Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1996, Side 54

Læknablaðið - 15.11.1996, Side 54
798 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 sem slíkur jafnframt stjórnun- inni. Pað hefur sýnt sig að þar sem enn ríkir að nokkru leyti það kannski gamaldags viðhorf, að menn stjórni því sem þeir eru um leið að vinna við, hefur skil- að bestum árangri stjórnunar- lega og verið hagkvæmast og yfirbyggingarminnst. Pegar fimm, sex eða sjö stjórnunar- stig, jafnvel skipuð aðilum sem ekki hafa faglega þekkingu á því sem verið er að stjórna, er kom- ið fyrir ofan stjórnun þess sem faglegu þekkinguna hefur og er hluti af þeirri vinnu sem verið er að stjórna ætti óskilvirknin og kostnaðurinn og um leið stjórn- unarlegt getuleysi að vera hverj- um augljóst. Með þessu er ég ekki að varpa rýrð á þá lækna sem farið hafa eingöngu út í stjórnunarstörf en ég tel það ekki heppilega þróun. Svo neðarlega sem læknar koma sem beinir stjórnendur á stofnunum þá eru þó sjúkling- arnir miklum mun neðar og ég sé ástæðu til að benda á ályktun sem var samþykkt á síðasta að- alfundi þar sem LÍ telur forræði lækna á vinnustað vera for- sendu þess að læknirinn geti verið óháður málsvari sjúk- linga. Petta er afar þýðingar- mikil ályktun og felur í sér stað- reynd sem vert er fyrir alla að hugleiða rækilega og áréttar nauðsyn raunverulegrar stjórn- unarábyrgðar lækna þegar rétt- indi sjúklinga eru höfð í huga. Það er þekkt að ákveðnar heilbrigðisstéttir sem hafa grunnmenntun í heilbrigðis- starfi velja sér síðan stjórnunar- starf slitið úr tengslum við þá grunnþjálfun sem viðkomandi hefur. Af því sem ég hef sagt efast ég um gæði þessarar þró- unar.“ Attu þar við hjúkrunarfræð- inga? „Meðal annars, já.“ Fyrst minnst er á hjúkrunar- fræðinga er formaðurinn spurð- ur um þá hugmynd þeirra að þeir fái heimild til að ávísa á lyf: „Læknar og hjúkrunarfræð- ingar eru samstarfsfólk um aldir og vinna sameiginlega að mikil- vægum markmiðum. Læknar vinna á lækningasviði og hjúkr- unarfræðingar á hjúkrunar- sviði. Hjúkrunarfræðingar hafa lagt sig eftir því að ekki væri sótt inná þeirra svið af læknum og að þeir væru ekki að segja þar nein- um fyrir verkum enda ekki um það færir að mati hjúkrunar- fræðinga og skal ekkert um það deilt. En með sama hætti er eðlilegt að læknar vinni á sínu sviði og að því leyti sem aðrir koma þar inná séu þeir á ábyrgð lækna í starfi þar og ekki ann- arra.“ Óhóflegt vinnuálag Snemma á síðasta ári skilaði nefnd á vegum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, er fjallaði meðal annars um kjör lækna, niðurstöðum sínum og er þar gert ráð fyrir nýrri upp- byggingu launa lækna, að gerð- ur verði við þá sérstakur ráðn- ingarsamningur og að starfs- vettvangur þeirra verði betur afmarkaður. Hvað segir for- maðurinn um þessar hugmynd- ir? „Þessi nefnd var skipuð af þá- verandi heilbrigðisráðherra Guðmundi Árna Stefánssyni og í kjölfar úttektar ríkisendur- skoðunar á launum lækna á ár- inu 1992. Niðurstaða ríkisend- urskoðunar var ekki endilega sú að læknar hefðu mjög hátt kaup heldur að þeir ynnu á mörgum stöðum og það væri kannski ekki nógu vel skýrt hver vinnu- vettvangur þeirra væri og eins væri óhóflegt vinnuálag. Hugmyndir nefndarinnar eru að mörgu leyti góðar og get ég reyndar ekki sagt annað því ég var sjálfur í nefndinni og sáttur við niðurstöðuna að mestu leyti. En hún var sú að ef ætti að gera nýja ráðningarsamninga við lækna sem afmörkuðu starfssvið þeirra verulega þyrfti að koma til umtalsverð breyting á grunnlaunum lækna. Það er ástæða til að vekja athygli á því að starfsævi lækna er stutt og skemmri en flestra annarra. Læknanámið er langt og kostn- aðarsamt og dýrt að viðhalda menntuninni eins og vera ber. Pá er ábyrgð í starfi mikil, álag- ið sömuleiðis og ég hygg að flestir læknar væru sáttir við að geta gegnt aðeins einu starfi og að fullu og það er auðvitað æski- legt að læknar í ákveðnum stöð- um þar sem stjórnunarhlutverk er mikið séu í slíkri aðstöðu og ég tel afar mikilvægt að allir þeir þættir sem ég hef nefnt séu metnir þegar kjör lækna eru ákvörðuð og jafnframt að vinnuálag sé innan hóflegra marka. Pá væri stefnt að ævi- tekjum í samræmi við aðrar stéttir sem samanburðarhæfar væru með nýrri samningsgerð. Það hefur hins vegar sýnt sig að það pólitíska hugrekki sem þarf til þess að gera breytingar á kjara- og ráðningarsamningum hefur enn ekki litið dagsins ljós.“ Myndu skapast fleiri störf fyrir lækna? „Trúlega myndi þurfa eitt- hvað fleiri lækna til starfa ef vinnuálag hvers og eins minnk- ar. Pað hefur hins vegar ekki verið athugað sérstaklega.“ Læknasamtökin hafa sinnt umfangsmiklu fræðslustarfi fyrir lækna. Fræðslunefnd er starfandi og sér um árleg nám- skeið og margvíslegt annað fræðslustarf. Læknadeild Há- skóla Islands annast menntun læknaefna en læknadeild og læknasamtökin skipuleggja framhaldsmenntun lækna sam- eiginlega í framhaldsmenntun- arráði. Undir það fellur við- haldsmenntun og að nokkru

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.