Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 68

Læknablaðið - 15.11.1996, Qupperneq 68
810 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Að horfa í augu sjúklings innan fj ár lagar ammans Frumvarp um rétt sjúklinga Nýtt frumvarp Eins og komið hefur fram hjá höfundum frumvarpsins er hér að verulegu leyti safnað saman ákvæðum sem eru þegar lögfest til dæmis í læknalögum frá 1932 og 1988, í lögræðislögum og víð- ar. Einnig eru hér lögfest tilmæli landlæknis, sem gefin hafa verið út. Má þar nefna til dæmis: 1. Rétt sjúklinga að lesa eigin sjúkraskrá sem tekinn var upp 1973 af landlækni og voru íslendingar fyrstir á Norðurlöndum í því efni. Margir mæltu með takmörk- un þessa réttar, meðal ann- ars sumir geðlæknar og fengu stuðning skriffinna í stjórnkerfinu. Pessi skilning- ur landlæknis á rétti sjúk- lings til að kynna sér eigin sjúkraskrá reyndist þó réttur samanber hæstaréttardóm nýlega. I frumvarpinu er réttur sjúklings í þessu efni gerður afturvirkur. 2. Samþykki sjúklinga fyrir að- gerð hefur alltaf verið til staðar. Embættið hefur þó unnið að nánari útfærslu frá 1988. í vor og sumar hefur eyðublaði til að nota í þessu skyni verið dreift til lækna. 3. Að deyja nieð reisn. Lögð er áhersla á svokallað „óvirkt líknardráp'1. Aðstoð við fólk að deyja þrautalaust, hefur lengi tíðkast í heilbrigðis- þjónustunni. Nánari reglur eru til meðal annars frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og embættið hefur samþykkt þær og gefið út með örfáum breytingum. Vissulega þarf fólk að treysta á trúnað lækna og samvinnu í þessu efni og öðru. Kannanir sýna að yfir 97% sjúklinga telja að læknar hafi ekki brotið trún- að. 4. Rétt sjúklinga til að leita meðferðar á þeirri heilsu- gæslustöð og því sjúkrahúsi er þeim hentar best, en Is- land er eitt af fáum löndum þar sem sá réttur hefur alla tíð verið í heiðri hafður (samanber lög um heil- brigðsþjónustu frá 1973). Ýmislegt skortir þó í frumvarp- ið sem ekki er í takt við nýja þróun í mannréttindamálum: • Nánari ákvæði um varðveislu erfðavísa og rétt sjúklinga í því efni. Ráðherra hefur ósk- að eftir tillögum landlæknis í því efni. Tillögur hafa verið lagðar fram til ráðherra. • Nánari ákvæði um rétt sjúk- linga til bóta eða aðstoðar vegna lyfjaskaða. Nú er ein- ungis bætt fyrir lyfjaskaða ef rangt lyf er gefið eða röngu magni ávísað. Mjög alvarleg- ir fylgikvillar geta verið eftir lyfjagjafir. • Reglur er takmarka bið sjúklinga eftir aðgerð. Víða erlendis hafa verið settar reglur er takmarka bið sjúk- linga eftir aðgerð, til dæmis í Svíþjóð. í Finnlandi hafa læknasamtökin sett slíkar reglur og í Noregi hefur heil- brigðisráðherra sett fram frumvarp þess efnis. Ýmsir, meðal annars frumvarpshöf- undar telja, að væru slíkar reglur settar mynduðust kröfur á fjármálayfirvöld sem erfitt væri að sinna. Vilja þeir líkja þessu við loforð um lækningu! Ekki er of í lagt að eldra fólki sem nú er á biðlist- um til dæmis eftir hjarta-, æða-, bæklunar- og þvag- færaaðgerðum, sem með skattgreiðslum hefur gert okkur kleift að halda uppi góðri alhliða heilbrigðisþjón- ustu, verði tryggður réttur til meðferðar við alvarlegum sjúkdómum til dæmis innan þriggja mánaða. • Um höfnun meðferðar á heil- brigðissviði. „Sjúklingur get- ur stöðvað meðferð hvenær sem er“. Hér virðast nefnd- armenn hafa gleymt að sjúk- lingur með bráðsmitandi sjúkdóm getur ekki hafnað meðferð. Slíkt ákvæði er í lögum. í þriðju grein frumvarpsins er setning sem ekki má standa óbreytt. Síðari hluti setningar í 2. málsgrein: „... innan þess fjár- hagsramma sem heilbrigðis- þjónustunni er sniðinn á hverj- um tíma“. Vissulega ber að taka fullt tillit til fjárlaga hverju sinni en hafa ber í huga að miklar framfarir hafa orðið og verða án efa í læknisfræðinni. Næstum á hverju ári eru teknir upp nýir meðferðarmöguleikar sem ekki er auðvelt að sjá fyrir við fjár- lagagerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.