Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 39

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 39
RIMARIX móklóbemíð Rimarix er áhrifaríkt íslenskt geðdeyfðarlyf af flokki RIMA-lyfja (reversible inhibitors of monoamine oxidase-A). Ánægjulegir kostir: • íslensk framleiðsla. • Þrír styrkleikar, m.a. 300 mg töflur. • Fylgiseðill á íslensku með hverri pakkningu. • Heimilt að ávísa allt að 100 daga skammti. Framleiðandi: Lyfjaverslun íslands hf., Borgartúni, 105 Reykjavík Nafn sérlyfs: Rimarix TÖFLUR: N 06 A G 02 Hver tafla inniheldur: Modobemidum INN 100 mg, 150 mg eða 300 mg. Eiginleikar: Móklóbemíð er geðdeyfðarlyf af flokki nýrra MAO-blokkara (RIMA, reversible inhibitor of monoamine oxidase-A) sem blokka mónóamínoxidasa A (MAO-A), sérhæft og afturkræft. Lyfið veldur þvi að styrkur noradrenalíns, dópamíns og serótóníns eykst, þar sem umbrot þessara efna minnkar. Þar sem móklóbemíð blokkar MAO-A afturkræft eru ekki taldar líkur á blóðþrýstingshækkun vegna milliverkana við týramín. Aðgengi lyfsins við langtimanotkun er allt að 90%. Blóðþéttni nær hámarki um I klsL eftir inntöku, dreifingarrúmmál er nálægt 1,2 l/kg og próteinbinding í plasma er um 50%. Helmingunartími í blóði er 1-2 klst. og lengist lítillega með vaxandi skömmtum. Umbrot er háð skömmtum og lyfið oxast nær algjörlega í óvirk umbrotsefni, sem skiljast út í nýrum. Ábendingar: Geðdeyfð, aðallega innlæg geðdeyfð. Erfið eða langvarandi útlæg geðdeyfð. * Frábendingar: Bráð ruglun (confusio mentis). ^ Meðganga og brjóstagjöf. Ofstarfsemi skjaldkirtils. Pheochromocytoma. Samtímis Í notkun selegilíns. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Aukaverkanir: Algengar (>l%): Svimi, höfuðverkur, ógleði, niðurgangur og svefntruflanir. Sjaldgæfar(< 1%): Slappleiki, blóðþrýstingslækkun, bjúgur, breytingar á bragðskyni, lystarleysi, meltingartruflanir, munnþurrkur, rugl og óróleiki. Milliverkanir: Milliverkun við týramín hefur ekki klíníska þýðingu, en þó er mælt með því að lyfið sé tekið inn eftir mat. Címetidín hægir verulega á umbroti móklóbemíðs og þvi getur þurft að minnka móklóbemíð skammta við samtímis gjöf þessara lyfja. Móklóbemíð eykur áhrif íbúprófens og morfínlíkra lyfja og getur aukið áhrif adrenvirkra lyfja. Hefja má meðferð með öðrum geðdeyfðarlyfjum (m.a. þríhringlaga lyfjum) strax og notkun móklóbemíðs hefur verið hætt og öfugt. Varúð: Minnka þarf skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Sjálfsmorðshneigð getur aukist í upphafi meðferðar. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur byrjunarskammtur er 300 mg á dag, venjulega gefið í 2-3 skömmtum. Ef þörf þykir má auka skammtinn í 600 mg á dag, en þó ekki fyrr en sjúklingurinn hefur tekið lyfið í I viku, þar sem aðgengi lyfsins eykst á fyrstu dögum meðferðar. Venjuleg lengd meðferðar er 3-6 mánuðir. Þegar árangur kemur í Ijós má minnka skammtinn. Taka skal lyfið inn eftir máltíð. Sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi skal gefa minni skammta. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Pakkningar og verð l.7.'95: lOOmgtöflur 30 stk. 2.116 kr. / 100 stk. 5.916 kr. 150 mg töflur 30 stk. 2.678 kr. / 100 stk. 7.997 kr. 300 mg töflur 30 stk. 4.523 kr. / 100 stk. 13.412 kr. Afgreiðslutilhögun: R Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: B

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.