Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 74

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 74
814 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Úrskurður Siðanefndar Læknafélags íslands Ár 1996, föstudaginn 6. sept- ember, kom Siðanefnd Lækna- félags Islands saman á skrifstofu formanns í Dómhúsinu við Lækjartorg. Fyrir var tekið bréf Hrafns V. Friðrikssonar dr. med. og í nefndinni kveðinn upp svohljóðandi Úrskurður Með bréfi dagsettu 11. mars síðastliðinn skrifaði Hrafn V. Friðriksson, dr. med. Læknafé- lagi íslands þar sem hann óskar eftir úrskurði Siðanefndar um það hvort læknaráð Landspítal- ans hafi brotið gegn 29. gr. Codex Ethicus Læknafélags Is- lands er ráðið veitti umsögn um tiltekið erindi kæranda. Með bréfi dagsettu 27. febrú- ar ritaði Hrafn V. Friðriksson formanni stjórnarnefndar ríkis- spítala eftirfarandi bréf; „Ný rannsóknardeild og rekstrarhagk væmni. Ríkisspítalarnir og heilbrigð- isstjórnin gæta ekki þeirrar rekstrarhagkvæmni og þjónustu sem felst í rekstri sérstakrar rannsóknardeildar í meinalíf- eðlisfræði (klinisk fysiologi). Tugir milljóna fara forgörðum á ársgrundvelli sem rekja má til glataðra þjónustugjalda, óhag- kvæmni í nýtingu tækja, búnað- ar og sérmenntaðra starfs- manna og dýrari rekstrar. Sam- tímis er minni þjónusta til staðar, verri kennsluaðstaða, verri vísindarannsóknaaðstaða og gæði rannsókna eru ekki eins vel tryggð. Á sama hátt og sambærilegar rannsóknardeildir til dæmis meinefnafræði, röntgendeild o. s. frv., er rannsóknardeild í meinalífeðlisfræði sjálfstæð rekstrareining fjárhagslega og faglega séð. Eðlilegt er að slík deild sé undir stjórn sérfræðings í meinalífeðlisfræði en aðrir starfsmenn eru fyrst og fremst meinatæknar með sérmenntun/ þjálfun í meinalífeðlisfræði. Deildin annist þjónusturann- sóknir fyrir aðrar deildir ríkis- spítala, heimilis- og heilsu- gæslulækna og sérfræðinga úti í bæ. Fella þarf undir deildina rannsóknastarfsemi sem nú er dreifð á ýmsum deildum ríkis- spítala, taka upp nýjar rann- sóknir og þróa frekar rannsókn- ir sem ekki hefur verið nægjan- lega sinnt til dæmis vegna skipulagsleysis. Helstu rann- sóknarsvið eru hjarta- og blóð- rásarrannsóknir, lungna- og öldrunarrannsóknir, meltingar- færarannsóknir, þvagrásar- rannsóknir og fleira, bæði hjá fullorðnum og börnum. Slík deild gæti stuðlað að meiri og bættum rannsóknum á sviðurn sem vanrækt eru t.d. meðal barna og unglinga, kvenna og atvinnusjúkdóma. Ég hef bent ráðamönnum og öðrum á þessa hluti síðustu tvo áratugi án sýnilegs árangurs. Að gefnu tilefni sendi ég stjórn- arnefnd ríkisspítala sérstakt er- indi um þessi mál dagsett 21. janúar 1994. Ár er liðið án þess að ég hafi orðið var nokkurra viðbragða við erindinu. Kannski varþað aldrei tekið til afgreiðslu? Ég álykta, að feng- inni reynslu, að sinnuleysi eða annarlegar ástæður ráðamanna ráði hér ferðum. Hvort heldur er, þá er um ábyrgðarhlut og mikla almenningshagsmuni að ræða sem rannsaka ber án frek- ari tafa og komast að niður- stöðu um aðgerðir." Ásmundur Brekkan, prófess- or, formaður læknaráðs Land- spítalans skrifaði svohljóðandi bréf til formanns stjórnarnefnd- ar ríkisspítala 31. mars 1995: „Varðar bréf Hrafns V. Friðrikssonar dr. med. um nýja rannsóknardeild og rekstrar- hagkvæmni, dagsett 27.02.1995. Framkvæmdastjórn Ríkis- spítala hefur vísað ofangreindu bréfi til stjórnar læknaráðs til umsagnar. Hún hefur kynnt sér efni bréfsins og að athuguðu og yfirveguðu máli er rétt að taka eftirfarandi fram: „Meinalífeðlisfræði" (klinisk fysiologi) í þeim skilningi sem hér er lagt fram, sem eins konar alfræðigrein fyrir kliniskt líf- eðlisfræðilegar rannsóknir, var ofarlega á baugi fyrir fjörutíu árum, einkum í Svíþjóð, og að einhverju leyti í Finnlandi og Noregi, en náði aldrei verulegri útbreiðslu annars staðar, hefur reyndar „gufað upp“ að nokkru leyti sem sérgrein í þeim lönd- um. Ástæðan er sú, að ör þekk- ingarþróun ásamt tækjaþróun og vaxandi sérhæfingu í þeim greinum, sem þarna voru þjón- ustaðar svo sem hjartalífeðlis- fræði, lungnasjúkdómar, ýmsir nýrnasjúkdómar o. s. frv. hafa fært hin einstöku þjónustusvið nær og inn í starfsemi hlutaðeig- andi sérgreina og undirsér- greina. Almennt er litið þannig á, að á þann hátt nýtist þekking bet- ur, þróun, hagkvæmni, notkun og innfærsla nýjunga, sjúkling- um til hagsbóta og til að auka greiningarhæfni og þar með lækningamátt verður betur þróað með þeim hætti en að miðstýra öllum þessum að- skildu rannsóknarþáttum á þann hátt sem í bréfinu er lýst

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.