Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1996, Side 55

Læknablaðið - 15.11.1996, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 799 leyti sérmenntun eins og henni verður viðkomið hér á Islandi. Sverrir Bergmann hefur einnig gegnt hlutastarfi dósents við læknadeild og honum eru því menntunarmál lækna hugleik- in. Hann er spurður hvort breytingar séu fyrirsjáanlegar á kerfi framhaldsmenntunar lækna sem nú fer að miklu leyti fram erlendis: „Ég sé nú ekki hraðfara breytingar á því. Læknar hafa sótt sérfræðimenntun sína til annarra landa og það er styrkur íslenskrar læknastéttar að lækn- ar snúa til starfa hér eftir að hafa öðlast sérfræðiþekkingu og reynslu frá svo mörgum stöð- um. Við höfum áfram aðgang að kennurum okkar og stofnun- um, getum ráðfært okkur við þá hvenær sem er og oft koma kennarar eða aðrir frá viðkom- andi stofnun hingað til fyrir- lestrahalds. Þessi fjölþjóðlega menntun okkar og tengsl eru af- ar mikilvæg og mikilsverður undirstöðuþáttur í faglegum gæðastaðli læknisþekkingarinn- ar hér. Ákveðna framhalds- og viðhaldsmenntun er auðvitað hægt að stunda hér og í ákveðnum greinum, til dæmis heimilislækningum, almennum lyflækningum og skurðlækning- um er hægt að taka sérnám hér að nokkru leyti en rétt er að það sé aðeins hluti þess sem hér fer fram en að öðru leyti erlendis af fyrrgreindum ástæðum." Félagið stendur vel Sverrir Bergmann hefur verið formaður LÍ frá árinu 1991. Hann var fyrst kjörinn í stjórn árið 1986 og var varaformaður frá 1988. Áður hafði hann um árabil verið formaður samn- inganefndar sjúkrahúslækna og verið virkur í félagsmálum lækna hvort sem er á faglegu sviði eða kjaramálum og setið í mörgum nefndum fyrir lækna- samtökin og heilbrigðisyfir- völd. Á aðalfundi 1995 var hann endurkjörinn formaður til tveggja ára og segist með því ætla að ljúka starfstíma sínum sem formaður: „Formenn félagsins hafa ekki haft ákveðinn tíma. Peir tveir sem á undan mér hafa verið voru formenn í sex ár, kannski er það hæfilegur tími. Allt hefur sinn tíma og allt tekur enda og skipti og breytingar eru æskileg- ar. En læknasamtökin standa vel bæði í fjárhagslegu og flestu fé- lagslegu tilliti. Sjóðir félagsins eru með blóma. Sérstök fræðslustofnun verður til á grunni Námssjóðs lækna, líf- eyrissjóðsréttindi fara batnandi og lífeyrissjóðurinn er öflugur. Samtökin byggja á traustum grunnforsendum eins og ég gat um í upphafi og starfsemin er mjög víðtæk. Ég nefndi hér fyrr að á annað hundrað læknar eru í hinum mörgu nefndum og ráð- um fyrir félagið og starfa mikið. Margar nefndir sinna verkefn- um sem eru í föstum farvegi eins og snertir rekstur orlofshúsa, útgáfu- og fræðslumál en síðan eru margar nefndir sem tekið hafa að sér verkefni sem aðal- fundur eða stjórnin hefur falið þeim og þarf að vinna frekar með. Læknasamtökin hafa haft veruleg afskipti af samningu frumvarps um réttindi sjúk- linga. Læknafélag íslands hefur starfandi siðfræðiráð sem hefur fjallað ítarlega um þessi mál og haft til hliðsjónar siðareglur lækna, alþjóðasamþykktir lækna og læknalög en þar er að finna ákvæði um grundvallar- réttindi sjúklinga. Við höfum haft frumkvæði að því að sett verði lög um vísinda- siðanefnd fyrir allt landið. Það mál verður unnið af Mennta- málaráðuneytinu í samvinnu við LÍ og siðfræðiráð okkar og vísindasiðanefnd. Sérstök nefnd á vegum LI vinnur að mótun forgangsröðunar í heil- brigðiskerfinu. Þar er ekki átt við forgangsröðun sjúklinga einvörðungu eða yfirleitt heldur verkefna og tengist því skipu- laginu í heilbrigðiskerfinu. Þessi nefnd skilar fljótlega nið- urstöðu til LÍ. Þá taka lækna- samtökin í vaxandi mæli þátt í alþjóðasamstarfi. Það var lengst af tengt samvinnu læknasam- taka Norðurlanda og þátttöku í Alþjóðafélagi lækna (World Medical Association) en nú hef- ur bæst við nýr vettvangur þar sem eru Evrópusamtök lækna, bæði í heild sinni og undirfélög innan þeirra. Þar verður mikið samvinnustarf á vettvangi sið- fræði, menntunar, atvinnu- og kjaramála á næstunni að því er best verður séð. Þá má ekki síð- ur vekja athygli á því að lækna- samtökin standa fyrir afar myndarlegri útgáfustarfsemi. Það er ekki einvörðungu útgáfa Læknablaðsins heldur er til dæmis verið að vinna að heil- brigðissögu íslands í heild sinni og stökum þáttum í þeirri sögu. Mun árangur þess starfs fljótt sjást. Læknasamtökin hafa einnig talið rétt að vera þátttak- endur í varðveislu læknisfræði- sögulegra minja og hafa beint stuðningi sínum annars vegar að Nesstofu og hins vegar að Gudmans minde á Akureyri. Þetta áréttar aðeins hversu margþætt starfsemi fer fram á vegum heildarsamtaka lækna og hversu margir koma þar við sögu,“ sagði Sverrir Bergmann formaður Læknafélags Islands að lokum. -jt-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.