar- taug við úlnlið, notuð var andleiðisaðferð (13) í rannsókn á skyntaugaleiðingu. Byrjunartöf skyntaugasvara var að meðaltali 2,3±0,27 msek og efri eðlileg mörk með tveimur staðal- frávikum voru 2,8 msek. Hæð (amplitude) skyntaugasvars var mæld enda í enda (13) og var að meðaltali 54,8±18,0 míkróV fyrir mið- taug og 30,2±15,3 míkróV fyrir ölnartaug. Lægsta gildi viðmiðunarhópsins var notað sem neðri eðlileg mörk, það er 20 míkróV fyrir miðtaug og 10 míkróV fyrir ölnartaug. Rannsókn hreyfitauga: í athugun á hreyfi- taugaleiðingu miðtauga var virkt upptöku- skaut fest á þumalfingursbungu yfir stutta þumalsfráfæri fyrir miðju á línu frá miðjum hnúafingursliði þumals að miðri ytri húðfell- ingu við úlnlið. Stöku sinnum þurfti að færa upptökuskautið til þess að fá hreinan neikvæð- an byrjunarfasa. Viðmiðunarskautið var fest á kjúkulið þumals. Raferting var gefin yfir mið- taug við úlnlið 5 cm frá virka upptökuskautinu og í olnbogabót yfir miðtaug. Eðlileg byrjunar- töf var að meðaltali 2,82±0,40 msek og efri eðlileg mörk með tveimur staðalfrávikum voru 3,6 msek. Hreyfitaugarleiðingarhraði mið- taugar yfir framhandlegg var að meðaltali 58,54±4,40 m á sekúndu (M/sek) og voru neðri eðlileg mörk með tveimur staðalfrávik- um 50,0 M/sek. Hæð hreyfitaugasvars mið- taugar var mæld enda í enda og var að meðal- tali 17,6±5,2 mV og neðri eðlileg mörk voru 5,0 mV við rafertingu við úlnlið. Vöðvarafrit: Vöðvarafrit var framkvæmt með einskautsnál klæddri tefloni (Teca Corp. Three Campus Drive, Pleasantville, NY10570, USA) nema í bláendann. Sömu aðferðir voru notaðar í þessari rann- sókn með einni undantekningu þó: Fyrstu þrjú ár rannsóknarinnar var LBM- Neurodiagnos- tic tæki (Neurodiagnostic, 111 West Dyer Road, Santa Ana, CA 92707, USA) notað, en það hefur innbyggðar síustillingar, 20-3500 Hz og 10.000 Hz, og seinni árin var Quantum 84 (Cadwell, Kelogg Street, Kennewick, WA 99336, USA) tauga- og vöðvarafritstæki notað og var þá síustillingum beitt eins og fyrst var lýst. Hjá öllum sjúklingum var skyntaugaleiðing til vísifingurs og hreyfitaugaleiðing til stutta þumalsfráfæris gerð á miðtaug, skyntaugaleið- ing á ölnartaug til litlafingurs og vöðvarafrit á stutta þumalsfráfæri og fyrsta aftari millibeina- vöðva. Ef einkenni sjúklings og/eða niðurstöð- ur fyrrgreindra rannsókna útheimtu voru aðrar taugar og aðrir vöðvar rannsakaðir. Viðmiðunargildin sem notuð voru í þessari rannsókn fengust úr annarri athugun á rann- sóknarstofu þar sem einn höfunda (MPH) starfaði á námsárum sínum, en þar var gerð tilraun til þess að auka næmi taugaleiðinga- rannsókna með því að staðla ýmsa utanaðkom- andi þætti. Niðurstaða þessarar síðastnefndu rannsóknar líkist meðalgildum og staðalfrávik- um annarra rannsókna (5-8,14) þar sem svipuð tækni er notuð. Ýmsar „óhefðbundnar" rannsóknaraðferðir voru notaðar (tafla I, skýringar). Fylgt var tæknilegri útfærslu og eðlilegum niðurstöðum annarra rannsókna (5-8). Framkvæmd þeirra var þó ekki nógu markviss til þess að hægt væri að athuga næmi einstakra aðferða og við at- hugun á sambandi á milli rannsóknarþátta og niðurstaðna og einkenna sjúklinganna var stuðst við niðurstöður „hefðbundinna“ rann- sóknaraðferða. Þegar Martin-Gruber taugatenging (9) fannst voru hæð hreyfitaugasvars og hreyfi- taugaleiðingarhraði miðtaugar um framhand- legg hvorki tekin með í túlkun á heildarniður- stöðum né til samanburðar. Rannsóknirnar voru í öllum tilfellum fram- kvæmdar og túlkaðar af sama höfundi (MPH). Við tölfræðilega úrvinnslu gagna var stuðst við kí-kvaðratspróf við útreikninga á hlutfalls- tölum og t-próf við útreikninga á meðaltölum. Reiknað var áhættuhlutfall (odds ratio) fyrir niðurstöður á töflu V. Niðurstöður Tafla I sýnir samantekt á niðurstöðum taugaleiðinga- og vöðvarafritsrannsókna. Hreyfitaugaleiðing miðtauga: Raferting við úlnlið gaf svörun í 553 af 557 höndurn. Fjærtöf í þessum höndum var að meðaltali 4,5±1,5 msek (P<0,0001 miðað við eðlilegt gildi 2,8±0,40 msek), frá 2,3 nisek til 11,5 msek. Fjærtöf var eðlileg í 178 höndum, að meðaltali
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.