Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
791
þumalfingursbungu eða vöðvamáttleysi fannst
við skoðun, er hlutfallslega hættar við óeðlileg-
um niðurstöðum í öllum rannsóknarþáttum,
eykst áhættan samfara verri einkennum í
hreyfitaugakerfinu, en enginn munur kom
fram í höndum án þessara einkenna (tafla V).
Enginn munur var á niðurstöðum neinna
þátta rannsóknanna á milli handa með eða án
verkja, hvort sem verkurinn var bundinn við
höndina eina eða staðsettur ofar.
Varðandi skynskoðun var marktækur mun-
ur á niðurstöðum, þannig að hendur með
minnkað snerti- og sársaukaskyn voru með
óeðlilegri niðurstöður en hendur með eðlilega
skynskoðun hvað varðar hreyfitaugafjærtöf
(P<0,0001), hæð hreyfitaugasvara (P=0,0074)
og fjölda handa með óeðlilegt vöðvarafrit
(P<0,0001) en ekki hvað varðar aðra þætti
rannsóknanna einkum skyntaugaleiðingar.
Enginn munur var á niðurstöðum í höndum
með minnkað skyn og með ofurskyn. Hlutfalls-
lega jafn margar hendur með annars vegar
eðlilega og hins vegar óeðlilega skynskoðun
reyndust með eðlilega skyntaugatöf
(P=0,3561) en óeðlileg hæð skyntaugasvara
miðtaugar var nærri tvöfalt algengari við óeðli-
lega skynskoðun (P=0,0086). Athyglisvert er
að í 14 höndum með eðlilega skynskoðun
reyndist engin skyntaugasvörun, slíkt var þó
algengara í höndum með óeðlilega skynskoðun
(P=0,0077).
Við prófanir til þess að framkalla einkenni
sýndu hendur með Tinels tákn aukna hreyfi-
taugafjærtöf (P=0,0003) og hendur með Pha-
lens tákn höfðu oftar óeðlilegt vöðvarafrit
(P<0,0001).
Hjá 150 sjúklingum með miðtaugarþvingun í
úlnliðsgöngum í báðum höndum, sem sögðu
aðra höndina verri, fannst enginn marktækur
munur á rannsóknarniðurstöðum.
Umræða
Ekki er hægt að nota lága hæð skyn- og
hreyfitaugasvars miðtaugar, seinkaðan hreyfi-
taugaleiðingahraða miðtaugar um framhand-
legg og/eða óeðlilegt vöðvarafrit á stutta
þumalsfráfæri til þess að greina miðtaugar-
þvingun í úlnliðsgöngum þar sem aðrar mein-
semdir geta orsakað slíkt, en þessir þættir sýna
taugaskaðann. Staðbundin seinkun á skyn- og/
eða hreyfitaugaleiðingu miðtaugar um úlnliðs-
göng greinir hins vegar taugarfergið.
Næmi „hefðbundinna“ aðferða til þess að
greina miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum, í
rannsóknum sem ná til mikils fjölda sjúklinga
þar sem beitt er sömu túlkunaraðferðum og
hér, hefur verið frá 39-66% fyrir hreyfitauga-
leiðingu, 73-92% fyrir skyntaugaleiðingu og
73-96% fyrir þessar aðferðir saman (9,15-17).
í öllum rannsóknunum, að okkar meðtalinni,
var skyntaugatöf næmari en hreyfitaugatöf til
þess að greina taugarfergið, og í rannsókn þar
sem athugað var næmi allra þátta miðtauga-
rannsókna til þess að greina miðtaugarþvingun
í úlnliðsgöngum var skyntaugatöf næmust og
því næst hreyfitaugafjærtöf (18). í rannsókn
okkar var hreyfitaugafjærtöf óvenju áreiðanleg
til greiningar taugarfergis samanborið við aðr-
ar rannsóknir (9,15-17) og í 6% tilvika var
hreyfitaugafjærtöf lengd þar sem skyntaugatöf
var eðlileg, en í öðrum rannsóknum hefur það
reynst óþekkt (15) eða mjög fátítt (1-2%)
(9,16). Ástæðan fyrir þessum mun er hugsan-
lega sú að í okkar rannsókn er hreyfitaugafjær-
töf mæld á styttra svæði en hjá öðrum þar sem
fjarlægðin var 6-8 sm (6,9,15,17). Taugaleið-
ingarseinkun frá staðbundinni afmýldri tauga-
skemmd getur jafnast út sé rannsókin gerð að
mestu um eðlilega taug.
Hreyfitaug miðtaugar til þumalfingursbungu
liggur venjulega í eigin göngum inni í úlnliðs-
þverbandinu (19). Ef til vill er þetta líffæra-
fræðileg orsök þess ósamræmis sem fram kom í
okkar rannsókn og annarra á næmi hreyfi- og
skyntaugatafar til þess að greina taugarfergið.
Þó reyndist góð fylgni milli hreyfi- og skyn-
taugatafar í okkur rannsókn eins og lýst hefur
verið áður (10,11,17,18), þótt aðrir hafi ekki
fundið slíkt (20).
Með „óhefðbundnum“ rannsóknaraðferð-
um var heildarnæmi rannsóknarinnar hjá okk-
ur 91% (tafla I).
Erfitt er að bera niðurstöður á hæðum svara
saman við aðrar rannsóknir. Margir mæla hæð
svara út frá neikvæða hluta svarsins (6,15,17)
og neðri eðlileg mörk eru oft illa skilgreind
vegna þess að hæðir hreyfi- og skyntaugasvara
hafa ekki eðlilega dreifingu (11,15). í rannsókn
þar sem notað var meðaltal með tveimur stað-
alfrávikum sem neðri eðlileg mörk voru all-
flestar hendur með taugarfergið með eðlilega
hæð (18). I okkar rannsókn var góð fylgni á
milli hæðar og tafar svara eins og áður hefur
verið lýst (17) þótt aðrir hafa ekki fundið slíkt
(20).