Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 45

Læknablaðið - 15.11.1996, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 791 þumalfingursbungu eða vöðvamáttleysi fannst við skoðun, er hlutfallslega hættar við óeðlileg- um niðurstöðum í öllum rannsóknarþáttum, eykst áhættan samfara verri einkennum í hreyfitaugakerfinu, en enginn munur kom fram í höndum án þessara einkenna (tafla V). Enginn munur var á niðurstöðum neinna þátta rannsóknanna á milli handa með eða án verkja, hvort sem verkurinn var bundinn við höndina eina eða staðsettur ofar. Varðandi skynskoðun var marktækur mun- ur á niðurstöðum, þannig að hendur með minnkað snerti- og sársaukaskyn voru með óeðlilegri niðurstöður en hendur með eðlilega skynskoðun hvað varðar hreyfitaugafjærtöf (P<0,0001), hæð hreyfitaugasvara (P=0,0074) og fjölda handa með óeðlilegt vöðvarafrit (P<0,0001) en ekki hvað varðar aðra þætti rannsóknanna einkum skyntaugaleiðingar. Enginn munur var á niðurstöðum í höndum með minnkað skyn og með ofurskyn. Hlutfalls- lega jafn margar hendur með annars vegar eðlilega og hins vegar óeðlilega skynskoðun reyndust með eðlilega skyntaugatöf (P=0,3561) en óeðlileg hæð skyntaugasvara miðtaugar var nærri tvöfalt algengari við óeðli- lega skynskoðun (P=0,0086). Athyglisvert er að í 14 höndum með eðlilega skynskoðun reyndist engin skyntaugasvörun, slíkt var þó algengara í höndum með óeðlilega skynskoðun (P=0,0077). Við prófanir til þess að framkalla einkenni sýndu hendur með Tinels tákn aukna hreyfi- taugafjærtöf (P=0,0003) og hendur með Pha- lens tákn höfðu oftar óeðlilegt vöðvarafrit (P<0,0001). Hjá 150 sjúklingum með miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum í báðum höndum, sem sögðu aðra höndina verri, fannst enginn marktækur munur á rannsóknarniðurstöðum. Umræða Ekki er hægt að nota lága hæð skyn- og hreyfitaugasvars miðtaugar, seinkaðan hreyfi- taugaleiðingahraða miðtaugar um framhand- legg og/eða óeðlilegt vöðvarafrit á stutta þumalsfráfæri til þess að greina miðtaugar- þvingun í úlnliðsgöngum þar sem aðrar mein- semdir geta orsakað slíkt, en þessir þættir sýna taugaskaðann. Staðbundin seinkun á skyn- og/ eða hreyfitaugaleiðingu miðtaugar um úlnliðs- göng greinir hins vegar taugarfergið. Næmi „hefðbundinna“ aðferða til þess að greina miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum, í rannsóknum sem ná til mikils fjölda sjúklinga þar sem beitt er sömu túlkunaraðferðum og hér, hefur verið frá 39-66% fyrir hreyfitauga- leiðingu, 73-92% fyrir skyntaugaleiðingu og 73-96% fyrir þessar aðferðir saman (9,15-17). í öllum rannsóknunum, að okkar meðtalinni, var skyntaugatöf næmari en hreyfitaugatöf til þess að greina taugarfergið, og í rannsókn þar sem athugað var næmi allra þátta miðtauga- rannsókna til þess að greina miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum var skyntaugatöf næmust og því næst hreyfitaugafjærtöf (18). í rannsókn okkar var hreyfitaugafjærtöf óvenju áreiðanleg til greiningar taugarfergis samanborið við aðr- ar rannsóknir (9,15-17) og í 6% tilvika var hreyfitaugafjærtöf lengd þar sem skyntaugatöf var eðlileg, en í öðrum rannsóknum hefur það reynst óþekkt (15) eða mjög fátítt (1-2%) (9,16). Ástæðan fyrir þessum mun er hugsan- lega sú að í okkar rannsókn er hreyfitaugafjær- töf mæld á styttra svæði en hjá öðrum þar sem fjarlægðin var 6-8 sm (6,9,15,17). Taugaleið- ingarseinkun frá staðbundinni afmýldri tauga- skemmd getur jafnast út sé rannsókin gerð að mestu um eðlilega taug. Hreyfitaug miðtaugar til þumalfingursbungu liggur venjulega í eigin göngum inni í úlnliðs- þverbandinu (19). Ef til vill er þetta líffæra- fræðileg orsök þess ósamræmis sem fram kom í okkar rannsókn og annarra á næmi hreyfi- og skyntaugatafar til þess að greina taugarfergið. Þó reyndist góð fylgni milli hreyfi- og skyn- taugatafar í okkur rannsókn eins og lýst hefur verið áður (10,11,17,18), þótt aðrir hafi ekki fundið slíkt (20). Með „óhefðbundnum“ rannsóknaraðferð- um var heildarnæmi rannsóknarinnar hjá okk- ur 91% (tafla I). Erfitt er að bera niðurstöður á hæðum svara saman við aðrar rannsóknir. Margir mæla hæð svara út frá neikvæða hluta svarsins (6,15,17) og neðri eðlileg mörk eru oft illa skilgreind vegna þess að hæðir hreyfi- og skyntaugasvara hafa ekki eðlilega dreifingu (11,15). í rannsókn þar sem notað var meðaltal með tveimur stað- alfrávikum sem neðri eðlileg mörk voru all- flestar hendur með taugarfergið með eðlilega hæð (18). I okkar rannsókn var góð fylgni á milli hæðar og tafar svara eins og áður hefur verið lýst (17) þótt aðrir hafa ekki fundið slíkt (20).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.