Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 64
806
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Enn um ómskoðanir á íslandi
Mörgum heilbrigðisstarfs-
mönnum sem eru að reyna að
gæta aðhalds í fjármálum á sín-
um vinnustað brá nokkuð í brún
þegar lesa mátti í Morgunblað-
inu þann 27. september síðast-
liðinn að „mini“-heilsugæslu-
stöðin í Hrísey hefði fengið
heila 1.000.000 króna til tölvu-
kaupa. Fáeinum dögum síðar,
eða 1. október, mátti lesa í sama
blaði frétt um nýtt ómtæki á
Seyðisfirði. Tækið kostaði
3.500.000 króna og var gjöf góð-
gerðarsamtaka á staðnum. Lýst
var hvernig skoða mætti hin
ýmsu líffæri með tækinu og að
sjálfsögðu móður og fóstur. Við
svona fregnir vakna augljósar
spurningar um notagildi og rétt-
mæti tækjavæðinga sem þess-
ara, hvort heldur þær eru kost-
aðar af ríkinu eða öðrum. Þetta
á einkum við um ómskoðanirn-
ar.
Fyrir 10 árum skrifuðu undir-
ritaður og Sigurður V. Sigur-
jónsson röntgenlæknir forystu-
grein í Læknablaðið um óm-
skoðanir á íslandi (1). Þar
veltum við fyrir okkur hvernig
vinna ætti að ómskoðunum á Is-
landi, hvar og hvernig ætti að
skoða, hverja og hve oft og hvað
ætti að skoða á hverjum stað.
Bent var á að skipulag væri
nauðsynlegt bæði hvað varðar
staðsetningu og val tækja og
kunnáttu og starfsþjálfun þeirra
sem við ómskoðanir vinna.
Hver sem er getur stungið tæk-
inu í samband, kveikt á því og
fengið fram mynd en túlkunin á
myndefninu og framkvæmd
skoðunarinnar sjálfrar eru ekki
einfalt mál. Þvert á móti. Ár-
angur byggist alfarið á hæfni og
kunnáttu þess sem skoðar, þar
með talið getu hans til að fá
fram og meta myndefnið,
breyta skoðunartækni, hljóð-
styrkleika og brennidepli óm-
geislans þegar við á og góð
kunnátta í fósturfræði, líffæra-
fræði og klínískri myndgrein-
ingu er frumskilyrði. Við bent-
um þá á það að margir sem
skoðuðu hér á landi hefðu til-
tölulega litla reynslu af ómskoð-
unum og lítið sem ekkert fræði-
legt nám að baki. Síðan hafa
verið haldin þrjú námskeið um
ómskoðanir, sem einkum hafa
beinst að því að kenna læknum
og ljósmæðrum ómskoðun í
þungun. Þessi námskeið hafa
verið allvel sótt, en þó ekki af
öllum þeim sem hafa treyst sér
til að kveikja á tækinu og fram-
kvæma skoðanir á þunguðum
konum. Þá hafa verið samdar
íslenskar leiðbeiningar um hvað
þeir ættu að kunna sem við óm-
skoðanir á þunguðum konum
fást og hver starfsþjálfun þeirra
ætti að vera. Þær kröfur eru ívið
vægari en gerist í nágrannalönd-
unum, en samt má næstum telja
á fingrum annarrar handar þá
aðila sem hafa sótt um viður-
kenningu á því að hafa náð til-
greindum staðli, sem bæði Fé-
lag íslenskra fæðinga- og kven-
sjúkdómalækna og stjórnir
Ljósmæðrafélags íslands og Fé-
lags íslenskra heimilislækna
hafa fjallað um og samþykkt.
Því er ekki að undra að ýmis
mistök hafa verið gerð, þar sem
meðal annars hefur verið greind
þungun og hjartsláttur í fóstri
þar sem ekkert fóstur var að
finna eða alvarlegur vanskapn-
aður ekki greinst. Hliðstæð at-
vik hafa orðið þegar önnur líf-
færi hafa verið skoðuð af þeim
sem lítið kunnu til verka.
Tilvist tækisins á staðnum
virðist talið eitthvert öryggis-
atriði. Tækið er fengið, byrjað
er að skoða, en minna máli virð-
ist skipta þó þjálfun skorti í
notkun tækisins hjá heilbrigðis-
starfsmönnum. Stundum er
byrjað á þjálfun, en síðan litlu
bætt við. Ekki er síður slæmt ef
aðal grunn starfsþjálfunar og
viðhalds á færni vantar, það er
nægilegan fjölda skoðana sem
unnt er að gera á staðnum. Sem
betur fer eru til allmargar und-
antekningar frá þessu þar sem
heilbrigðisstarfsmenn hafa
kappkostað að afla sér þjálfunar
og viðhalda þekkingunni, en
dæmin um hið gagnstæða eru
því miður of mörg. Það er sama
hvað píanóið er flott, sá sem á
það ætlar að spila verður að
vera músikalskur, hafa lært
spilamennskuna á haldgóðan
hátt og hann verður að æfa sig.
Fregn af því tagi sem birtist í
Morgunblaðinu 1. október um
þær skoðanir sem áformað er að
gera á litlum stað eins og Seyðis-
firði, þar sem þungaðar konur
eru aðeins 20-30 á ári og tilefni
til skoðana á öðrum líffærum
verða sárafá, er aðeins fallin til
þess að slá ryki í augu staðarbúa
og skapa þeim væntingar sem
ekki er hægt að standa við. Það
sem þarna er unnt að skoða
nægir engan veginn til lág-
marksviðhalds þekkingar og
færni. Sumt sem nefnt var í
Morgunblaðsfregninni er svo
sérhæfð vinna að hún er einung-
is á færi fárra sérfræðinga hér-
lendis. Fjárfestingu sem þessa