Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 75

Læknablaðið - 15.11.1996, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 815 Fréttatilkynning Rannsóknarstofnun Jónasar Kristjánssonar læknis Við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur verið sett á stofn rannsóknarstofnun í minningu Jónasar Kristjánsson- ar læknis, frumkvöðuls náttúru- lækninga á Islandi og stofnanda Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. Markmið rannsóknarstofnun- arinnar er að efla alla rannsókn- arstarfsemi innan Heilsustofn- unar NLFÍ einkum þá rann- sóknarstarfsemi sem sérstak- lega tengist hugmyndafræði Jónasar Kristjánssonar læknis. Til þess að ná markmiði sínu hyggst rannsóknarstofnunin bjóða einstaklingum innan og utan stofnunarinnar sem vilja vinna að slíkum rannsóknar- verkefnum aðstöðu hjá Heilsu- stofnun NLFÍ og er gert ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða dvöl í senn. Sérstök „fræðimannsíbúð" hefur verið innréttuð og er þar öll nauðsynleg aðstaða til tölvu- vinnslu ásamt aðgangi að bóka- safni og skjölum sem varða fag- legan rekstur stofnunarinnar. Pá skulu þeir sem aðstöðunnar njóta fá aðstoð við útgáfu fræði- rita. Sérstök stjórn fer með mál- efni stofnunarinnar og í henni sitja prófessor Þórður Harðar- son, Sigurður Thorlacius trygg- ingayfirlæknir, Sigríður Hall- dórsdóttir hjúkrunarfræðingur, Jónas Bjarnason efnaverkfræð- ingur og Gísli Páll Pálsson fram- kvæmdastjóri. Þeim læknum sem áhuga hafa á að nýta sér þessa aðstöðu er bent á að hafa samband við und- irritaðan varðandi nánari upp- lýsingar en formlegum erindum um rannsóknarstyrki er vísað til stjórnar Rannsóknarstofnunar Jónasar Kristjánssonar læknis, Heilsustofnun NLFÍ, 810 Hveragerði. Guðmundur Björnsson yfirlæknir, s. 483 0321 og áður þótti nokkuð góð að- ferð sumsstaðar. Hér á Landspítalanum hefur þessi leið aldrei verið farin og læknaráð telur að þessari rann- sóknarstarfsemi einstakra sér- greina á sviði lífeðlisfræði sé vel borgið, og að á engan hátt sé hagkvæmara að koma þeim „undir eitt hatt.““ í bréfi Hrafns V. Friðriksson- ar, dr. med. til stjórnar Lækna- félags íslands frá 11. mars sl. segir m.a.: „í stað hlutdrægrar umsagnar kastar læknaráð Landspítalans rýrð á sérgrein mína, meinalíf- eðlisfræði (klinisk fysiologi), og gefur ósannar og villandi upp- lýsingar um úrbreiðslu og þróun hennar. Þetta tel ég vera at- vinnuróg og brot á 29. gr. Codex Ethicus Læknafélags ís- lands.“ 29. gr. Siðareglna lækna er svohljóðandi: „Lækni er skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og háttvísi jafnt í viðtali sem um- tali, ráðum sem gerðum og hann skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna. Lækni er ósæmandi að eiga þátt í eða stuðla að ráðstöfun- um, sem leitt geta til skerðingar á atvinnuöryggi annars læknis. Telji læknir, að ástæða sé til íhlutunar vegna brots á siða- reglum þessum eða vanhæfi læknis í starfi, skal hann snúa sér til landlæknis og stjórnar viðkomandi svæðafélags Læknafélags íslands." Siðanefndin telur hvorki að umsögn þessi í heild sinni né einstakir þættir hennar varpi rýrð á þekkingu eða störf Hrafns V. Friðrikssonar, dr. med. og telur að læknaráð Landspítalans hafi ekki brotið gegn 29. gr. Codex Ethicus í framangreindri umsögn sinni. Allan Vagn Magnússon, Ás- geir B. Ellertsson og Tómas Zoega kveða upp úrskurð þenn- an. Úrskurðarorð: Siðanefnd Læknafélags ís- lands telur að læknaráð Land- spítalans hafi ekki brotið gegn Codex Ethicus með umsögn sinni um erindi Hrafns V. Frið- rikssonar, dr. med. í bréfi dag- settu 31. mars 1995.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.